Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 11
Hvernig konur fara með
/
vin...
KYNSLOÐABIL
(O/a/ýádotti'r sÁrifta/r
S
fengi kemur inn í líf kvenna á marga
vegu. A öldum áður tengdust konur
áfengi fyrst og fremst sem fram-
leiðendur en á seinni tímum hafa þær
orðið neytendur. Konur stjóma ekki aðeins
eigin áfengisneyslu heldur gegna þær oft
uppeldis-, eftirlits- og umönnunarhlutverki
og geta því haft áhrif á áfengis-
neyslu annarra. Vegna þessara
mikilvægu hlutverka kvenna auk
þess að viðhalda mannkyninu
hefur samfélagið líka reynt að
stjórna áfengisneyslu þeirra.
Markmiðið með eftirfarandi grein
er að fjalla um breytta afstöðu
kvenna til áfengis og lýsa áfengis-
neysluvenjum þeirra i ljósi
breytinga sem hafa orðið á lífs-
munstri kvenna.
Hér er einkum stuðst við
niðurstöður úr spurningalista-
könnun á áfengisneyslu sem gerð
var á vegum geðdeildar
Landspítalans árið 1992.
Könnunin náði til 1000 manna
úrtaks, karla og kvenna á
aldrinum 20 til 69 ára sem valið
var af handahófi úr þjóðskrá.
Svarshlutfall var 75%. Það gefur
auga leið að baksvið yngstu og
elstu kvennanna er gjörólíkt. Elstu
konurnar em fæddar um það leyti
sem bann við léttum vínum var
afnumið og bann við öðm áfengi
var enn i gildi. Yngstu konurnar
alast upp á tímum sívaxandi
áfengisneyslu sem nær hámarki
með því að bann á bjór er afnumið. Í ljósi
þessara staðreynda verður fjallað um
tengsl aldurs við áfengisneyslu kvenna.
Bindindi
í rannsóknum á áfengisneyslu hefur verið
litið á bindindi sem deyjandi lífsstíl, sem
helst er að ftnna hjá þeim sem eru síðastir
að taka þátt í þjóðfélagsbreytingum.
Bindindi hefur oft verið tengt félagslegri
stöðnun og einangrun, andstætt áfengis-
neyslu sem er talinn þátmr í lífi þeirra sem
em virkir í þjóðfélaginu. Samkvæmt þessu
er bindindi kvenna þáttur í lífsmunstri sem
er bundið af einkalífi og einkennist af tak-
mörkuðum félagslegum radíus. Þáttur
kvenna í viðhaldi og endurnýjun sam-
félagsins samrýmist heldur ekki áfengis-
neyslu.
Kannanir á áfengisneyslu kvenna hafa
leitt i Ijós að konur sem neyta ekki áfengis
er helst að finna í röðum eldri kvenna og
síst meðal ungra kvenna. Konum sem ekki
neyta áfengis fækkaði úr 26% í 8% frá
1979 til 1992. Ævilangt bindindi af
hugsjónaástæðum er því hverfandi. Hins
vegar hefur verið talað um „hið nýja bind-
indi” sem fólk temur sér vegna áforrna urn
heilbrigt líf, holla næringu og nýja lífs-
hætti (Sulkunen, 1987). Slíkt bindindi
felur stundum í sér áfengislaus tímabil
vegna heilsuverndarsjónarmiða og áhrifa
frá „heilsubylgjunni". Ofrískar konur hafa
í auknum mæli verið hvattar til að drekka
ekki áfengi á meðgöngutíma. Astæður
fyrir bindindi aðrar en hugsjónir og
heilsufarsástæður kunna að vera
fjárhagslegar, fyrri misnotkun, slæm
reynsla af áfengisneyslu annarra auk þess
sem sumar konur hafa enga ánægju af
áfengisneyslu.
Konur sem neytendur
ófengis
Mikill munur er á neysluvenjum
kvenna eftir aldri og á það einnig
við um áfengisneyslu. Eldri
konur hafa mestan hluta ævi
sinnar alist upp í samfélagi þar
sem áfengisneysla var lítil og þær
elstu muna þá tíma þegar
áfengisneysla var gerð útlæg með
banni. Yngri konur hafa kynnst
því hvernig áfengi hefur í vax-
andi mæli haldið innreið sína í
aðstæður þar sem það var ekki
talið viðeigandi fyrir nokkrum
áratugum. Eftirstríðsárin voru
rnótuð af aukinni neyslu og er
áfengisneysla þar meðtalin.
Konum í hópi áfengisneytenda
hefur Qölgað hratt vegna þess að
á sama tíma og byrjunaraldur
áfengisneytenda lækkaði voru
margar fullorðnar konur einnig
að hefja áfengisneyslu. Ný og
breytt viðhorf til áfengis hafa
leitt til þess að eldri konur byrja
að drekka áfengi þó að þær hafí
ekki gert það á sínurn yngri
árum.
Almennt séð var - og er -
sterkt áfengi vinsælla en létt vín og bjór.
Með lögleiðingu bjórsins varð breyting í
þá átt að konur minnkuðu neyslu sína á
léttu víni og sterku áfengi þegar þær fóru
að drekka bjór. Bjór varð þess vegna ekki
viðbót við heildaráfengisneyslu kvenna
eins og hann varð hjá körlum.
Afstöðu kvenna til áfengis og neyslu-
munstri í samræmi við það hefur verið
skipt í þrjár ímyndir: Hefðbundið k\’enlegt
neyslumunstur, nýtt kvenlegt neyslu-
munstur og karlmannlegt neyslumunstur.
(Jarvinen og Ólafsdóttir, 1984)
O
<Q
<s
5'
3
(D
O*
JC
O
3
C
-f
IAFENGISNEYSLIJ