Ritmennt - 01.01.1999, Blaðsíða 100

Ritmennt - 01.01.1999, Blaðsíða 100
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON RITMENNT skoða örlítið nánar. Beethoven er á lífi og er á íslandi í einhvers konar opinberri heim- sókn, býr í Ráðherrabústaðnum við Tjarnar- götu, og ætlar að dveljast á Islandi í tuttugu ár við tónsmíðar. Jón var alla tíð þeirrar skoðunar að til þess að hann gæti fullnýtt lcrafta sína til tónsmíða yrði að búa svo um hnútana að hann gæti sinnt list sinni ein- göngu, ótruflaður af dægurþrasi og amstri hversdagsins. Á árunurn sem Jón gegndi embætti tónlistarstjóra Ríldsútvarpsins eyddi hann megninu af tíma sínum við tón- smíðar í Viðey og fannst eldd nema sjálfsagt að skapandi listamaður í slíkri stöðu fengi tældfæri til að vinna að list sinni.27 Áriö 1953 - þ.e.a.s. fimm árum áður en hann dreymdi drauminn um Beetlioven - sótti Jón um stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöll- um. í umsókninni tók Jón sérstaldega fram að fengi hann embættið myndi það gera honum kleift að semja tónlist af meiri krafti en ella.28 Það urðu Jóni sár vonbrigði að fá ekki starfið, og hann samdi m.a. verldð Vílc- ingasvar op. 54 sem mótmæli við veitingu embættisins. Ef hinn opinberi dvalarstaður Beethovens í draumnum er til marks um að íslenska ríl<ið hafi tekið að sér að styrkja Ludwig van Beethoven til tónsmíða í 20 ár er varla hægt að ímynda sér annað en að Jón hefði feginn staðið í sömu sporum. En það er el<ki síður Beethoven sjálfur sem minnir á Jón Leifs í draumnum, og kannski meira en búast mætti við. Hann er „á besta aldri", kannski á svipuðum aldri og Jón sjálfur, og virðist gera ráð fyrir því að eiga a.m.k. tutt- ugu ára starfsævi fyrir höndum. Sjálfsagt hefur því verið noklcuð eins farið með Jón, enda ekkert einsdæmi að tónskáld semji langt fram á áttræðisaldur og jafnvel lengur. Þannig vonaðist Jón til að honum entist ald- ur til að ljúka við öll mildlvægustu verk sín, og þá sérstaklega Eddu-óratóríurnar, en ótt- aðist engu að síður að deyja frá óloknu verki eins og hljómsveitarverkin Fine I op. 55 og Fine II op. 56 bera með sér.29 Það sem vekur þó kannski mesta furðu er að ekki aðeins Jón, heldur fjöldi fólks, kem- ur í Ráðherrabústaðinn til þess að tala við Beethoven. Þegar það er haft í huga að Beet- hoven var meira eða minna heyrnarlaus síð- ustu tuttugu ár ævi sinnar kemur þessi skyndilegi bati hans óneitanlega nokkuð á óvart. Það er hins vegar athyglisvert að í skrifum Jóns um Beethoven dvelur hann sjaldnast lengi við heyrnarleysi tónskálds- ins og veltir lítið fyrir sér þeim sálrænu og félagslegu flækjum sem menn hafa gjarnan rakið beint til dvínandi heyrnar tónskálds- 27 Sjá m.a. bréf Jónasar Þorbergssonar útvarpsstjóra til Jóns (Reykjavík, 17. ágúst 1935): „Síðan þér hurfuð aftur heim í júnímánuði, hafið þér ekki tekið upp reglubundið starf hér við stofnunina, heldur hafið þér þvert á móti flutt burtu úr bænum og hafið oft- ar en einu sinni í bréfum tekið það fram, að þér haf- ið gert það, til þess að fá algert næði við tónsmíð- ar" (Handritadeild Landsbókasafns). Viðhorf Jóns að slík fjarvera hafi verið fullkomlega eðlileg og nauðsynleg liststörfum hans kemur m.a. fram í út- varpsviðtali við Jónas Jónasson frá árinu 1964 (í vikulokin, 14. nóvember 1964, Segulbandasafn Ríkisútvarpsins, DB-814). 28 „Mörg umfangsmikil tónverk, sem ég hefi £ undir- búningi, mundu ekki skapast af minni hendi, nema mér öðlist færi á einhverjum slíkum þögulum griðastað sem Þingvöllum, en helgi staðarins, nátt- úra hans og saga, mundu vera mér ómetanleg upp- örfun og innblástur við starf þetta" (úr bréfi Jóns til Þingvallanefndar, Reykjavik, 13. maí 1953). 29 Jón samdi Fine I og II í nóvember árið 1963, og gaf fyrirmæli um að þau mætti flytja £ lok tónverks sem Jón kynni að deyja frá óloknu, „jafnvel í miðj- um takti". Síðasta Eddu-óratórían (Ragnarökr, op. 65) var ófullgerð þegar tónskáldið lést árið 1968. 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.