Ritmennt - 01.01.1999, Blaðsíða 20
VETURLIÐI ÓSKARSSON
RITMENNT
Flateyjarbók (bls. 24):
gerdi hann blot mikit at midium vetri ok blotadi til þess at hann
skylldi mega lifa .ccc. vetra i konungdomi sinum sem sagt var at lifat
hefdi Snærr hinn ganili. enn frettin sagdi honum sua at hann mundi lifa
ecki meirr enn einn mannzalldr. enn þat mundi vera .ccc. vetra at eingi
mundi vera vtiginn rnadr i hans ætt ok engi kona.
Snorra-Edda (bls. 181):
Hann gerði blot mikit at miðivm vetri ok blotaði til þess, at hann
skyldi lifa i konvngdomi sinvm ccc. vetra; en hann fekk þav andsvor, at
hann myndi lifa ekki meir en einn mikinn mannz aldr, en þat myndi þo
vera ccc. vetra, er engi myndi vera i ætt hans kona eða otiginn maðr.
Flateyjarbók var fyrst gefin út á prent 1860-68. Espólín hefur því
haft fyrir sér eitthvert af mörgum handritum sem til voru af
henni eða hlutum hennar. Þess skal getið að ágrip af kaflanum
„Hversu Noregr byggðisk" var prentað í Nordiska Kámpa Dater
(Stolckhólmi 1737) og efnislega skyldur kafli, „Fundinn Noregr"
(Flateyjarbók I, bls. 219-21), var einnig prentaður þar svo og í
Ólafs sögu Tryggvasonar sem kom út í Skálholti 1689.
Handrit af fornaldarsögum eru mörg og auk þess voru ýmsar
prentaðar fornaldarsögur til á dögum Espólíns svo að nægar fyr-
irmyndir hefur hann haft. Á árunum 1664 til 1697 lcomu t.d. út
einar tíu sögur í Uppsölum,- 1689 komu fjórir fornaldarsagna-
þættir í fyrrnefndri útgáfu Ólafs sögu Tryggvasonar (Skálholti),
enn komu nokkrar út í Stokkhólmi 1719-22 og 1737 kom út
fyrsta safn fornaldarsagna í Stolckhólmi (áður nefnt) og ein kom
þar út árið 1762.18
Við lestur Hálfdanar sögu grunar lesandann stundum að höf-
undur hafi í huga önnur atriði úr fornbókmenntunum auk þess
efniviðar sem að framan var getið. Sjaldnast tekst honum þó að
hefja þau upp yfir lágværan enduróm og þjónar e.t.v. litlum til-
gangi að velta vöngum yfir þeim. Ég fæ þó elclci stillt mig um að
nefna frásögn af fyrsta mannvígi Hálfdanar, þar sem segir er hann
tíu ára drepur frænda sinn í leilc, og bera það saman við frægt at-
riði í Egils sögu. Þessi kafli má líka vera til marlcs um það
hversu góðan og sannfærandi fornmálsstíl Jón Espólín skrifar og
er ekki furða að menn hafi álitið söguna sanna fornaldarsögu.
Skoðum Egils sögu fyrst: Egill fór tæpra sjö vetra með Þórði
Granasyni til knattleilcs. Egill lék við Grím Heggsson, tíu eða
18 Sjá Guðna Jónsson 1950a:xxii-xxiii.
16