Ritmennt - 01.01.1999, Blaðsíða 37

Ritmennt - 01.01.1999, Blaðsíða 37
Adalgeii Kristjánsson RITMENNT 4 (1999)33-56 Þorgeir í lundinum góða Þorgeir Guðmundsson kom til Hafnar 1818, þá 24 ára að aldri, og fór einu sinni til íslands eftir það. Hann varð fljótlega félagi í Hafnardeild Bókmenntafélagsins og for- seti hennar í tæpan áratug og vann mikið við bókaútgáfu og kortagerð félagsins. Þá var hann einn af stofnendum Fornfræðafélagsins og vann við útgáfur þess fram til ársins 1831. Auk þess starfaði hann að bókaútgáfu á eigin vegum. Þorgeir var guð- fræðingur að mennt og stundaði kennslu jafnhliða öðrurn störfum. T.a.m. var hann aðstoðarprestur við Brimarhólmskirkju. Hann varð prestur í Gloslund- og Græs- haugeprestakalli á Lálandi í upphafi árs 1839 og Nysted og Herridslev áratug síðar þar sem hann lést í upphafi árs 1871. Meira en hálf önnur öld er liðin frá því að íslendingar í Kaupmannahöfn efndu til samsætis á vordögum 1839 til að kveðja einn landa sinna sem búinn var til brottfarar frá Höfn til að gerast prestur í Glólundi og Grashaga á Lálandi. Minningin um þetta samsæti og tilefni þess hefir lifað góðu lífi meðal íslendinga fram til þessa dags vegna þriggja kvæða sem ort voru af þessu tilefni. Þau voru prentuð og sungin í samkvæminu. í einu þeirra kemur fyrir nafn Þorgeirs Guðmundssonar, mannsins sem þarna var kvaddur, en jafnframt ráðgert í kvæðinu að vitja hans að nýju: Þegar lauf skrýðir björk, þegar ljósgul um mörk rennur lifandi kornstanga móða, þá mun farið af stað, þá mun þeyst heim í hlað til hans Þorgeirs í lundinum góða. Hin kvæðin voru íslands minni og Borð- sálmur. Hvorugt þeirra snerti Þorgeir per- sónulega en í hinu síðarnefnda var vikið að ýmsu í íslensku þjóðfélagi með nokkurri eljaraglettu. Frá þeim degi hafa lcvæðin ver- ið sungin í samkvæmum íslendinga og Kveðja íslendinga til séra Þorgeirs Guð- mundssonar hljómar jafnan þegar sumri er fagnað. Hér á eftir verða sögð nokkur deili á þeim manni sem varð óbeint til þess að Jónas Hallgrímsson orti þessi kvæði sem síðan hafa lifað á vörum þjóðarinnar. Ætt og uppruni Þorgeir Guðmundsson var fæddur þriðja í jólum 1794. Faðir hans var séra Guðmund- ur Jónsson síðast prestur og prófastur á Staðastað. Að loltnu námi í Skállioltsslcóla 1781 gerðist Guðmundur skrifari Hannesar 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.