Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 43

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 43
M A T U R daginn í góða veðrinu. Eldri börnin fylgjast með þeim yngri og allir passa börnin saman,” segir Mercedes Berger frá Argentínu. Hún á tvo unga syni og býr í Hamraborginni í Kópavogi. Henni flnnst veturinn sérstaklega erflður. Það þarf að kappklæða synina til að fara með þann eldri á leikskólann í nokkrar klukkustundir á dag. Það er mikið umstang miðað við það sem hún á að venjast heiman að frá Argentínu, þar sem fjöl- skyldan er vön að gera allt saman. Hana langar til að læra fatahönnun, en ýmis praktísk mál þarf að leysa til að það sé hægt. Auk þess veit hún ekki hvort hún muni skjóta rótum á íslandi. „Ég sakna þess að hafa ekki fjölskylduna í kring- um mig og mömmu hjá mér, sérstaklega ef eitt- hvað er að,” segir hún. Og María bætir við: „Þeg- ar ég hringi í mömmu þá segi ég auðvitað að allt sé í lagi þótt ég sé með kökkinn í hálsinum. Það er ekki hægt að láta hana hafa áhyggjur af þvi þótt eitthvað komi uppá því það líður hjá.” „Og svo segjum við auðvitað alltaf að veðrið sé fint þótt úti sé rok og snjóbylur,” bætir Angélica Canú Dávila frá Mexíkó við. Veðrið já, þær eru sammála um að það sé eitt það erflðasta við að búa á íslandi. „íslendingar geta skammast sín á milli yflr veðrinu, en eru svo ótrúlega viðkvæmir fyrir því sem við segjum um það.” Þrátt fyrir að Ijarlægðin frá stórfjölskyldunni sé þeim mörgum erflð ætla þær flestar að búa hér áfram og tala flestar býsna góða íslensku. Angé- lica streittist lengi á móti því að læra málið, hún ætlaði sér ekki að ílendast hér. En nú er hún sest hér að með íslenskum eiginmanni sínum og komin á fullt í íslenskunáminu. Sömu sögu er að segja um Mariu. Janet Ruíz frá Venesúela er sú eina í hópnum sem talar litla íslensku, enda er þriggja ára dvöl hennar hér á landi brátt á enda. Hún er í bandaríska hernum og búsett á Kefla- vikurflugvelli, þar sem fá tækifæri gefast til að æfa sig í íslensku. Hún er að jafnaði þijú ár í hveiju landi og tvö í Bandaríkjunum á milli. Ég spyr þær hvort þær hafl mikið samband við suður-ameríska karlmenn á íslandi. Það er ekki mikið. í framhaldi spinnast umræður um suður- ameriska karlmenn. Karlremba er landlæg og viðtekin víðast hvar í Suður-Ameríku þótt auð- vitað séu ekki allir undir sömu sökina seldir. „Karlmenn þar bjóða konum sínum uppá ýmis- legt sem íslenskar konur mundu aldrei láta bjóða sér,” segir Mercedes, en þær eru ekki allar sammála því. „Ég þekki íslenskar konur sem búa við hræðilegt karlaríki," segir Angélica og við nánari umræður getum við flestar tekið í sama streng. Það má áreiðanlega deila um hve áhugasamir Islendingar eru um að kynnast menningu Suð- ur-Ameriku, en sá áhugi sem matargerð sauma- klúbbsins vakti er góðs viti. Á mánaðarlegum fundum klúbbsins er alltaf eitthvað gott á boðstólum og hér á eftir fylgja valdar uppskrift- ir. Hráefni í réttina er m.a. hægt að fá í Blóma- vali og Kryddkofanum við Hverflsgötu. □ Viðtal: Anna Ólafsdóttir Björnsson EMPANADAS— ARGENTÍNSKIR HÁLFMÁNAR Deig: 1 kg hveiti 200 g nautaíita (eða svínafita eða smjörlíki í hallæri) 2 bollar saltvatn Fylling: 3 stórir laukar 2 hvitlauksrif 750 g nautahakk 3-4 harðsoðin egg 5 ólífur 1 stór rauð paprika bergmynta (oregano), papriku- duft, cumin (cuminum cyminum), salt Hnoðið deigið og láúð það bíða. Skerið lauk, hvítlauk og papriku smátt og steikið í olíu. Bætið kjöt- inu á pönnuna. Lækkið hitann og brúnið hægt. Kryddið eftir smekk. Skerið ólífur og egg smátt og setj- ið út í hakkið. Fletjið deigið þunnt og skerið úr ])ví hringi eftir undirskál. Setjið matskeið af fyllingu á hvern hring. Leggið hringina saman. Gott er að bleyta kantana til að þeir festist betur saman. Þrýstið á kantana með íingrum eða gaffli til að loka hálfmánunum. Setjið á smurða plötu. Bakið við 210 gráð- ur í 15 mínútur. GUACAMOBE SAISA — MEXÍKÖNSK SÓSA góð á Taco, pylsur, hamborgara og fleira 3 stórir tómatar 1 hvitlauksrif 1 iaukur 2-4 piparávextir 1 þroskað avocado Hakkið tómata, hvitlauk og pipar- ávexti vel í blandara. Steikið lauk- inn giæran og heilið blöndunni yflr hann. Sjóðið í 15 mínútur. Skerið avocado í litla bita og hrær- ið vel saman við. CACHAPAS (KORNPÖNNU- KÖKURFRÁ VENESÚELA) 1 dós af maiskorni (stærðin skipt- ir ekki máli) 2 bollar hveiti 1 tsk lyftiduft 2 egg 3 dl mjólk 75 g sykur Hellið vökvanum úr dósinni og hrærið maískornið í hrærivél þar til það er orðið að mauki. Þvi stærri sem dósin er þeirn mun bragðmeiri verða pönnukökurnar. Blandið sykri, eggjum, mjólk, hveiti og lyfúdufti saman við maismaukið. Deigið á að vera álíka þykkt og venjulegt pönnu- kökudeig. Steikið pönnukökurnar og berið fram með smjöri og osti, sykri eða ávaxtahlaupi PASTARÉTTUR FRÁ MEXÍKÓ 250 g spaghetti 1 rauð paprika 3 tómatar 1/2 dós sýrður ijómi 1/2 peli ijómi (rúmur desilítri) 1 laukur 1 hvítlauksrif Hálfsjóðið spaghetti í saltvatni með svolítilli matarolíu. Hellið vatninu af og seijið til hliðar. Hreinsið paprikuna og snöggsjóð- ið. Setjið hana ásamt tómötum, ijóma og sýrðum ijóma í blandara og hrærið vel. Skerið lauk og hvit- lauk smátt og steikið þar til orðið er glært. Bætið síðan í blandar- ann og hrærið vel. Setjið spaghetti í eldfast mót og hrærið sósunni samanvið. Hitið í ofni þar til spag- hetti er fullsoðið. Skreytið með púrrulauk. KONA ÁRSINS í EVRÓPU Síðastliðin sex ár hefur Kona ársins í Evrópu verið valin og henni veitt verðlaun. Markmiðið er að kynna starf kvenna sem hafa lagt sitt af mörk- um til hugsjónarinnar um sameinngu Evrópu og evrópsk borgararéttindi. Verðlaunin njóta sífellt meiri virðingar og konurnar sem hljóta þau eru beðnar um að flytja fyrirlestra um allan heim. Síðasti handhafi verðlaun- anna er Zuzana Szatmary, forseti Charta 77 í Slóvakíu. Szatmaiy leggur höfuðáherslu á lýðræði og telur að blaðamennska sé öilugt vopn. Hún hefur ásamt föður sínum endurvakið dagblaðið Menningarlif, sem bannað var árið 1968. „Það hefur aldrei verið neitt lýðræði í Slóvakiu" segir Szatmary. ,Augu mín opnuðust 1968 þegar ég kom til London eftir innrás Sovét- manna og sá hvernig lýðræði virkar. Þar lærði ég samvinnu og að sýna þolinmæði. Ég kom aftur U1 Slóvakiu árið 1971 með nýja sýn á heiminn. Ég gerði mér grein fyrir að vandi landa minna fólst í þvi að enginn hlustaði á þá. Þeir voru orðnir þvi vanir að verða alltaf undir. Sá sem missti vinnuna vegna þátttöku í stjórnmálum missti einnig stöðu sína í samfélaginu. Þess vegna er fólk hrætt við alla andstöðu. Þjóð mín þarfnast menntunar og ég vona að mér hail tekist að leggja mitt af mörkum." 43

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.