Ritmennt - 01.01.1999, Blaðsíða 53
RITMENNT
ÞORGEIR f LUNDINUM GÓÐA
Mæling íslands og kortagerð var megin-
viðfangsefni Bókmenntafélagsins í forseta-
tíð Þorgeirs í Hafnardeild. Það gerðist nokk-
uð jafnsnemma að Björn Gunnlaugsson hóf
mælingastarf sitt og Þorgeir varð forseti
Hafnardeildar. Hann sýndi störfum Bjarnar
lifandi áhuga og tók að sér að annast korta-
gerðina sem kom í kjölfar mælinganna. I
framhaldi af mælingastarfi Bjarnar kviknaði
sú hugmynd að safna efnivið í lýsingu Is-
lands og undirbúningur hennar var hafinn
um það leyti sem Þorgeir lét af störfum sem
forseti Hafnardeildar. Jón Sigurðsson gaf
honum svohljóðandi vitnisburð sem for-
seta:
Það sýndi sig og í öðru, að ekki var misráðið að
velja hann, því með lempni sinni og lagkænsku
heppnaðist honum að jafna þær snurður, sem
elcki var trútt um að vildi örla á um þær mundir
meðal deildanna.61
Árið 1832 kom Reykjavíkurdeildin t.a.m.
fram með tillögu urn þá grundvallarbreyt-
ingu á lögum Bókmenntafélagsins að lcjósa
danskan rnann til forseta, „en deild vor
sneyddi sig hjá þeirri uppástungu, og féll
hún þarmeð niður", bætti Jón við.62
Önnur störf og einkalíf
Margir Hafnarstúdentar drýgðu tekjur sínar
með einlcakennslu þegar færi gafst. I bréfi til
Bjarna Þorsteinssonar 22. apríl 1824 nefnir
Þorgeir að hann sé að lesa íslensku með nýja
stiftamtmanninum RF. Hoppe. Áður var
getið um að Þorgeir kenndi John Heath ís-
lensku.
Hinn 24. maí 1828 kvæntist Þorgeir
danskri konu, Marie Langeland að nafni,
dóttur Rasmusar Langelands jústitsráðs er
kom mjög við sögu Fornfræðafélagsins í
upphafi eins og áður hefir verið getið. Þau
eignuðust þrjú börn sem urðu fulltíða, einn
son og tvær dætur. Sonurinn var skírður
Bjarni Þorsteinn og geta má sér þess til að
hann hafi verið heitinn í höfuðið á Bjarna
Þorsteinssyni og Þorsteini Helgasyni. Ein-
læg vinátta var með Þorgeiri og Þorsteini
enda voru þeir samstarfsmenn um árabil við
útgáfustörf. Þegar Þorsteinn sigldi heim til
íslands sumarið 1830 lét Þorgeir svo um
mælt í bréfi til Bjarna 20. apríl þ.á. að eng-
inn gæti komið í hans stað og sagðist sakna
lians óumræðilega. Vegir lians lægju nú til
íslands.63 Dæturnar hétu Þorbjörg, eftir
móður Þorgeirs, og Marie.
í árslok 1827 var Þorgeir settur lcennari
við sjóliðsforingjaskólann í Kaupmanna-
höfn og varð þar síðar yfirlcennari. Bjarni
Þorsteinsson og Gunnlaugur Oddsen höfðu
verið þar kennarar á undan honum. í bréfi
til Bjarna Þorsteinssonar 3. maí 1831 vék
hann að því fjárhagstjóni sem hann biði við
að hætta störfum hjá Fornfræðafélaginu og
taldi Jrað nema 200 dölum. Laun hans sem
yfirkennari og „Katechet" [kennsluprestur]
væru 500 dalir og ókeypis húsnæði að auki,
en það næði skammt til að framfæra fjöl-
slcyldu í Kaupmannahöfn.64
Enda þótt friður ríkti á yfirborðinu eftir
Raskdeiluna lifði enn í glæðunum. Einn
þeirra sem stóðu í bréfaskiptum við Bjarna
61 Jón Sigurðsson. Hið íslenzka bókmenntafélag, bls.
36.
62 Sama rit, bls. 36.
63 Lbs 339 b fol.
64 Sarna handrit.
49