Vera - 01.12.1993, Page 8
Hvernig konur fara með vín...
...og vín með konur ^VaVaVAWaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVAWaV^
8
H
/
Ihönd fara blautir
tímar. Framundan eru
ótal tækifæri til að
lyfta glasi með þeirri kæti
og kvöl sem því getur
fylgt. Fyrst stressuð
aðventan; próflok og
vinnustaðaveislur, svo
blessuð jólin; spennufall
og góðravinafundir og
loks áramótin; uppgjör og
fyrirheit.
Drykkja kvenna hefur
löngum verið feimnismál
og eitt þeirra mála sem
nýja kvennahreyfingin
hefur haft hljótt um.
Lengi vel var drykkja
karla talin helsti áfengis-
vandi kvenna. Flinn mikli
munur sem áður var á
drykkjuvenjum kynjanna
hefur minnkað, en konur
eru þó enn mun var-
færnari í viðskiptum
sínum við Bakkus.
Launavinna kvenna hefur
aukið drykkju þeirra, en
þó að meirihluti kvenna
vinni úti líta samt margir
á húsmóður- og móður-
hlutverkið sem lífs-
hlutverk kvenna. Það sem
einkum kemur í veg fyrir
að konur taki upp
Myndskreytingar: Sara Vilbergsdóttir
drykkjusiði karla er
ábyrgð þeirra á hvers-
dagsamstri öllu og fædd-
um jafnt sem ófæddum
börnum, auk gamalla
hugmynda um lélegt
siðferði þeirra kvenna
sem drekka.
Islendingar drekka
einna minnst allra Evrópu-
þjóða, en eiga þó líklega
heimsmet í afvötnun. Það
jaðrar við guðlast hér á
landi að segja að hóflega
drukkið vín gleðji
mannsins hjarta. Við
virðumst setja dæmið upp
þannig: Áfengisneysla =
ölvun = áfengissýki. Og
ekki skal því á móti mælt
að áfengisneyslu fylgir
böl - ekki síður konum en
körlum. Konur drekka um
ijórðung þess áfengis sem
neytt er í landinu og þær
eru líka um fjórðungur
þeirra sem leita sér hjálp-
ar vegna drykkjuvanda-
mála. I þessari Veru leit-
um við svara við því
hvernig konur fara með
áfengi og áfengi með
konur
BÁ