Ritmennt - 01.01.1999, Blaðsíða 104
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
RITMENNT
fyrir blandaðan kór og gerði þar með þakk-
arsöng meistarans að sínum eigin.33 Auk
þess virðist sem Jón hafi hér enn verið að
leita tengslanna við hinn norræna Beet-
hoven því helsta sérkenni kvartettþáttarins
er lýdíska tóntegundin, sem er helsta tón-
tegund íslenskra þjóðlaga en þekkist ekki í
tónlist klassíska tímans nema í ofangreindu
verki. Með útsetningu sinni hélt Jón áfram
fyrri tilraunum til að réttlæta ævistarf sitt
og sanna gildi tónverl<a sinna með því að
eigna sér Beethoven sem fyrirmynd, um leið
og hann vann ótrauður að endurreisn nor-
rænnar listar á þeim grunni sem hann taldi
að Beethoven hefði lagt með tónlist sinni.
Með þessum hætti vonaðist Jón til að upp-
fylla listrænt takmark sitt: að taka við
kyndli meistarans og verðskulda þannig
nafngiftina „Beethoven norðursins".
valdssyni og Sigurbirni Einarssyni biskupi fyrir
greinargóð svör varðandi sálm Þorsteins og frum-
hcimildir hans.
33 Jón hafði hins vegar ckki átt við veikindi að stríða
áður en hann útsetti kvartettkaflann þótt Carl-
Gunnar Áhlén gefi slíkt í skyn í grein sinni „Jón
Leifs", bls. 12 (upplýsingar frá Þorbjörgu Leifs, 13.
júlí 1999).
Tónsmíðar Jóns Leifs sem byggö-
ar eru á verkum Beethovens:
Kadensa fyrir píanókonsert Beethovens í c-moll
op. 37; 23. mars 1920.
Variazioni Pastorali (Tilbrigði við tema eftir Beet-
hoven) op. 8; 1920-30.
Turmglockenspiel úber Themen aus Beethovens
Neunter Symphonie (Hommage au grand
maitre flamand Ludwig van Beethoven);
maí-júní 1958, tvær útgáfur.
Heilsuheimt (útsetning á kafla úr strengjakvartett
í a-moll op. 132 eftir Beethoven fyrir blandaðan
kór, við ljóð Þorsteins Valdimarssonar); júlí
1965.
Greinar og erindi Jóns Leifs um
Beethoven:
Entstellung klassischer Musik. Hellweg: Monats-
schrift fúr Deutsche Kunst (greinasafn með
dæmum úr tónlist Beethovens, sem birtist á ár-
unum 1924—25).
Grundlagen klassischer Interpretation (Gezeigt
am ersten Satz der Eroica). Zeitschrift fúr
Musik 92 (1925), 633-39.
Interpretationsstudien (Der Eroica-Trauermarsch;
Das Eroica-Finale). Ncues Beethoven-Jahrbuch
3 (1927), 62-90.
Dcr nordische Beethoven. Rheinisch-Westfálische
Zeitung, 13. mars 1927; Deutsche Militár-
Musiker-Zeitung, 7. sept. 1929.
Beethoven. - 100 ára minning. Vörður 5 (13), 26.
mars 1927, bls. 1-2.
Erfðaskrá Beethovens [þýðing á Heiligenstadt-
bréfinu]. Eimreiðin 33 (1927), bls. 264-67.
Ómerkt útvarpshandrit með kynningum á Beet-
hoven og tónlist hans, flutt í Ríkisútvarpið dag-
lega á tímabilinu 29. júlí - 5. ágúst 1934. (Lbs.)
Erfðaskrá Beethovens. Grein í bæklingi Tónlistar-
sýningarinnar 1947 (einnig flutt sem útvarpser-
indi 9. febrúar sama ár). (Lbs.)
Islands kúnstlerische Anregung. Reykjavík:
Islandia Edition, 1951.
Tveir draumar. Morgunn 40 (1), 1959, bls. 45-47.
Seinustu verk Beethovens. Erindi flutt á tónlistar-
kynningu í Háskóla Islands, ritað á dánardegi
Beethovens, 26. mars 1960. (Lbs.)
100