Vera - 01.12.1993, Síða 31
VaVíV^VíVíV-VíVaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVAWaVaVA/;Va\!
jafnframt að strjúka á sér kviðinn til að
lina kvalimar. Fyrr en varir liggja níu karl-
menn á gólfínu, konan gefur merki um að
hríðin sé hafin, og samstundis fara þeir að
anda djúpt, stynja og nudda í sífellu á sér
kviðinn. Við hlið þeirra krjúpum við
eiginkonurnar og hvíslum að þeim
hughreystingarorðum: „Svona já, duglegur
strákur, bráðum líður verkurinn hjá, þú
getur þetta.” Svo strjúkum við þeim um
bakið, eða kollinn, eða lærið, og segjum
þeim að bráðum verði þeir stórir pabbar.
Allir tóku æfmguna hátíðlega og virt-
ust lifa sig fullkomlega inn í hana, nema
ég, því nú brást mér bogalistin. Ég engdist
um af hlátri allan tímann og smitaði auð-
vitað manninn minn, sem gat ekki stillt sig
urn að flissa. Kennarinn gaf okkur haturs-
augnaráð, því við vorurn eina fólkið, sem
ekki gat lifað sig inn í að karlmennirnir
væru að því kornnir að fæða. „Hríðin er
gengin yfir,” gall loks í henni, og við það
andvörpuðu karlarnir og stóðu á fætur. Við
hröðuðum okkur út. „Niðurlæging mín
hefur aldrei verið meiri,” sagði maðurinn
minn þegar við komum fram á ganginn.
„Ég fer aldrei aftur með þér í svona tima.”
Tvisvar í viku mæti ég í þrekæfmgar. Hér í
landi er barnshafandi konum ráðlagt að
sækja slíka tíma svo þær verði vel á sig
komnar líkamlega þegar að fæðingunni
kemur. Þjálfarinn setur okkur fyrir æfingar
á alls konar tækjum, eftir getu hverrar og
einnar, og fylgist með hjartslætti bamsins
bæði fyrir og eftir átökin.
Mér finnst lika hughreystandi að hitta
þarna konur, sem eru eins á sig komnar og
ég, og uppgötva að ég er ekki sú eina sem
meðgangan hefur gert gleymna, viðutan,
gersneydda allri skipulagsgáfu og fram-
takssemi, kærulausa úr hófi fram og eilíft
að sálast úr hita þegar aðrir skjálfa. Svo
ræðum við spurninguna stóra, sem verður
æ mikilvægari eftir því sem á líður, ekki
„To be or not to be,” heldur „pappírs- eða
Valgerður og „sá Iitli“ sem heitir Ragnheiður Þóra
taubleiur, that is the question”.
Nú eru þær stöllur mínar farnar að
spyrja mig hvort ég sé ekki búin að inn-
rétta bamaherbergi. Þeim er það óskiljan-
legt að við skulum ætla að láta bamið sofa
í sama herbergi og við, því hérlendis þykir
það fásinna. Þá þykir víst að barnið verði
ósjálfstæður vesalingur og þar að auki
muni það koma í veg fyrir að foreldrarnir
eigi nokkurt einkalíf. Ég velti þessari speki
fyrir mér og hugsa með mér: „Það er
mesta furða að við íslendingar skulum
vera sjálfstæð þjóð fyrst ekkert okkar fékk
einkaherbergi daginn sem við fæddumst.”
Þótt enn séu tveir mánuðir til stefnu er ég
farin að svipast um eftir bamafötum. Þær
stöllur mínar í leikfiminni eru orðlausar
yfir því að ég skuli ekki löngu vera búin
að kaupa flíkur, rúm, kerru og bilstól
handa baminu, því hér eru konur ekki fyrr
búnar að uppgötva að þær eigi von á barni
en innkaupin heijast. Enn erfiðara áttu þær
mcð að skilja að ég skyldi engum segja að
ég væri bamshafandi fyrr en ég var komin
rúmlega fjóra mánuði á leið. Hér þykir
sjálfsagt að segja öllum fréttirnar
samdægurs og helst fyrirfram, eins og
amerískar vinkonur mínar hafa gert með
því að tilkynna mér að þær hafi hugsað sér
að verða ófrískar eftir svo og svo marga
mánuði.
En ég var að tala urn að ég væri að
svipast um eftir bamafötum. Það er ekki
hlaupið að þvi að fá bómullarföt handa
ungbörnum hér um slóðir, því hér er til
siðs að sveipa bömin í pólíester þegar þau
koma í heiminn. Svitabað er vitaskuld
tryggt við minnstu átök, en Kaninn hefur
ekki áhyggjur af því. Hann hefur áhyggjur
af öðru, eins og ég fann út um daginn.
í leit minni að barnafötum tók ég
fljótlega eftir því að á hverri einustu
bómullarflík var stærðar viðvörun:
„Eldfimt. Ekki ætlað sem náttföt.” í fyrstu
skildi ég þetta ekki og spurði afgreiðslu-
stúlkuna hverju sætti. „Jú,” segir hún, „ef
það kviknar í húsinu fuðra börnin upp í
svona fötum. Pólíester sviðnar hins vegar
bara svo börnin eiga meiri von um að
komast af.” Mér varð orðfall. „Já, hvemig
læt ég,” segi ég loks, eins og mnnið hafi
upp fyrir mér ljós. „Auðvitað er hætta á að
það kvikni i bömunum. Þau gætu náttúr-
lega farið reykjandi í rúmið og sofnað út
frá sígarettunni.” Ég sá að konan var
hlessa á ósvífni minni, svo ég forðaði mér
út með eldfim náttföt í poka.
Nú byrjar sparkið aftur. Honum finnst lík-
lega nóg um hvað hann á ábyrgðarlausa
móður. Litli anginn er auðvitað orðinn
hræddur. Hann sér fram á að faðirinn muni
ekki sýna komu hans nægan skilning,
a.m.k. ekki anda í takt við móðurina þegar
á ríður. Svo sýnist honum ósjálfstæði sitt
yfirvofandi fyrst enginn hefur innréttað
handa honum einkaherbergi. Og til að
bæta gráu ofan á svart á að láta hann sofa í
eldfimum fötum. Hver sparkar ekki í
angist af minna tilefni?
Höfundur er heimavinnandi húsmóðir í
Bandaríkjunum
Við erum komin í hlýlegan jólabúning.
Jólaskraut og skreytingarefni í miklu úrvali.
Blóm við öll taskifasri.
BhQmnLmmmi
Vesturgötu 4 -101 Reykjavlk
Sími622707
31