Ritmennt - 01.01.1999, Blaðsíða 41
RITMENNT
ÞORGEIR í LUNDINUM GÓÐA
seldum bókum í Danmörku. í fundargerð
næsta fundar, 30. mars f824, segir að Þor-
geir sé veikur og hafi gjört þau boð „að ei
lengur geti haft félagsins umboð á hendi yf-
ir þess bókum og bókasölu hér í staðn-
um".13
Elcki leið á löngu uns Þorgeir var kjörinn
á ný til starfa í þágu Hafnardeildar. Lárus
Thorarensen hafði verið gjaldkeri hennar
um skeið en vorið 1826 hvarf hann heim til
íslands að prófi lolcnu og á fundi 15. júní
1826 var Þorgeir „kosinn til gjaldkera með
flestum atkvæðum", sjö eða níu segir í
fundargerð, og Þórður Jónasson var kjörinn
aulcagjaldkeri með níu atkvæðum.
Stofnun Fomfræöafélagsins og þátt-
ur Þorgeirs í því
Um sarna leyti og Þorgeir laulc háskólanámi
átti hann hlut að undirbúningnum að stofn-
un Hins konunglega norræna fornfræðafé-
lags senr átti eftir að verða langlíft og víð-
frægt.14
í bréfi sem Þorgeir Guðmundsson skrif-
aði Bjarna Þorsteinssyni 22. apríl 1824
greindi hann frá undirbúningnum að stofn-
un félagsins og sagðist hafa stofnað það
ásarnt Rafni og tveimur íslendingum. Af
bréfi lians má sjá að þá lá fyrir ákvörðun um
að rit félagsins yrðu gefin þannig út að fyrst
kæmi íslenski textinn en síðan danskar og
latneskar þýðingar. Þær síðastnefndu komu
í hlut Sveinbjarnar Egilssonar ásamt vísna-
skýringum og fræðigreinum. Þorgeir gat
þess einnig að útgáfurnar ættu að vera í lílc-
um anda og útgáfur Arnanefndar. Hún liefði
lýst velþóknun sinni á félaginu og konung-
ur einnig og hann heitið því vernd sinni.15
Á undirbúningsfundi í Fornfræðafélaginu
26. janúar 1825 var Þorgeir valinn í fornrita-
nefndina ásamt Gísla Brynjúlfssyni, Svein-
birni Egilssyni og Rafni. Samlcvæmt fundar-
gerð var álcveðið að félagið skyldi stofnað
formlega á afmælisdegi konungs 28. janúar
s.á. og aðalfundur haldinn þann dag ár
livert.16
Hinn 3. febrúar 1825 var haldinn fundur í
Fornfræðafélaginu þar sem rætt var urn
prentun á samþylcktum félagsins, teikningu
á innsigli þess sem slcyldi sýna örlaganorn-
ina Urði ásamt nafni félagsins með rúna-
letri, inntöku nýrra félaga o.fl.17
Þorsteinn Helgason skrifaði Páli Pálssyni
stúdent 14. apríl 1825 tíðindi af stofnun fé-
lagsins og útgáfustarfsemi og þætti Þorgeirs
í henni og sagði:
Guðmundsen [...] er einn af þeim 4 í því nýja
Oldslcrift Selslcabi, sem nú hefur gefið út 20 arlc-
ir (omtr.1/2) af Ólafs kóngs sögu Tryggvasonar,
muntu sjá hana heima um skammt, og kannske
þú sért Subscribent. [...] Þettað þeirra 4 manna
félag er í vetur orðið að ordentlegu Selskabi er
ber það fyrrgreinda nafn, [...] Professor Raslc er
þess forseti. [...] En það eiginlega Selskab á að
gefa út Afhandlingar, elclci fremur á íslensku en
dönsku heldur sem hvörn lystir til að slcrifa og
sem heyra til þeim oldnorsku vísindum. - En
þeirra 4ra manna oprindelige Comittee, er eigin-
lega sjálfu Selslcabinu uvedkommende og af det
uafhængig.18
13 Samkomubók Hafnardeildar, 1816-74.
14 Sjá nánar Aðalgeir Kristjánsson: Carl Christian
Rafn, bls. 25-29.
15 Lbs 339 b fol.
16 Nationalmuseet. Nordisk Oldskriftselskab, For-
handlingsbog I.
17 Sama handrit.
18 Lbs 2415 b 4to.
37