Ritmennt - 01.01.1999, Blaðsíða 14
VETURLIÐI ÓSKARSSON
RITMENNT
fræðingsins og embættismannsins Christians Bunsens (1791-
1860]. Verður nú gerð grein fyrir þessari litlu bók.
Bókin og handritiö
Bókin er u.þ.b. 17,6X11 sm að stærð. Hún er í einföldu bandi
með marmaramynstri en lætur annars lítið yfir sér hið ytra.
Gylling er á kili með orðinu „Islandica" en að auki er yngri
bókasafnsmerking límd á kjöl, „K II 6". Bandið er svolítið farið
að slitna á hornum en bólcin er föst í bandinu og hefur auðsjáan-
lega lítið verið handfjötluð. Saurblöð eru hrein og óskrifuð en
bókasafnsmerking („229") á innhlið fremra bókarspjalds.
Fremst í bókinni er handrit af Hálfdanar sögu gamla og sona
hans. Það er á 48 ótölusettum blöðum. Blaðsíðurnar mælast
u.þ.b. 15,3X9,3 sm. Handritið er skrifað með einni hendi sem er
snotur léttiskrift latnesk en þó ekki snarhönd, smá en læsileg.
Fyrirsagnir, fyrsta lína hvers kafla, nöfn, vísur o.fl. eru með settu
letri. Griporð (kústóður) eru með fljótaskrift. Efst á fyrstu síðu
handritsins stendur „Islandica" skrifað daufu letri með blýanti.
Línufjöldi á blaðsíðu er óreglulegur, frá 22 upp í 30. Handritið er
hreint og vel með farið og spássíukrot og athugasemdir engar.
Tölur á víð og dreif á spássíum hafa líklega verið þar frá upphafi.
Þær sýna áratal frá Fornjóti, sem sagan segir forföður Hálfdanar,
til Hálfdanar sjálfs og áfram til aflcomenda hans. Tvisvar vísar
skrifari á spássíu til Þorsteins sögu Víkingssonar.
Mér er kunnugt um söguna í 15 handritum öðrum: AM 933
4to, Lbs 187 fol, Lbs 1338 4to, Lbs 1504 4to, Lbs 1767 4to, Lbs
4652 4to, Lbs 4655 4to, Lbs 2404 8vo, Lbs 2971 8vo, JS 59 4to, JS
412 8vo, ÍB 146 8vo, ÍB 618 8vo, ÍBR 8 4to og BL Add 11.116. Enn
fremur eru í Lbs 693 4to Hálfdanar rímur gamla með atliuga-
semdum Jóns Espólíns. Um stað í liandritum og nánari upplýs-
ingar um þau sjá slcrár Kálunds (1889-94 og 1900), Wards (1893)
og Landsbólcasafns (1918-96).
Hálfdanar saga
Þótt Hálfdanar saga líkist við fyrstu sýn gamalli fornaldarsögu er
hún höfundarverlc Jóns Espólíns sýslumanns og sagnaritara
10