Vera - 01.12.1993, Side 33

Vera - 01.12.1993, Side 33
 í nýlegum kvikmyndum er óspart gælt við ímynd .Jiættulegu' konunnar, sem yfirleitt leiðir dauða og tortímingu yfir karl- kyns mótherja sína, enda svífast þær einskis þegar kemur að því að nota mátt holdsins til að fá karlinn til að breyta eins og þær vilja (sjá t.d. Hættuleg kynni (Fatal Attraction), Ognareðli (Basic Instinct), Sióleysi (Damage)). Það er ekkert nýtt við þessa kven- ímynd. Hún hefur stungið upp kollinum í ýmsum myndum í aldanna rás og verið notuð sem yfirskyn til að ofsækja, pynda og brenna konur. Konur hafa verið sýndar sem hýenur sem fá aldrei nóg af kynlífi, kjöti og blóði. Einkenni konunnar, kynverunnar, er því eyðileggingamáttur og dómgreindarleysi. Susan Bordo hefur bent á að þessi kvenímynd njóti mestra vinsælda á tímum þegar konur kreíjast valda og sjálfstæðis. Því til staðfestingar sýnir hún fram á að nítjánda öldin, sem var mikill uppgangstími í kvennabaráttunni, var öld vampíra og morðkvenna. Kynhvötin þótti svo hættuleg að læknavísindin gerðu hana að sérstöku við- fangsefni sínu. Gekk það svo langt að mælt var með blóðsug- um á leg, ljarlægingu sníps og eggjastokka til að ráða bót á ofvirkri kynhvöt, sjálfsffóun og ofáti. Mér sýnist að enn á ný sé verið að reyna að stjórna konum í gegnum kynhegðun þeirra. Skírlífa meyjan, sem átti að vera fyrirmynd ungra stúlkna þegar mamma var ung, er komin úr tísku, og ekki vert að gráta hana. Það má hins vegar deila um það hvort Harðsnúna Hanna sem nú leikur á alls oddi sé nokkuð betri kostur Tímaritið Cosmopolitan íjallaði um þetta nýlega (júní 1993) og tengdi vinsældii þessarar kvenímyndar við háa tíðni þungana hjá unglingsstúlkum í Bretlandi. Að lifa kynlífi jafngildir því að verða fullorðin. A sama tíma og það er hallærislegt að vera hrein mey, er kynfræðsla saina og engin. Bakslag Núverandi vinsældir þessarar kvenímyndar má e.t.v. túlka með bakslaginu sem Susan Faludi skrifaði um og Vera íjallaði um í apríl sl. Völd og áhrif kvenna eru alfarið túlkuð út frá kynferðislegum samskiptum þeirra við karla. Konur eru smættaðar niður í kynfæri sín og völd þeirra færð úr samfélaginu og inn í svefn- herbergið. Það fylgir í kjölfarið að áhrif kvenna eru bundin við það að líkami og fas séu af því tagi að þeir veki gimd hjá körl- um. Þetta sést hvað best á því að konur fá ekki að þjóna sem fýrirmyndir um kyn- þokka nema líkamar þeirra séu rétt mótaðir. Það er skoðun mín að kvenfrelsi miði hægt meðan ekki er hægt að komast úr þeim viðjum, að fjalla um konur og karla sem and- stæður. Fyrir mér felst kven- frelsi hvorki í því að verða eins og „karl” með áhuga á óvirkum, hlutgerðum kyn- táknum, né í því að uppgötva mitt „innra” (?) eðli í gegn- um bameignir eða áhrif mín á liitt kynið. Kvenfrelsi tel ég felast í virðingu og viðurkenningu fyrir þeim ýmsu leiðum sem konur leita hamingjunnar eftir. Við konur þurfum að íylgjast með því og varast það að vera dregnar í dilka og eyrnamerktar sem einungis kynverur. Við þurfum fullnægingu á okkar eigin andlegu og líkamlegu fors- endum. I von um að við séum allar um það bil að fá „það”. Höfundur stundar dok- torsnám í sálarfræði við London School of Economics and Political Science (LSE) í Lundúnum. TILVITNANIR Bordo, Susan (1988). Anorexia Nervosa: Psychopathology as the Crystallization of Culture. 1 Feminism and Foucault: Rejlections on Resistance (ritstj.) lrene Diamond og Lee Quinby. Boston: Northeastern University Press. Paglia, Camille (1990). Sexual Personae: Art and Decadence from Nefertiti to Emily Dickinson. London og New Haven: Yale University Press. Myndskreyting: Kristín Ragna 33

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.