Vera - 01.12.1993, Síða 47
valdið færði einkafyrirtæki starfsemina á
silfurfati. Hvað hafa konurnar í verka-
lýðshreyfingunni sagt unt þá launalækkun
þegar vinna kvennanna var aukin og
vinnutíminn styttur? Kvennalistakonur
hafa marglýst sinni skoðun, bæði á
Alþingi og úti í þjóðfélaginu.
A hverju ári bjóðast verka-
lýðshreyfingunni mörg tækifæri til að
vekja athygli á launamun kynjanna og
launum þeirra karla og kvenna sem eru
undir framfærslumörkum. En af ástæðu
sem ég kem ekki auga á lætur hreyfmgin
tækifærin sér of oft úr greipum ganga. í
þessu sambandi er hentugt að minnast á
jeppann sem Jón Sigurðsson ætlaði að láta
skattgreiðendur borga, en hann einn ætlaði
að keyra. Kaupverð jeppans er u.þ.b. 5 til
6 árslaun verkakvenna. Jeppinn er ekki
afmarkað dæmi í íslensku samfélagi held-
ur hluti veruleikans. Þess veruleika sem
Kvennalistinn hefur ítrekað reynt að fá
fólk til að sjá: Veruleikann um hve auð
þessa þjóðfélags er misskipt milli þegn-
anna. Stjórnarandstaðan, með Guðrúnu
Helgadóttur í fararbroddi, hélt umræðunni
um bílaflota Seðlabankans gangandi um
hríð. Enda er það hlutverk stjórnarand-
stöðu að veita ríkisvaldinu aðhald. En
verkalýðshreyfingin átti einnig að láta í sér
heyra og setja bruðlið i Seðlabankanum í
Á hverju ári bjóðast
verkalý&shreyfingunni mörg
tækifæri til að vekja athygli á
launamun kynjanna og launum
þeirra karla og kvenna sem eru
undir framfærslumörkum. En af
ástæöu sem ég kem ekki auga
á lætur hreyfingin tækifærin sér
of oft úr greipum ganga.
samhengi við niðurskurðinn á launum
láglaunafólks. Verkalýðsforystan á ekki að
liggja í dvala milli þess sem hún sest að
samningaborði.
Tilvitnunin hér að framan í orð
Hansínu um fæðingarorlof og rétt kvenna
til að vera heima hjá veikum börnum
sínum er einkar athyglisverð í augum
þeirra kvenna sem eiga ekki böm. Hvernig
réttlætir Hansína þessa „kjarabót” fyrir
þeim? I annan stað er þetta dæmi
athyglisvert sem svar við athugasemdum
Kvennalistans um að laun kvenna séu 60%
af launum karla því fæðingarorlof og réttur
til að vera heima hjá sér er réttur en ekki
laun.
Eg hef reynt að átta mig á því hvers
vegna konurnar þrjár brugðust svo
einkennilega við ályktun okkar sem sátum
landsfund Kvennalistans en hef ekki
komið auga á aðra skýringu en þá að þær
skammist sin fyrir lélega frammistöðu, og
það skil ég vel í ljósi þess sem að framan
segir. En hverju má búast við af konum
sem efna til fundar til að mótmæla ályktun
landsfundarins? Fundarboðendum hefur
bersýnilega sést yfir það að með því að
mótmæla ályktuninni er verið að segja að
það sem í henni stendur sé ekki rétt. Þvi
hljótum við landsfúndarfulltrúar að spyrja:
Hvað af því sem við sögðum er ekki rétt?
Er það rangt að í lok ágúst sl. hafi 2.700
konur verið atvinnulausar, að í sumar hafi
atvinnuleysi nteðal kvenna aukist um 19%,
að af einum milljarði sem ætlaður er til
atvinnusköpunar í tengslum við gerð
kjarasamninga fá karlar rúmar 900
milljónir en konur 80 milljónir eða að
kaupmáttur hafi rýmað um 20% frá árinu
1988?
Að lokum spyr ég: Hver græðir á mót-
mælum kvennanna þriggja? Konur, lág-
launafólk? Nei, örugglega ekki! Líklegast
þykir mér að það séu karlar og ekki yrði
ég hissa þótt sumum þeirra sé nú skemmt.
Höfúndur er opinber starfsmaður.