Ritmennt - 01.01.1999, Blaðsíða 71
RITMENNT
LESTRARFÉLÖG PRESTA
lega þriðjungur bókanna var því eldri en þrjátíu ára þegar þær
komu til íslands. Líftími bóka var miklu lengri á þessum tíma
og dreifing hægari þannig að þessi hái aldur er ef til vill ekki
óeðlilegur. Hér er miðað við frumútgáfur en í nokkrum tilvikum
sendi Moller nýrri útgáfur bóka sem náð höfðu miklum vinsæld-
um. Ekki er alltaf hægt að sjá hvaða útgáfur hann sendi en að
minnsta kosti 15 af 44 titlum höfðu verið endurútgefnir fyrir
1833, þannig að ljóst er að hluti bólcanna var vinsæl og milcið
notuð rit. Sumar bókanna voru gefnar út í nokkrum bindum á
nolckurra ára tímabili og hér er miðað við útgáfuár fyrsta bindis.
Hár aldur bókanna gæti einnig bent til þess að Moller hafi sent
viðurkenndar, klassískar bælcur, eins og hann nefnir í bréfum
sínum, en ekki borið sig svo mjög eftir því nýjasta. Fjárráðin og
þau meðul sem hann hafði til að útvega bækur settu honum
einnig skorður og svo er á það að líta að hann ætlaði sér að halda
þessari starfsemi áfram. Nýrri bækurnar keypti hann en þær
eldri eru flestar gjafabækur.
Elsta ritið árið 1837 var Moialske Forelæsninger eftir C.F.
Gellert. Hann var vinsæll, þýskur höfundur sem skrifaði talsvert
um siðfræði í anda upplýsingarstefnunnar. Gellerts Moral kom
út í Leipzig 1770 og var fljótlega þýdd á dönsku. Níu af 27
bókatitlum voru gefnir út fyrir aldamótin 1800, eða 33,3%, sem
er hærra hlutfall en í gjöf Mollers. Sumar bókanna sem pantaðar
voru höfðu kornið áður í bókagjöf Mollers og greinilegt að menn
voru að einhverju leyti að bæta sér upp rit sem höfðu farið til
annarra félaga við uppskiptin. Þar má nefna tvö sígild rit, gefin
út fyrir 1800, sem hæklca hlutfall gamalla bóka, Det Nye Testa-
mente oversat med tilfoiede Anmærkninger eftir Ove Hoeg-
Guldberg og Alle Jesu Christi Taler, oversatte efter Grund-
sproget og oplyste ved Forerindringer og Omskrivninger eftir
Christian Bastholm.
Elstu ritin sem bættust við bókakostinn árið 1848 voru Mosa-
iske Ret eftir Johann David Michaelis, en hún kom fyrst út í
Þýslcalandi 1770-75 undir heitinu Griindliche Erklárung der
mosaisches Rechts, og Geschichte Moses eftir Johann Jakob
Hess, en hún kom fyrst út í Zuricli árið 1111. Báðir þessir höf-
undar áttu rit í fyrri sendingum og því ljóst að þeir voru talsvert
lesnir. Hins vegar er atliyglisvert að tvö nýjustu ritin komu út
árið 1848 og fjalla bæði um samtímaatburði. í Scener og Skildr-
-bíru
V-13
N
Ji
3t
.
U.-x,./r./*/ //,//* //ts.
. '/-• ;.■/.< ■/ l-„/
/ieAnArf. /.,. ///.,/>*/.,' /yíS,,,. .
/.’./■■ /..•< •
. , tf//M. œJKjr,*. /9. .<<• • f
//*/*** rt.- y /*/,/’, y /■■’/. *'■ /.. ■ f
///,;■/’» ./-t/eCuí/. <■/./.
'"*///
M/i
//<v. ..//„/
J/'Wr.//.,/,
y/ "■/Jr Vrtf
;;,/.. .,./,y,/././;,„ r.../. / . ■///,.//
. •ÍÚ. Ary/i'i"'
J./'..ít,'."//„,.'tý. //r.:'/>V
•/■■■■/■,<■'. t.-.f
.// //./.., / ! /■..'.
/„//./. 't •.'■+■, /; .-V..U ' t/f..< .,!'/■ . . /,< —. <
.A,v;./_ /.////?/
" •**'■ v., t.-jr.
/:..■<: ./*//,r/;/~,
Þjóðskjalasafn íslands.
Fyrsta síðan í skrá yfir bækur
Möllerska lestrarfélagsins í
Snæfellsness prófastsdæmi
um 1873. (Skjalasafn prófasta.
Þórsnesþing X, 1, Oj
67