Vera - 01.05.1995, Síða 36

Vera - 01.05.1995, Síða 36
^mnesiy förnum einum til tveimur áratugum. Það séu einkum slíkar hreyfing- ar sem láti sig málefni kvenna einhverju varða og safni upplýsingum um mannréttindabrot. Konum hefur einnig fjölgað innan Amnesty og láta nú mikið að sér kveða. Þá styrkir það einnig röksemdir kvenna innan Amnesty að árið 1993 samþykkti mannréttindaráðstefna Sam- einuðu þjóðanna að útrýma ofbeldisverkum á hendur konum. Sú klá- súla var reyndar ekki með í undirþúningi ráðstefnunnar, en fyrir sam- hent tilstilli kvennasamtaka árin og mánuðina á undan tókst að tryggja samþykkt hennar. í nýútkomnum bæklingi og riti benda samtökin á að í heimstyrjöld- inni fyrri hafi óbreyttir borgarar aðeins verið fimm prósent þeirra sem féllu. I heimstyrjöldinni síðari voru óbreyttir borgarar um helmingur þeirrra sem létust. Nú er hins vegar svo komið að herir striðandi fylk- inga ráðast einna helst gegn óbreyttum borgurum „óvinaliðsins". Konur og börn eru sérstök skotmörk. Yfir 80 prósent allra flótta- manna I heiminum eru konur og börn. Konur á flótta eru auðveld bráð Ijárglæframanna, hermdarverkamanna, smyglara og öryggissveita. Mörg dæmi eru um að landamæraverðir kippi til sín konum og ung- um stúlkum úr hópi flóttamanna og „gamni sér“ meö þærjafnvel svo „Framákonur ■ íslensku þjóðlífi geta haft mjög mikil áhrif á al- þjóöavettvangi. Forseti ykkar nýtur mikiliar athygli á alþjóóa- vettvangi og hún er í sérstaklega sterkri aðstöðu til að hjálpa meðsystrum sínum sem eiga um sárt að binda vegna mann- réttindabrota. Samstaða kvenna í þessum málum skiptir máli, það fáum við hjá samtökunum daglega að heyra.“ Þær sem hér tala eru Mary Robinson og Anita Tyssen en báðar komu hingað til lands um miðjan marsmánuö til að sitja framkvæmda- stjórafund Amnesty International. Mary er ein af aðstoðarfram- kvæmdastjórum samtakanna og Anita blaðafulltrúi. Samtökin hafa á þessu ári beint sjónum að mannréttindabrotum gegn konum og er með því að nýta sér þá athygli sem málefni kvenna munu væntan- lega fá vegna kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóöanna í Peking í haust. Reyndar hefur áhugi innan samtakanna á þessum málum vax- ið mjög I seinni tíð. Vera spyr hvers vegna. „Segja má að það komi I kjölfar aukinnar þekkingar á mannrétt- indabrotum í garð kvenna," segir Anita. Mary bendir á að í mörgum löndum heims hafi kvennahreyfingum vaxið fiskur um hrygg á undan- Flóttamenn frá Bosníu-Herzegóvlníu koma til Króatíu. Hundruö þúsunda óbreyttra borgara hafa flúló stríósátökin á landsvæóum fyrrum Júgóslavíu og eru konur og börn þar í meirihluta eins og alls staöar í hópum flóttamanna. Konur sem mannrétt- indl eru brotln á hafa fá tækifæri til frlöar, framfara og jafnréttls - en þetta veröa meginvlðfangsefnl kvennaráöstefnu Sameinuöu þjóöanna í Peklng. Mary Robinson og Anita Tyssen. Ljósm. bára

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.