Vera - 01.08.1993, Síða 26

Vera - 01.08.1993, Síða 26
SYSTRAÞEL FÖTLUNARINNAR Sigrún skrifar: Þegar Villi kom heim úr skólan- um á daginn var honum öllum lokið. Skapofsaköst og gríðarleg oívirkni settu svip á daginn. Við misstum hann oftar en ekki í hringsnúning á stofugólíinu, sem gat staðið í allt að klukkustund, eða inn í skápa þar sem hann tætti allt sem hönd á festi. Smám saman gátum við þó unnið hann út úr þessu með því að stoppa hann. Ég var sú eina sem mátti snerta hann að einhverju ráði og nýtti mér það. Hann hefur mjög gaman af lestri og ég gat setið með hann í fanginu og lesið. Eftir þvi sem hann róaðist kom betur í ljós hvaða hæfileikum hann er gæddur. Hann er til dæmis mjög listrænn í vefnaði og myndsköpun og það er mjög nauðsynlegt að hlúð sé að þess- um þáttum. Þegar Villi var tíu ára fékk hann greininguna Tourette-syndrome, en það er sjúkdómur í miðtauga- kerfi. Taugakippirnir sem hann hafði haft frá fjögurra ára aldri voru þá eftir allt ekki mér að kenna heldur var til önnur skýr- ing á þessu ástandi. í dag er Villi þrettán ára og ný- kominn úr sinni fyrstu alvöru greiningu. Nú fyrst liggur heild- armat fyrir, en ekki bara athugun hjá einstaka sérfræðingi. í þessu mati kemur í ljós að hann er með fötlun sem hefur heilkennið As- berger-syndrome. I fyrsta skipti í öll þessi ár fáum við útskýringu á því hvers vegna hann skilur svo illa mannleg samskipti, hvers vegna hann hefur aldrei farið i ímyndunarleiki og hvers vegna hann á í alvarlegum erfiðleikum með að eignast vini. Guðrún skrifar: í dag hefur Villi aðlagast skólalíf- inu svo vel að samskiptaerfiðleikar eru fátíðir. Hann er afburðagreindur og nýtir sér það á sum- um sviðum, en námsefni sem krefst yfirsýnar og rökhyggju er honum þungt í skauti. Skilningur hans á heiminum samanstendur af bitum sem hann á erfitt með að tengja saman, líkt og púslu- spil sem vantar mynd að. Móðir óþekktarormsins þykir duglaus - slakur uppalandi og hio versta mól - en um leió og fötlun er staöfest er þessari sömu móöur ætlaö áb vera útlæröur sérfræöinaur, fullkominn uppalandi og mistök eöa skortur ó polinmæöi er ekki undir neinum kringumstæóum leyfó. Sigrún skrifar: Þegar litið er til baka er verst að hafa ekki feng- ið greiningu fyrr, ekki síst fyrir mig þar sem hæfni mín sem móður var sífellt dregin í efa og sektarkennd var fylgifiskur minn í mörg ár. Greining er forsenda þess að unnið sé markvisst með börn og þannig dregið úr áhrifum fötlunar- innar eins og mögulegt er. En við höfum átt þvi láni að fagna að hafa Guðrúnu, sem nánast hef- ur bjargað málunum. Oft höfum við reynt á þol- rifin í henni þegar óvissan og sektarkenndin voru að kaffæra okkur. Við værum örugglega flutt burt hefði hennar ekki notið við. Má þvi öll- um vera ljóst hve nauðsynleg góð fagmanneskja er börnum með sérþarfir. Launakjör sérkennara eru samfélaginu til skammar! Einnig situr í mér reiði vegna þeirrar niðurlæg- ingar sem ég árum saman þurfti að sitja undir vegna skilningsleysis fagaðila sem hefðu fyrir löngu átt að sjá hve alvarlegt ástandið var. Það er mjög skýr munur á hlutverki móður óþekka barnsins og móður fatlaða barnsins. Móðir óþekktarormsins þykir duglaus - slakur upp- alandi og hið versta mál - en um leið og fötlun er staðfest er þessari sömu móður ætlað að vera út- lærður sérfræðingur, fullkominn uppalandi og mistök eða skortur á þolinmæði er ekki undir neinum kringumstæðum leyfð. Sem móður, manneskju og vinnuafls eru gerðar til hennar yf- irnáttúrulegar kröfur - og samfé- lagið er dómhart. Staða dreifbýliskonunnar er allt önnur en konunnar í þéttbýli. Hér er til dæmis engin þjónusta við fatlaða, ekkert kerfi sem fer í gang til dæmis með skammtíma- vistun. Konan skal og á að standa sig. Konur í sveitum taka oft þátt í útiverkum, en það geng- ur ekki með fatlað barn og úti- vinnan lendir eingöngu á karlin- um. Fatlaðir og fjölskyldur þeirra hafa orðið að flytja burt - þangað sem þjónustuna er að fá. Augljós er nauðsyn þess að tek- ið sé mark á foreldrum og hlust- að á þá því yfirleitt skynja þeir ef eitthvað er að börnum þeirra. Fá- mennum samfélögum ber skylda til að leggja ríka áherslu á að ráða til sín sérhæfða starfsmenn til þess að sjá um menntun þeirra barna sem af einhveijum ástæð- um nýtist ekki hið helðbundna nám. □ HVERNIG NÝTIST ÞJÓNUSTAN? Dr. Rannveig Traustadóttir hefur unnið að rannsóknum á málefnum fatlaðra síðan hún sneri heim frá námi síðastliðið haust. Rann- sóknir þessar hafa m.a. verið styrktar af Öiyrkjabandalaginu og Landssamtökunum Þroskahjálp. í vetur fékk Rannveig einnig siyrk úr Vísindasjóði til að skoða stöðu og hagi fjölskyldna fadaðra. Rann- sóknir Rannveigar hafa m.a. það hagnýta markmið að skoða hvernig fólki nýtist sú þjónusta sem í boði er. Það er nefnilega að koma í ljós nú á niðurskurðartim- um að enginn veit hvernig þjón- ustan nýtist. Næstu tvö árín ætlar Rannveig að athuga þetta - og að sjálfsögðu hefur hún bæði hags- muni fatlaðra og kvenna í huga. □ ELLEFU OFVIRKAR DÚKKUR Umönnunarhlutverkið leggst oft þungt á litlar stelpur. Sunna er sjö ára og á fatlaðan bróður. Hún veit að hún er heil- brígða barnið í fjölskyldunni og gerir sér far um að standa sig. Hún ver líka bróður sinn með kjafti og klóm þegar hon- um er strítt og reynir að fræða hrekkjusvínin um fötlun hans. Sunna á ellefu dúkkur. Þær eru allar óskaplega erfiðar. Hún heimsækir gjarnan mömmu sína fram í eldhús og tekur allan skarann með sér. „Þær eru svo eríiðar. Sérstaklega Mattias, hann er svo ofvirkur", segir hún. Það er ekki auðvelt að vera sjö ára og eiga ellefu ofvirkar dúkkur. □ 26

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.