Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 40

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 40
I S R A E L 1 Ég þjálfa konur sem eru með börn á aldrinum sex mánaða til þriggja ára í gæslu á heimilum sínum. Börnin koma oft frá heim- ilum sem eiga við félagsleg vandamál að striða og ég veiti for- eldrunum einnig ráðgjöf. Mér lík- ar starfið vel og kynnist mörgum í gegnum það, t.d. strangtrúuð- um konum sem hafa allt aðra lífssýn en ég. Þó mér finnist ég ekki mikill feministi þá er ég viss um að þeim finnst ég vera það! Það sem þeim finnst styrkja stöðu sína finnst mér veikja hana. Flestar mega ekki nota getnaðarvarnir og eiga því ara- grúa barna, þannig viðhalda strangtrúaðir m.a. völdum sín- um. Þær telja sig t.d. hafa ákveð- ið vald þar sem trúin kveður á um hvenær eiginmenn þeirra mega njóta þeirra. Þegar konan er „óhrein" í kringum blæðing- arnar, má eiginmaðurinn ekki hafa mök við hana. Hvilík tilvilj- un að hjón mega bara hafa sam- farir þegar konan er frjó! „Óhrein- ar” konur valda strangtrúuðum karlmönnum miklum vandræð- um. Þeir fóru þvi fram á það í Jer- úsalem að fá sérstakan strætis- vagn, þvi karlmenn á leið til bæna mega ekki sitja hjá konum því þær gætu verið óhreinar. Þessu var harðlega mótmælt og þekkt stjórnmálakona tróð sér inn í strætisvagn til þeirra til að koma í veg fyrir kynjaskipta vagna. Þeir fengu þessu því ekki framfylgt. Strangtrúaðir og feministar eiga þó eitt sameiginlegt baráttu- mál. Þó rökstuðningur þeirra byggist á gjörólíkri hugmynda- fræði eru þeir sammála um að kvenlíkaminn sé „misnotaður” í auglýsingum. Auglýsingar í ísrael eru hræðilegar, það er ekki að- Joan Talkowsky. eins að naktar konur auglýsi bíldekk heldur er daðrað við annað og hræðilegra, auglýsendum finnst ekkert tiltökumál að gefa t.d. í skyn nauðgun eða annað ofbeldi gegn konum til að koma vörum sínum á markað.” í fyrra lauk fimmtán ára valdaferli hægristjórn- ar Shamirs og við tók samsteypustjórn miðju- og vinstrimanna undir stjórn Rabins. Einn fjöl- margra nýrra flokka sem var í framboði en fékk engan mann kjörinn var nýr Kvennaflokkur (sér- stakur kvennalisti var boðinn fram í ísrael 1977). Þó svo að úrslit kosninganna hafi vakið mikla athygli og verið talin marka tímamót bættu konur aðeins við sig þremur þingsætum. Nú sitja ellefu konur á þingi og hafa ekki verið fleiri frá þvi 1955. Talsverðar vonir eru bundnar við þingkonurnar en sex af þeim hafa verið virk- ar í friðarhreyfingum kvenna. Tvær konur eru nú í stjórn og fengu báðar ráðherraembætti, Ora Namir er heilbrigðisráðherra og Shulamit Aloni varð ráðherra menningar- og menntamála. Fyrirrennarar Alonis tilheyrðu trúarlegum flokk- um og val Rabins á henni sprengdi hérumbil stjórnina enda er hún kunn fyrir störf sín að friðarmálum og vill aðskilnað rikis og „kirkju”. Aloni sagði m.a. í viðtali við bandarískt blað að strangtrúaðir gyðingar óttuðust leit nýrra úrræðna til að aðlaga hefðir að nútímalífi. Hún sagði að til væru þeir sem teldu að gyðing- ar yrðu að lifa samkvæmt sið- venjum sem voru ákvarðaðar fyr- ir mörg hundruð árum, „og þar með talin staða kvenna. Hvers vegna höfum við ekki leyfi til að skrifa nýjar bænir, nýjar bók- menntir?” Þessi ummæli hennar fóru svo fyrir bijóstið á strangtrú- uðum að þeir kröfðust afsagnar hennar ella gengu þeir úr ríkis- stjórninni. Hún varð að biðjast opinberlega afsökunar og lofa því að strangtrúaðir fengju aukin á- hrif í ríkisskólum. „Friður er mál málanna í ísrael,” segir Joan. ,AHir vilja frið og allt annað situr á hakanum. Ég ótt- ast að þegar friður loksins næst, þá bijótist út borgarastyijöld í ísrael. En sú styijöld verður háð án vopna. Það eru til margar gerðir af gyðingum og meirihluti ísraelsbúa er ekki trúaður og vill þvi ekki lúta trúarlegum lögum. í einu blaðanna í vetur var langur listi yfir allt sem fólk gæti gert til að losna undan trúarlegu lögun- um, t.d. að fara til Kýpur og gifta sig þar. Það eru margir sem vilja láta afnema öll trúarleg lög. Það mun verða tekist á um hvort minnihlutahópur strangtrúaðra gyðinga eigi að leggja línuna áfram eða hvort sett verði stjórn- arskrá sem kveður meðal annars á um málfrelsi. Þetta er fyrsta utanlandsferðin mín í nokkur ár. Eftir nokkra daga dvöl hér á íslandi fann ég til svo mikils léttis. Það er svo gott að komast í burtu og fá frí frá samviskubitinu. Það er þrúgandi að finnast maður vera kúgari.” RV 1 FINNBOGA Laugavegi 178 2.hæð | simi 686140 LIGGJA VEGGMINJAR UNDIR SKEMMDUM HJÁ ÞÉR? Við innrömmum málverk og Ijósmyndir af öllum stcerðum og gerðum Köld og heit plasthúðun á kortum, Ijósmyndum og plakötum. 40

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.