Vera - 01.05.1995, Síða 42

Vera - 01.05.1995, Síða 42
síöu dams 2. Framkoma Gunnars gagnvart Hallgerði er sögð óafsakanleg og örlög hans því verðskulduð. Alla tíö sýndi Gunnar Hallgeröi mikla þolinmæöi þrátt fyrir skapofsa hennar. Oftsinnis hvatti hún hann til víga en hann lét ekki egna sig. Þegar Bergþóra biöur Hallgeröi aö víkja úr besta sætinu, þá kýs Gunnar frekar að fara heim að Hlíöarenda en gera stórmál úr frekjunni í Bergþóru. Hallgerður lét drepa alls þrjá menn tengda Bergþóru og reyndi mjög að stofna til illinda milli bæjanna. Gunnar greiddi sektirnar fyrir vígin og ekki er þess getið að hann álasaði Hallgeröi. Hallgeröur sendi þrælinn Melkólf til aö ræna mat í Vorsabæ. Þennan mat bar hún á borö fyrir Gunnar ogfjölda annarra. Er hann spuröi hvaðan maturinn væri fenginn, kvaö hún þaö ekki koma honum við. Þá reiddist Gunnar og sló hana. Enn og aftur skal tekið fram aö líkamlegt ofbeldi verður aldrei réttlætanlegt. En svo má brýna deigt járn aö bíti. Skapstill- ingarmaðurinn Gunnar hefur sennilega fengiö meira en nóg í þetta sinn. Því má snúa staðhæfingunni viö. Framkoma Hallgerðar gagnvart Gunnari var óafsakanleg. Öðruvísi mér áður brú. Nú er Hallgeröur langbrók oröin aö femínista. Flestir eru nú sótraftar á sjó dregnir kvennabaráttunni til stuðnings. En að seilast jafn langt aftur ogtil daga Njáls og Gunnars, draga þarfram hina merku Hallgeröi oggera úr henni femínista með jafn fáránlegum rökum og rangfærslum og Kolfinna Baldvinsdóttir, er málstað femínista lítt til sóma. „Söguskýr- ingar" hennar í síöasta tbl. Veru, mars 1995, gætu hafa komið fram í efsta bekk grunnskóla og fengið einkunn við hæfi. Ef íslenskir femínistar ætla sér aö taka fornsögurnar fyrir meö þessum hætti, má krefjast þess sem réttlætismáls aö rétt sé farið meö. Lítum á fmð sem rangt er farið með. 1. Hallgerður drap ekki þrjá eiginmenn. Hún var gegn vilja sínum gefin þeim fýrsta og hann var vondur viö hana. Þjóstólfur þræll Hallgeröar og meintur elskhugi tók aö sér aö stytta mannkertinu aldur. Sjálfvildi Hallgeröur giftast Glúmi, eiginmanni númer tvö. Hann var henni góður og eftirlátur, sennilega mjúkur maöur ef út f þaö fer. Hann reiöist Hallgerði og danglar til hennar, sem er alls ekki fallegt. Hún elskar hann þaö mikið aö vilja fyrirgefa en Þjóstólfur styttir honum aldur þvert gegn vilja Hallgerðar. Hallgerður kemur því síðan þannig fýrir aö Hrútur drepur Þjóstólf. 3. Hinn frægi löðrungur kemur vegna þjófnaðarins í Vorsabæ en tengist öngvan veginn deilum Bergþóru og Hallgerðar. 4. „Hallgerðunum fer sífellt fjölgandi og þær láta ekki kalla sig frekjur, þær eru femínistar." Sé þaö einkenni femínista, skv. ofangreindri staðhæfingu KB, aö koma illu af stað meöal fólks, stuöla að manndrápum og innbrotum, þá þurfa ungar, reiðar konur aö fara að lesa aftur bækurnar sínar og taka til í skoöanaskápnum. Þaö er nær að skoöa hvernig farið er meö góðu mennina í Njálssögu. Ljúfmenniö Glúmur er veginn af Þjóstólfi. Skapstillingarmaöurinn Gunnar má þola gegndarlausa frekju og yfir- gang konu sinnar, þar til upp úr sýöur. Hvernig skyldi sögutúlkun femínista hafa oröiö ef Hallgeröur heföi mátt þola frekju og yfirgang Gunnars ár eftir ár? Hvaö hefðu femínistar sagt, ef Hallgerður hefði að lokum fengiö nóg og bariö mann sinn? Og í staðinn heföi Gunnar komið henni fýrir kattarnef. Er hugsanlegt aö þá heföi komiö annað hljóö úr kvenrembu- strokknum? Er ekki kominn tími til aö rífa bjálkann út úr auganu og fara aö tala af alvöru? Gísli Ásgeirs8on, kennuri

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.