Ritmennt - 01.01.1999, Blaðsíða 108

Ritmennt - 01.01.1999, Blaðsíða 108
JÓN VIÐAR JÓNSSON RITMENNT fenglegri persónu. Gunnar var hommi og fór svo að hann tók að leggja heita ást á Guð- mund svo sem hann lýsir ítarlega í óprent- aðri sjálfsævisögu sinni, „Tanker og Stemn- inger".2 Þær tilfinningar gat Guðmundur ekki endurgoldið, og gerðist vinskapur þeirra ærið stormasamur uns upp úr slitn- aði að fullu um 1930. Um líkt leyti kynnt- ist Gunnar Ingeborg Sigurjónsson, ekkju Jó- hanns Sigurjónssonar, sem fól honum alla umsjá með eftirlátnum gögnum skáldsins áður en hún lést árið 1934. Ýmis atvik leiddu síðar til þess að Gunn- ar var ráðinn leikstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur vetrarlangt 1934-35, og vísast um það til fyrrnefndrar ritgerðar minnar. Hann var þá orðinn ágætis íslenskumaður með tvær Islandsheimsóknir að baki; var hin fyrri árið 1923 er hann kom hingað sem aðstoðarmaður Guðmundar Kamban við gerð kvikmyndarinnar Höddu Pöddu en hin síðari vorið 1927; í það sinn einnig til að lið- sinna vini sínum við sviðsetningu tveggja leikrita hans. Að lokinni íslandsdvölinni 1934-35 sneri hann aftur til síns heima en náði þar aldrei þeirri fótfestu í leikhúsinu sem hann þráði. Á fimmta áratugnum hafði hann framfæri sitt aðallega af gerð fræðslu- kvikmynda. Hann hafði frá unga aldri verið mikill kvikmyndaunnandi og kunni vel til verka á því sviði þó að hann stundaði aldrei formlegt nám í kvikmyndagerð.3 Gamall góðkunningi tekur upp þráðinn Gunnar kynntist að sjálfsögðu mörgum ís- lendingum í ferðum sínum til íslands, eink- um þó veturinn 1934-35. I þeim hópi var fyrrnefndur Haraldur Á. Sigurðsson. Harald- ur var ekki aðeins einn af dáðustu gaman- leilcurum Reykvíkinga, allt frá því hann sté fyrst á svið snemma á þriðja áratuginum, heldur jafnframt um árabil einn helsti for- göngumaður revíusýninga í bænum. Árið 1943 stofnaði hann ásamt þeim Emil Thoroddsen og Indriða Waage Fjalaköttinn sem stóð fyrir leiksýningum næstu ár, aðal- lega revíum, og nokkrum árum síðar Bláu stjörnuna sem hélt úti revíum og kabarett- um í Sjálfstæðishúsinu til 1952. Haraldur tók við fyrirtækjum föður síns, Heildversl- un Ásgeirs Sigurðssonar og Edinborgarversl- un, og rak þau um áratugi; þetta voru traust fyrirtæki og Haraldur góðum efnum búinn. Á stríðsárunum var að sjálfsögðu lítið um bein samskipti milli íslands og Danmerkur. Það var ekki fyrr en eftir áramót 1946 að Gunnari barst bréf frá Haraldi. Haraldur hafði hýst Gunnar í síðustu og lengstu Reykjavíkurdvöl hans og þeim þá bersýni- lega orðið vel til vina. Eru bréfaskipti þeirra, 2 Handrit verksins er í IConungsbókhlöðu Dana. Sjá Gunnar Robert Hansen, „Tanker og Stemninger", Kgl. Bibliotek, acc. 1968/79. 3 Vorið 1922, þegar Gunnar var við tónlistarnám í París, fékk hann tækifæri til að fylgjast með töku myndar í einu stærsta kvikmyndaveri Frakka, og eftir heimkomuna til Danmerkur gerði hann þá um sumarið litla mynd byggða á þjóðvísnaminnum, Det gyldne Horn. Árið 1926 vann hann að kvik- myndinni Det sovende Hus sem var byggð á hand- riti þeirra Guðmundar Kamban og Kamban leik- stýrði. Síðar samdi hann handrit að þremur leikn- um myndum: Elverhaj (1939), Sommergæster (1940) og Drama pd Slottet (1943) og var jafnframt aðstoðarmaður leikstjóra við gerð þeirra. Á fimmta áratugnum gerði hann 20 fræðslumyndir skv. lista í gögnum hans, flestar byggðar á eigin handriti, og eftir að hann var sestur að hér á landi myndirnar Barnið og gatan, Sigur lífsins (fyrir S.Í.B.S.) og Hafnarfjörður fyrr og nú. Sjá Lbs 703 fol. 104 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.