Vera - 01.05.1995, Side 44

Vera - 01.05.1995, Side 44
lík mi og sál VORIÐ ER KOMIÐ OG GRUNDIRNAR GRÓA.. Nú eru dásamlegu nýju íslensku tómatarnir komn- ir í búðimar og tími salatanna og léttu málttðanna runninn upp, a.m.k. á mínu heimili því ég er svo lít- ið gefin tyrir útlensktgrænmeti og bíð alltaf eftir því að stjómvöld lækki raforkuverðið til garðyrkju- bænda svo þeirgeti veriö meðjafna oggóða upp- skeru allt árið um kring. Við rákumst á þetta gimi- lega tómatsalat í bókinni Grænmetisréttir af gnægtaboröi jarðar, sem Mál og menning gaf út í fyrra. Þetta salat nefnist Caþrese uþp á ítölsku því það er ættað frá eynni Caprí. Höfundur bókarinnar segir að þetta sé mjög góður forréttur og ef í það sé notaö alveg nýtt hráefni og jómfrúrolía af góðri tegund, safarikur mozzarelluostur úr vísundamjólk og ný basilíka, þá verði þaö lengi í minnum haft! Hann segir aö tómatamir eigi aö vera þroskaöir kjöttómatar, hvaö sem þaö nú er, en viö notum að sjálfsögðu okkar frábæru nýju íslensku tómata og mozzarelluostinn sem framleiddur er hér á landi úr mjólkinni úr okkar ágætu íslensku beljum. HANDA FJÓRUM 4 þroskaðir tómatar 125 g mozzarelluostur 12 ný basilíkublöö, söxuö í mjóar ræmur 4 msk ólífuolía, jómfrúrolía af bestu tegund 1 msk hvítvínsedik 1 tsk þurrkuö bergminta (órigan) salt og nýmalaöur svartur pipar Skerið tómatana í þykkar sneiðar og raöið þeim á fat eða Ijóra diska. Skerið ostinn í 5 mm þykkar sneiöar og raöið þeim ofan á tómatana. Setjið tvo þriöju af basilíkunni, ólífuolíuna, vínedikið, berg- mintuna ásamt salti og þiþar eins og hæfilegt þykir í glas með þéttu skrúfuöu loki og hristiö vel. Helliö sósunni út á salatið. Stráið því sem eftir er af basi- líkunni ofan á salatið þegar á að bera það fram. Þetta salat er gott meö ítölsku heilhveitibrauði með stökkri skorpu eða kringlóttu ólífubrauði, seg- ir höfundur bókarinnar sem kynntist því á Ítalíu, en ég myndi nú bara fá mér uppáhalds grófa brauöið eða skorpubrauð eins og fæst í flestum góöum bakarium. sbj BABBIDÍ-BÚ - byltingarforingi og bamaiög Babbidí-bú er eini geisladiskurinn meö frumsömdu efni fyrir böm sem út kom á síðasta ári og hann er ekki af verri endanum. Olga Guörún lætur nú í sér heyra eftir nokkurt hlé en þau böm sem sungu með henni um ryksuguna á fullu eru nú sjálf farin að eignast böm (og ryksugur) og einn slíkur pabbi sagöi mér aö Olga Guðrún væri byltingarforingi hans kynslóðar! Nýi diskurinn er þó ekki á byltingarnótunum - og þó - því þaö liggur viö aö byltingu megi kalla að fá í hendur jafn gott og vandað efni fyrir börn. Þessi tónlist lætur kannski ekki mikið yfir sér í fyrstu en hún verður sífellt betri og betri við hveija spilun. Hér er líka vandað til allra hluta: lögin eru fljót að syngja sig inn í sálina, textamir eru Ijóð og útsetningamar einnig til fyrir- myndar, en Margrét Örnólfsdóttir sá um þær í samráði við höfund og flytjendur. Viö mæðginin eigum bæöi okkar uppáhaldslög, sá þriggja ára Kvöldljóð fyrir krili og syngur hástöfum viölagið: Þegar nóttin rekur sólina syflaða heim/er svo gott að eiga vini og vera hjá þeim,/því allir þurfa aö eiga í heiminum einhverja vöm/bæöi mjúku dýrin smáu og mannanna böm. Sum lögin eru sem sagt svona mjúk og falleg, eins og reyndar líka Háttatími á himnum; sum angurvær og önnur hröð og fjörug. Og Ijóðin í stíl við það. Efni disksins spilar því á allt litróf tilfinninganna, vekur hlátur, dans og söng, og mömmur eins og ég gráta soldið yfir Stjörnustrák, en það er uppáhaldslagiö mitt. Myndin hennar Lísu er að mínum dómi eitt áhrifarikasta lagið, það er ákaflega fallega útsett en með sellóinu og litla bamakómum hljómar það næstum eins og sálmur. Og þá er Ijóöið ekkert slor því meö gamni og gáska er allt í lagi að hafa svolitla alvöru - bömin eiga það skiliö: Gult fyrir sól, grænt fyrir líf, grátt fyrir þá sem reka menn út í strið, hvTtt fyrir böm sem biðja um frið, biðja þess eins að mega lifa eins og við. Er ekki jörðin fyrir alla? Taktu þér blað, málaðu á þaö mynd þar sem allir eiga öruggan stað, augu svo blá, hjörtu sem slá, hendur sem fegnar halda frelsinu á. Þá veröur jöröin fyrir alla. Sonja B. Jónsdóttlr sérstakar morgunferöir kl. 7:35 og 8:35 ^’nnuna

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.