Ritmennt - 01.01.1999, Blaðsíða 26
VETURLIÐI ÓSKARSSON
RITMENNT
tíma o.s.frv., eftir Þorvald sjálfan.25 Meginefni ritlingsins er svo
nokkuð frjáls útlegging (úr dönsku eða þýsku) á kvæði þýska
skáldsins Christians Fyrchtegott Gellerts (1715-69), Der Christ,
sem birtist í kvæðasafninu Lehrgedichte und Erzahlungen árið
1754. Gellert var vinsæll í Þýskalandi og víðar í Evrópu á síðara
helmingi 18. aldar, einkum fyrir dæmisögur með efniviði úr
grískri goðafræði og evrópskum þjóðsögum, og í Danmörku vin-
sælastur upplýsingarskáldanna þýsku. Gellert mun hafa verið
einna þekktastur þýskra rithöfunda á íslandi í kringum aldamót-
in 180026 og voru allmörg kvæða hans þýdd á íslensku um þær
mundir. Má þar nefna þýðingar séra Jóns Þorlákssonar á Bægisá
sem var mikill unnandi Gellerts.
Samanburður á frumtextanum, íslensku þýðingunni og
dönskum þýðingum frá 17. öld sýnir að íslenski textinn er nær
því að vera útlegging en þýðing. Dönslcu gerðirnar eru hins vegar
trúrri frumgerð Gellerts.
A eftir kvæðinu er prentaður „Vidbætir eptir sama" í tveim
hlutum, 22 erindi alls um almætti Guðs og mikilvægi þess að
hugsa um dauðann.
Þorvaldur Böðvarsson (1758-1836), höfundur og útleggjari, var
prestur í Fljótshlíð en gerðist forstöðumaður Thorcilliibarna-
skóla á Hausastöðum á Álftanesi og var þar 1792-1804. Þorvald-
ur var allgott sálmaskáld og afkastamikið og sálmum hans hef-
ur jafnvel verið líkt við Passíusálmana og Davíðssálma;27 má
telja það nolclcra ofrausn. í sálmabólcinni frá 1801 var 61 sálmur
eftir hann. Þorvaldur var læs á þýsku og þýddi ýmislegt fleira úr
því máli en Der Christ, t.a.m. Der Tod Abels (Abels dauða) eftir
Salomon Gessner (1730-88), ásamt mörgum þýslcum prédilcun-
um sem aldrei hafa verið prentaðar. Enn fremur þýddi Þorvaldur
úr dönsku og af íslenslcu á latínu. Rithönd hans er á nolckrum
sagnahandritum og sálmar hans og kvæði eru varðveitt í all-
mörgum handritum frá 19. öld, bæði eiginhandarritum og afrit-
um annarra. Um Þorvald má nánar lesa í sjálfsævisögu hans sem
birtist í 3. árgangi Fjölnis 1837.
25 Sbr. Fiske 1890:18.
26 Helga K. Gunnarsdóttir 1990:242, sbr. 225 og 234-35.
27 Sjá Fjölni III (1837), bls. 59.
22
tlttcggíiigni' litrnmi
«í
cr Fallafl
@ á S v i f t » \,
lífnmt
S3 í b b cc t í r
cptir fama,
gjcrb af
boi'valöi 25 0öuörefyiii,
<5fólaf>albara Pib ^aufaflaöa íöarnaítóía.
------■-* --------------------------
@iífi aiinciint innbunbin 8 flifb.
------»000*030- >—..................
Ccirárgeröum yib £cirá, 1800,
^rcntub d foftnab Fomínglcgu ttpp-'
frccþíngar * ©tiptuncr,
afgaftóri og ©óf^rpcfjara <5. D. ©cfjagfjorö.
Landsbókasafn.