Vera - 01.05.1995, Qupperneq 4

Vera - 01.05.1995, Qupperneq 4
^thafnakonur ATHAFNAKONUR í AUGLÝSINGAGERÐ Ég tek lyftuna upp á fimmtu hæö. Lyftan opnast og ég stíg út. Tvö, þrjú skref til hægri og nem staðar í dyragættinni. Við mér blasir sólríkur salur í óeiginlegri merkingu þó, gulmálaður, og það er hátt til lofts. Lágreistir veggir, sem marka hverjum og einum sitt vinnusvæði, koma ekki í veg fyrir að hér sé einnig vítt til veggja. Á vinstri hönd er risastór spegill í gylltum flúruöum ramma, í stíl Loövíks fjórtánda, en mér á hægri hönd er píanó. Glæsilegur inngangur. Þetta er Grafít. Auglýs- ingastofa. Ekkert stál og gler hér, miklu frekar blúndur og flúr. Það er greinilegt aö hér ráða konur einhverju og það kemur í Ijós að af fimm eigendum Grafíts eru þrjár konur. erum hagsýnar húsmæður og varkárari en strákamir." „En þetta ergóö blanda,“ segir Halla Helga- dóttir, „strákarnir eru framsæknari en við, þeir vilja helst fá ný tæki um leið og þau koma á markaöinn, við erum rólegri og höldum aftur af okkur, þannig að viö leggjum ekki í neinar fjár- festingar nema að vel hugsuðu máli. En þróunin í tækninni er mjög hröð og aö því leyti er þessi bransi erfiðari en hann var fýrir tíu árum eða svo." Þær Halla, sem er grafískur hönnuður, Anna Svava og Hilmar Sigurðsson rifu sig upp af íslensku auglýsingastofunni þar sem þau störfuðu áður, fengu Finn Malmquist, sem þá fræðingunum var fengin stjórnin, boðleiðirnar urðu því ansi langar og það hafði í för með sér alls konar misskilning. Þannig var maöur oft að gera eitthvaö sem viöskiptavinurinn haföi alls ekki beðið um. Grafít er allt öðru vísi fyrirtæki, þetta er grasrótarhreyfing," heldur hún áfram og hlær, „hér er enginn framkvæmdastjóri og við tökum allar ákvaröanir í sameiningu. Oft nægir aö við tölum um hlutina tvö og tvö en þegar mikiö liggur við hoppum við öll inn í eldhús og ræðum málin og það má segja aö viö ræöum okkur fram til niðurstööu." „Við erum fimm eigendur hér og enginn sér- stakurfókus á konurnar," segir Anna Sigríður. „Það kemur þó oft fyrir að karlkyns viðskipta- GRAFÍT ER GRASRÓTARHREYFIAG F.v. Anna Svava, Halla og Anna Sigríöur. „Strákarnir voru soldiö hræddir um aö þaö yröi alltof kellingalegt hérna, með allar þessar blúndur, en þeir sætta sig við þetta á meðan þeir þurfa ekki að hafa þær inni hjá sér," segir Anna Sigríöur Guömundsdóttir þegar ég minnist á útlitið. Innréttingar og húsgögn vekja óneit- anlega athygli, þau eru greinilega ekki keypt í rándýrri húsgagnaverslun og koma soldið á óvart í fyrstu. Þau hófu reksturinn mjög skyn- samlega, keyptu húsgögn í Borgarsölunni, mál- uðu þau og innréttuðu húsnæðið sjálf. „Viö byrjuðum með tvær tölvur, Hilmar átti eina og mamma hennar Höllu hina," segir Anna Svava Sverrisdóttir, „ogfólkfurðaði sigá því aö við ætluðum ekki að tæknivæöast. En þaö má segja að við höfum veriö aö tæknivæðast síðan ‘92 og það hefur stundum orðið smá titringur f kringum fjárfestingarnar sem því fylgja, þvf við var hjá Góðu fólki, til liðs við sig og saman stofnuðu þau auglýsingastofuna Grafít. Anna Sigríður starfaði áfram hjá íslensku auglýsinga- stofunni en þegar Grafít vantaöi fastan texta- gerðarmann tveimur árum seinna ákvaö hún að slást f hópinn. Grafít, sem var stofnuö haustiö 1990, á fimm ára starfsafmæli í haust og þá verður væntanlega tekið í píanóið! „Ástæðan fyrir þvf að við stofnuðum Grafít var aðallega sú að við vildum öðruvfsi vinnu- brögð en þau sem tíðkuöust þar sem við vorum áöur," segir Anna Svava. „Þetta var um það leyti sem „markaðsfræð- ingasprengingin" varð," segir Halla, „og íslenska auglýsingastofan átti að verða eitt allsherjar markaðsfyrirtæki. Þar með var teikn- urunum ýtt inn á teiknistofuna og við misstum alveg tengslin við viöskiptavinina. Markaðs- vinir vilja frekar tala við strákana og stundum er hringt og spurt hvort enginn sé við þótt við séum hér allar þrjár", segir Anna Svava. „Við erum ekkert að streitast neitt sérstak- lega á móti þessu," segir Halla, „okkur finnst þetta bara fyndið, en þaö er undarlegt að sum- um finnst þeir þurfa að snúa sér til strákanna ef um einhverja ákvarðanatöku er að ræða." Þær segja aö markmiðið með starfseminni sé að stunda hágæðahönnun og geta jafnframt haft lifibrauðið af því. „Þetta er skapandi og skemmtileg vinna," segir Anna Sigríöur, „við leggjum sál okkar í hönnun og hugmyndavinnu og það er engin til- viljun hvað kemur út úr okkar starfi. Við byrjuð- um meö vilyrði fyrir einum viðskiptavini, hann er hér enn og fleiri hafa bæst í hópinn. Þeir þurfa náttúrlega alls konar vinnu, sumt krefst minni hugmyndavinnu og minni hönnunar en annað, en við leggjum áherslu á að vanda alla okkar vinnu þannig að það sé góöur heildarsvipur á öllu sem viðskiptavinurinn fær frá okkur." Anna Sigríður segir að þær hafi lært mikið og þroskast með fyrirtækinu og nú séu þær ekki eins helteknar og þreytandi á heimili og þær voru fyrst í stað. Anna Svava og Halla hafa örlítið samviskubit yfir fæðingarorlofunum sín- um, Anna Svava hefur farið í tvígang og Halla einu sinni. „Það er náttúrlega ákveðiö vandamál að fólk á okkar aldri er aö eignast börn," segir Halla. „Þaö er ekki tekið mikið tillit til þess í þjóðfélaginu en við reynum að taka jákvætt á því hér. Enda tel ég að forsenda þess aö reka fyrirtæki og vera ánægöur hljóti að vera sú að eiga sér eitthvert líf fyrir utan fyrirtækið." Sonja B. Jonsdottir

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.