Vera - 01.12.1993, Síða 17

Vera - 01.12.1993, Síða 17
^AWaVaV^VaVaVaVaVaVaVaVAVaVAVaV- Hvernig konur fara meb vín KONUR (ÁFENGISMEÐFERÐ / (juS'}) lAwu/á c/A/Mr z/crífiiw S síðustu áratugum hafa orðið mjög miklar breytingar á áfengis- neyslu kvenna. Talið er að núorðið neyti konur um íjórðungs þess áfengis sem neytt er í landinu, en fyrir tuttugu til þrjátíu árum drukku þær um tíundapart þess áfengis sem neytt var. En aukning á áfengisneyslu kvenna hefur einnig haft í för með sér fjölgun meðal kvenna sem fara í áfengis- meðferð. Arið 1974 voru konur 15% þeirra sem fóru í meðferð en hefur fjölgað síðustu ár í 25% og hefur það haldist nokkuð stöðugt. Eftir að konur fóru í auknum mæli að leita inn á meðferðarstofnanir vegna áfengisvandamála hefur ýmsum spurningum verið varpað fram, sem snerta meðferð fyrir konur með áfengisvandamál (Duckert 1989). Eiga konur að fá sérme&ferð? Aður fyiT voru íslenskar konur sem þurftu á áfengismeðferð að halda stundum sendar á kvennahæli í Noregi. I vímuefnameðferð hefur verið áhugi á sérþörfum kvenna. Þó er lítið til af rannsóknum t.d. á kynjamun í tilurð áfengisvandans eða á árangri í vímu- efnameðferð. Einnig eru flest meðferðar- úrræði hönnuð og rekin af körlum og hefur það verið talið geta beint eða óbeint leitt til þess að færri konur færu í meðferð eða næðu árangri. Erlendar rannsóknir sýna að aðeins litið brot af þeim sem fara í áfengis- meðferð eru konur þrátt fyrir að þær séu fjórðungur til þriðjungur áfengismis- notenda. Hér á landi má segja að um fjórðungur þeirra sem fer í meðferð séu konur, þannig að það virðist í nokkuð réttu hlutfalli við fjölda karla sem fara í meðferð miðað við neyslu þeirra. Sérstofnanir fyrir konur hafa ekki verið reknar hér á landi, en erlendis hafa þær verið rannsakaðar og þótt hafa bæði kosti og galla. 1 áfengismeðferð hafa konur verið minnihlutahópur og oft orðið fórnarlömb fordóma. Það sem mælir með því að konur séu út af fyrir sig er að á blönduðum stofnunum er konum gjarnan ýtt inn í hefðbundið hlutverk sem kyntákn og umönnunaraðilar karla. Sýnt hefúr verið fram á rneðal áfengis- misnotenda, að það sé algengara hjá konum en körlum, að hafa búið við áfengisvandamál í upprunaíjölskyldunni. í kjölfar áfengisneyslu í fjöl- skyldu hafa margar stúlkur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun sem börn eða unglingar. Þær hafa lokað sig frá umheiminum, liðið mjög illa og ekki samlagast öðrum börnum eða unglingum. Þær hafa síðan margar farið að drekka á unglingsárum sem leið út úr vanlíðan sinni og hafa oft orðið fyrir kynferðis- legri áreitni eða nauðg- unum. Sjálfsmynd þeirra er þá orðin mjög brotin og þær flýja i áfengi og oft í misheppnuð sambönd við karlmenn til þess að reyna að draga úr vanlíðan sinni. Þær hafa sumar farið í hjónabönd þar sem þær voru beittar harðræði og er áfengi uppreisn þeirra og deyfilyf. Slík lífsreynsla hefur oft haft rnjög neikvæð áhrif á viðhorf kvenna til karla og þegar þær koma í áfengismeðferð eiga þær oft erfitt með að fjalla urn vandamál sín og líðan innan um karlmenn. Meðferðarstofnanir með blöndun kynja veita hins vegar konunum möguleika á að vinna með viðhorf sín til karla. Kynin geta lært hvort af öðru og hægt er að hafa blandaða hópa eða kvennahópa eftir atvikum (Toneatto at al. 1992). Eiga konur að lækna konur? Konur eiga oft erfitt með að treysta körl- um, einkum ef þær hafa haft slæma reynslu af kynbræðrum þeirra. En góður karlþerapisti getur verið andsvarið við fyrri reynslu. Kona getur aftur á móti verið jákvæð fyrinnynd. 17 3 ...og vín meb konur

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.