Ritmennt - 01.01.1999, Blaðsíða 113
RITMENNT
LEYNIMELUR 13 SNÝST í HARMLEIK
þessara tveggja landa, Danmerkur og ís-
lands", samstarf tveggja frjálsra þjóða sé
ávallt miklu farsælla en þeirra þjóða sem
hafa ástæðu til að bera kala hvor til annarr-
ar. Eitt verður hann þó að minnast sérstak-
lega á, gjafir þær sem íslendingar sendu
Dönum eftir stríðið:
Ég efast um að íslenska þjóðin hafi nokkurn tíma
verið meira sameinuð í nokkrum hlut, heldur en
í þeirn samskotum. Það voru elcki bara þeir ríku
sem gáfu sinn hluta, heldur allir undantekning-
arlaust, og þeir fátæku eklci hvað minnst. Það
hefur því sært marga hér að þeir hafa heyrt að
Danir hefðu tekið þetta sem ölmusu, því þannig
var það alls ekki meint, það var meint sem vin-
arvottur veittur á stund erfiðleikanna.
Haraldur kveðst ekki furða sig á því sem
Gunnar skrifar um Kamban:
Við sem þekktum hann vissum að hann var alla
tíð ævintýramaður. Auðvitað valcti það mikið
umtal hér, þegar það fréttist að hann hafði verið
veginn, en fáir ámæltu Dönum fyrir það. Fóllt
hér gat svo vel sett sig í spor fólks í Danmörku,
skildi svo vel að þetta voru miklir óróa tímar.
Helst voru það nasistarnir hér sem hrósuðu
happi yfir þessu óláni, og kenndu ekki eingöngu
frelsishreyfingunni um þetta, heldur Banda-
mönnum yfirleitt. Þú trúir því kannske ekki,
Gunnar, að hér á íslandi eru margir nasistar, og
hafa margir þeirra alls ekki farið neitt dult með
sínar pólitísku skoðanir. Ég hef oft undrast yfir
því, hvað setuliðið hér sýndi þeim mikla þolin-
mæði. Eitt er víst, að hefðu það verið Þjóðverjar,
sem hingað hefðu komið, þá hefðu þeir ábyggi-
lega eklci sýnt þeim sem að voru vinveittir
Bandamönnum neina linkind. Nú er hér verið að
safna gjöfum til bágstaddra Þjóðverja, og hefur
þegar safnast á fjórða hundrað þúsund krónur. Ég
er nú elcki betri en það, að mér finnst það engin
gustuk að gefa Þjóðverjum nokkurn skapaðan
hlut. Þeir komu ekki svo vel fram við okkur í
stríðinu, skutu niður farþegaskipin okkar, réðust
á varðarlaus fiskiskip og plokkuðu niður sjó-
mennina með vélbyssum og svo margt og margt.
Nei, mér finnst engin ástæða til þess að vera að
sýna þeirn neina vorkunnsemi.
Hann segir Gunnari tíðindi af kunningjun-
um: Marta Indriðadóttir er dáin fyrir fáein-
um árum úr krabbameini og Yalur Gíslason
er orðinn einn af bestu leikurunum, hefur
leikið margar stórar „rollur" upp á síðkast-
ið og leyst þær flestar prýðilega af hendi.
Halldór Kiljan er sískrifandi, auk þess að
starfa milcið í kommúnistaflokknum, og
lcomin út fyrstu tvö bindin af stórri sögu-
legri slcáldsögu:
Bjúsi er alltaf samur og jafn, dálítið hlynntur
Bacchusi og ganga um hann ýmsar furðusögur
öðru hvoru. Eggert Stefánsson hefur verið í Am-
eríku síðastliðið ár. Hann fór vestur að syngja
gamla sálma fyrir ameríkanana. Hugsaðu þér
annað eins hugmyndaflug, að fara til Ameríku til
þess að syngja gamla íslenska sálma, sálma inn-
an um alla negramúsíkina og jazzinn. En ég er
hræddur um að hann hafi eltki sótt neitt gull í
greipar Vestmönnum. Að minnsta kosti hefur
hann skrifað hingað oftar en einu sinni og beðið
um hjálp. Hann er einkennilegur fugl, hann Egg-
ert. í tilefni af Lýðveldishátíð íslands skrifaði
hann pésa sem hann kallaði „Oðurinn til ársins
1944" og ætlaði hann meðal annars að tala hann
inn á grammófónplötu í Ameríku, og koma svo
með 50.000 plötur til landsins og selja þær.
En nú snýr Haraldur sér að alvarlegri mál-
um. Hann kveðst langa til að segja Gunnari
frá félagsskap sem hann sé viðriðinn, kvik-
myndafélaginu Sögu.
Þetta er hlutafélag og eru hluthafarnir 12. Auð-
vitað er þetta fyrirtæki enn í fæðingunni, en við
gerum okkur miklar vonir um að það eigi eftir að
eflast og að það eigi sér framtíð. Meiningin er að
byggja Bíó er fram líða stundir, en við treystum
okkur ekki til þess eins og stendur, því að slík
109