Ritmennt - 01.01.1999, Blaðsíða 88
RITMENNT 4 (1999) 84-101
Áini Heimir Ingólfsson
Beethoven í
T j arnargö tunni
Um Jón Leifs og áhrif meistarans*
I greinaskrifum og öðrum ummælum Jóns Leifs um Ludwig van Beethoven má sjá
að Beethoven hafði töluverð áhrif á Jón, bæði hvað varðaði tónsmíðastíi og lífsvið-
horf. Jón byggði t.d. nokkur verlta sinna á fyrirmynd Beethovens, ault þess sem áhrif
Beethovens virðast á ýmsan hátt hafa mótað skoðanir Jóns á eðii iistamannsins og
tengslum hans við umhverfi sitt. Arið 1958 ritaði Jón niður draum sinn um ltomu
Beethovens til íslands og birti frásögnina á prenti ári síðar. Þessi draumur, sem og
aðrar heimildir sem fram til þessa hafa lítt verið skoðaðar, varpar nýju ljósi á þá ætl-
un Jóns að endurreisa evrópska menningu á norrænum grunni með tónverltum sín-
um, sem virðist öðru fremur hafa verið hugsuð sem eins konar framhald á ævistarfi
Beethovens.
Iumfjöllun fræðimanna um Jón Leifs hef-
ur þess oft verið getið að hann hafi forð-
ast áhrif annarra tónskálda í verkum sínum.
Hjálmar H. Ragnarsson kemst svo að orði
að Jón liafi „farið einförum í tónsltáldslcap
sínum" og segir að tónlist hans sé „einfald-
lega straumur út af fyrir sig".* 1 Svíinn Carl-
Gunnar Áhlén dregur upp svipaða mynd og
segir m.a.: „Leifs utgár frán islándslta prem-
isser, inte centraleuropeiska. Man har ingen
nytta av insamlade erfarenheter av annan
lconstmusilt".2 Þannig hefur alla jafna verið
lögð áhersla á það sem gefur verkum Jóns
sérstöðu en minna fjallað um það sem þau
eiga sameiginlegt með stíl eða liugmynda-
fræði annarra tónskálda. Þetta viðhorf má
að noltltru leyti rekja aftur til ummæla Jóns
sem lét þess oft getið að hann forðaðist ut-
anaðkomandi áhrif í verkum sínum og þá
sérstaldega áhrif samtímamanna sinna. Til
dæmis sltrifaði liann árið 1960: „Fyrsta og
seinasta marldð við alla mína tónsmíða-
vinnu er að vera sannur og ég sjálfur, - að
láta ckki framandi áhrif annarra lcomast að,
enga tilgerð, ekki neyðarúrræði kunnátt-
* Grein þessi var upphaflega flutt (töluvert styttri en
hún birtist hér) sem fyrirlestur á samkomu sem
lialdin var í Þjóðarbólchlöðunni þann 1. maí 1999, í
tilefni þess að þá voru 100 ár liðin frá fæðingu Jóns
Leifs.
1 Hjálmar H. Ragnarsson, „Jón Leifs" í Andvara 115
(1990), bls. 34-35.
2 Carl-Gunnar Áhlén, „Jón Leifs" í sænska tímarit-
inu Tonfallet (1989), special nr. 5, bls. 17.
84