Vera - 01.05.1995, Page 28
Idkskólamál
Fjórum vikum fyrir síöustu borgarstjórnarkoso
ingar var fariö aö greiöa fólki 6000 krónur á
mánuöi fyrir aö nýta ekki leikskólarými fyrir
börn sín, en viö þaö styttist biölistinn hjá Dag-
vist barna í Reykjavík nokkuö. Þessum greiösl-
um lofaöi Sjálfstæöisflokkurinn í kosningabar-
áttunni fyrir borgarstjórnarkosningarnar áriö
1990. Loforöiö var efnt fjórum árum síöar - rétt
fyrir síöustu borgarstjómarkosningar. 6000
krónurnar runnu þó ekki óskiptar í vasa heima-
vinnandi fólks, 40% af þeim fóru beint til ríkis-
ins, því greiöslurnar voru skattlagöar og for-
eldrarnir héldu eftir 3.600 krónum.
arstjórn ekki verjandi að taka 12-15 milljónir af
því fé sem ætlað er til dagvistarmála og setja
þær beint í ríkissjóð, en það er sú upphæð sem
40% skattgreiðslan nemur. Árni bendir á að stór
hópur þeirra sem hafa fengið þessa greiðslu
í lögum um leikskóla segir
aö öll börn skuli eiga rétt á
leikskólavist frá því aö fæö-
ingarorlofi foreldra lýkur
Þó 3.600 krónur skipti litlu máli fyrir þá efna-
meiri geta þær skipt heilmiklu máli fýrir þá sem
lifa undir fátæktarmörkum og því miður hefur sá
hópur fariö vaxandi á undanförnum árum. Það
er þó alltaf spurning hver á að greiöa þessar
krónur og í þessu tilfelli eru það börnin sem hafa
greitt þær. Þó ekki hvaöa börn sem er heldur
börn þeirra sem búa við svo slæm kjör að þeir
geta ekki veitt börnum sínum þá menntun sem
flest börn fá nú orðið í leikskólum landsins og
býr þau undir frekari skólagöngu.
Þessum greiðslum hefur nú verið hætt en að
sögn Árna Þórs Sigurðssonarformanns Dagvist-
ar barna í Reykjavík þykir meirihlutanum í borg-
hafi varið henni til að greiða niður dagmæðra-
gjöld, en þann 1. september n.k. verðurfarið aö
greiða niöur dagmæðragjöld fyrir öll börn frá því
að fæðingarorlofi lýkur og til fimm ára aldurs.
Árni segir aö samkvæmt lögum sé þaö for-
gangsverkefni sveitarfélaga að útvega dag-
vistarrými, með leikskólum og niðurgreiddum
rýmum hjá dagmæörum. Það sé ekki hlutverk
sveitarfélaga aö greiöa fólki fýrir aö vera heima.
Sveitarfélögunum beri að nota þetta fjármagn til
að bæta stöðu dagmæðra með auknum niður-
greiðslum á þeirra gjöldum, auk þess sem nú sé
veriö að ræða möguleika á að stuðla að auknu
samstarfi dagmæöra meö því m.a. að útvega
þeim aðstöðu þar sem þærgeti hist með börnin.
Hann segir að meö auknum niðurgreiöslum
til dagmæðra muni eftirlit með þeim aukast og
batna þar sem einungis verði greitt til þeirra dag-
mæðra sem hafa leyfi og með þeim þarnafjölda
sem leyfilegur er.
Árni segir að þaö muni taka mörg ár aö gefa
öllum börnum kost á leikskóladvöl því Sjálf-
stæðisflokkurinn skildi eftir sig langan biðlista.
Hann sér fram á að með því að verja 450 millj-
ónum á ári til uppbyggingar leikskóla, eins og
byrjað var á núna, ætti að reynast unnt að upp-
fýlla lög um leikskóla í kringum næstu aldamót,
en í þeim lögum segir að öll börn skuli eiga rétt
á leikskólavist frá því aö fæðingarorlofi foreldra
lýkur.
Á meðan konur hafa einungis 70% af launum
karla er hætt við því aö þegar farið er að greiða
fólki fýrir að vera heima, og dagvistargjöldin eru
nokkuö há, þyki sjálfsagt mál aö konan kveðji at-
vinnulífið og karlinn fari út til aö sækja 100%
launin. Mismunandi kjör 100% mannanna eru
þó slík að ekki geta öll heimili leyft sér að sleppa
alveg 70% laununum. Því er hætt við aö þaö séu
frekast tveir hópar kvenna sem sitja eftir heima,
annars vegar þær sem eiga karla sem hafa
þokkaleg laun og hins vegar tekjulágar eða at-
vinnulausar konur sem eiga menn í sömu stöðu
og/eöa mörg börn. Því hlýtur sú spurning að
vakna hvort ekki sé kominn tími til aö tekju-
tengja leikskólagjöldin eða reyna að finna ein-
hverjar leiöir til þess að öll börn - líka fátæku
börnin - fái aö njóta þess að vera í leikskóla.
Árni sagði að þessi mál hafi vissulega komið til
umræðu en þetta sé stórt mál í útfærslu og
skoða verði þæði kosti og galla á slíku kerfi.
Hann sagði einnig að komið hefði til umræöu að
veita atvinnulausu fólki afslátt eða niðurfellingu
á leikskólagjöldunum en slíkar lausnir væru enn
á umræðustigi. Hann benti loks á aö á undan-
förnum árum hefði hagur barnafjölskyldna
versnað mjög með alls kyns skattbreytingum,
þjónustugjöldum og skertum barnabótum og því
hlyti þaö að vera verkefni ríkisins aö skila barna-
fjölskyldunum aftur þvf sem tekiö hefur veriö af
þeim - þaö væri ekki verkefni sveitarfélaga að
bæta kjaraskeröingar ríkisstjórnarinnar.
Sonja B. Jónsdóttir