Vera - 01.12.1993, Page 28

Vera - 01.12.1993, Page 28
og vín með ^VaV^V^VaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVaV^9 KVENRÉTTINDIOG BINDINDI Ingibjörgu H. Bjarnason fagnað sumarið 1922 BINDINDISMÁL OG KOSNINGARÉTTUR KVENNA Olafla Jóhannsdóttir var ein fárra félagskvenna Hvítabandsins sem tók þátt í opinberri umræóu um bindindismál bæði í ræðu og riti. Efnahagsleg, siðferðileg og vísindaleg rök lágu til grundvallar rök- stuðningi hennar fyrir bindindi. í málflutningi sínum tengdi Ólafía saman baráttuna fyrir kosningarétti kvenna og bindindismálin. Sumir forystumenn Góðtemplarareglunnar fóru fljótlega að dæmi hennar. Árið 1896 hélt Indriði Einarsson því fram að eitt megin tak- mark Hvítabandsins ætti að vera almennur kosningaréttur kvenna, þá fyrst væri bindindismálinu borgið. Næsta áratug urðu sífellt fleiri fylgismenn Reglunnar sannfærðir um að bannlög yrðu samþykkt ef konur fengju að kjósa. Á Stórstúkuþingi árið 1907 var samþykkt að skora á Alþingi að veita konum kosningarétt og kjörgengi til jafns við karla. Þessi opinbera yfirlýsing bindindishreyfíngarinnar um réttindabaráttu kvenna vakti athygli erlendis og dró dilk á eftir sér. Æðsti yfirmaður Alþjóðasambands Góðtemplara veitti íslendingum áminningu. Reglan hefði farið út fyrir verksvið sitt með því að álykta um svo pólitískt mál. Vióbrögð bindindismanna hér á landi við þessari umvöndun voru misjöfn. Ottó N. Þorláksson hélt því t.a.m. óhikað fram að íslendingar ættu að virða hana að vettugi. Baráttumál Reglunnar ættu sigurinn vísan ef konur hefðu kosinga- rétt. Málsvarar aukinna réttinda kvenna áttu marga stuðningsmenn innan bindindishreyfíngarinnar. Margrét Guðmundsdóttir úr ópr. handriti að sögu Hvítabandsins SAGT UM... „Skömmin, sem fylgir því að vera kona og alkóhólisti er mikil. Það er þess vegna sem konur hafa til skamms tíma komist upp með að fela drykkju sína heima og hafa getað látið öllum illum látum án þess neitt væri gert í því. Allir eru svo samstilltir í að fela vandann. Að því leyti er vandi konu, sem er alkóhólisti, annar en vandi karl- mannsins. Svo þegar kona er farin í meðferð og búin að viðurkenna að hún sé alkóhólisti kemur það oft fyrir að hún verður að fara að vera sjálfstæðari en áður, stundum reyndar vegna þess að eigin- maður eða sambýlismaður yfírgefur hana. Það er miklu algengara að eiginmaðurinn skilji við konuna ef hún er alkóhólisti en konan ef hann á í hlut. Langstærsti hluti félaganna í aðstandendasamtökunum Al-Anon eru konur. Það er því engin furða þótt konur fyllist oft kvíða og óöryggi í meðferð, þær eru ekki vanar að standa einar og eru hræddar við það. Stundum lýsir þetta sér í því að þær nota ein- hvem líkamlegan kvilla sem yfírvarp til að þurfa ekki að takast á við sjálfstæðið strax. En með því að fá stuðning annarra kvenna komast þær smátt og smátt að raun um að þær geta alveg staðið af sér erfiðleikana þótt þeim finnist þær oft einar. Margar sækja AA-fúndi, sem em sérstaklega ætlaðir konum, og fá stuðning af þeim en fara síðan að mæta á blandaða fundi. Margar halda þó jafnframt áfram að sækja kvennafundina.“ Helga Ásgeirsdóttir, starfsmaður á sjúkravaktinni á Vogi í Móðir - Kona - Alki, SÁÁ-blaðið, 2.tbl. 4. árg. des. 1987.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.