Ritmennt - 01.01.1999, Blaðsíða 158
DAGUR DAGBÓKARINNAR
RITMENNT
nefndina táknræna gjöf sem þakklætisvott af hálfu Landsbólca-
safns. Nokkru síðar skiluðu aðstandendur átaksins Landsbóka-
safni og Þjóðminjasafni rækilegri skýrslu um málið, þar sem
m.a. eru reifaðar hugmyndir um frekari aðgerðir á þessu sviði
sem söfnin gætu gengist fyrir.
Einar Sigurðsson
íslenskir
í Nuuk
Landið hátt við lýða próf,
litur grænn ei skrýðir,
það er grátt af geitaskóf,
gamburmosa' og víðir.
Þannig kvað Sigurður Breiðfjörð forðum, og þeim sem heim-
sækja Grænland nú flýgur svipuð hugsun í hug við fyrstu sýn af
landinu þar sem það birtist í nekt sinni.
Grænland er elcki í alfaraleið og ferðamannaiðnaðurinn ekki
kominn á það stig sem við þekkjum í öðrum nærliggjandi lönd-
um. Landið er framandi fyrir ferðalanginn og nálægð jökulsins
leynir sér ekki. Það er kalt þó komið sé fram í maí. Undirlendi
er lítið og virðast fáir staðir hentugir til búsetu. Eiríkur rauði
vissi sannarlega hvað hann gerði þegar hann greip til auglýsinga-
brellunnar frægu um nafngift Grænlands. Landslag er stórbrotið
og loftið er kristalstært. Gesturinn fær á tilfinninguna aö hann
sjái á heimsenda. Á þessari stærstu eyju heims búa u.þ.b. 58.000
manns. Landið er því strjálbýlt, og kúrir höfuðstaðurinn Nuuk
við vesturströndina þar sem ísjalcar sigla hjá, bláhvítir og ábúð-
armiklir í reisn sinni. Sýn sem er eins og glansmynd á póstlcorti.
Frá því að Grænlendingar fengu heimastjórn hefur Nuuk vaxið
hratt, og eru flestar opinberar stofnanir þar svo sem landsþingið,
dómstóll, sjúkrahús, landsbókasafn, sem þjónar einnig sem al-
menningsbókasafn, og þjóðminjasafn. Ungt fólk af landsbyggð-
inni sækir í síauknum mæli til Nuulc því þar eru mestir mögu-
leikar á skólagöngu með t.d. námi í menntaskóla, háskóla,
hjúkrunarskóla og verslunarskóla svo eitthvað sé nefnt. Nuulc
152