Ritmennt - 01.01.1999, Blaðsíða 81
RITMENNT
LESTRARFELOG PRESTA
rit fara jafn oft í útlán, tvö bindi af Beckers Verdenshistorie og
fyrra bindið af Ayessa. Pigen fra Kars, sem er skáldsaga.
Sagnfræðirit og sögulegar skáldsögur eru vinsælasta efnið en
myndin skekkist að því leyti að margir lánþeganna voru ekki úr
prestastétt. Fyrir utan Riises Archiv voru vinsælustu bækurnar
af þessum toga Verdenshistorie eftir Becker, Fortællinger og
Skildringer af den danske Historie eftir Molbech, Den franske
Revolutions Historie eftir Thiers og slcáldsögur Coopers, Walters
Scotts, B.S. Ingemanns og N. Harrisons Hindsworths. Bækur
Fornfræðafélagsins voru lítið sem ekkert lánaðar og sennilega
hafa rnargir prestar og aðrir sem aðgang höfðu að bókum félags-
ins átt þær sjálfir. Rit Prentfrelsisfélagsins voru misvinsæl enda
mjög misjöfn að efni. Ævisögur frægra manna og söguleg rit, s.s.
Historisk læsebog for bondestanden, voru vinsælust af þeim,
svo og þau rit sem fjalla um náttúrufræðileg efni. Nær allan tím-
ann sem fært var í bókina voru keypt guðfræðileg tímarit og þau
virðast hafa haft sína föstu lesendur. Af öðrum guðfræðiritum
eru predikanasöfnin vinsælust.
Mjög misjafnt var hversu mikið var lánað árlega, mest var lán-
að fyrstu árin og menn fengu allt frá einni og upp í tíu bækur í
einu. Algengt var að teknar væru 3-5 bækur í hvert sinn. Sá sem
er með flest slcráð útlán, eða 178, er sr. Ólafur Guðmundsson á
Hjaltabakka. Hann var prestur þar 1841-62, eða meirihluta þess
tíma sem útlánaskráin nær yfir. Sr. Jón Sigurðsson á Breiðaból-
stað er skráður með 107 útlán en hann var prestur þar 1846-59.
Héraðslæknir, eða „chirurgus" Slcaftesen á Hnausum, er slcráð-
ur með 87 útlán, sýslumaður Blöndahl í Hvammi með 69 útlán,
sr. Jón Eiríksson á Undirfelli með 67, faktor J.A. Knudsen á
Slcagaströnd með 68 og lcaupmaður N. Havsteen á Hofsósi með
65. Noldcrir til viðbótar eru með 50 útlán eða fleiri og svo eru til
menn sem fá aðeins eina bók.
Alls eru slcráðir lánþegar 68 og fá ýmis stöðulieiti, þarna eru
prófastar, prestar og sýslumenn, administratör, factor, kjöb-
mand, srniður, stúdent, cand. tlieol., slcrifari og lcammerráð. Um
þrjátíu lánþegar eru elclci prestar. Noklcrir bændur fá lánaðar
bælcur, sérstalclega hreppstjórar, en tveir lánþegar velcja sérstalca
4. b. er efni úr ýmsum áttum cn lengsta greinin fjallar urn endurkomu Napól-
eons til Frakklands 1815 og í fjórum öðrum greinum er fjallað um hann eða
efni tengt honum.
77