Ritmennt - 01.01.1999, Síða 108
JÓN VIÐAR JÓNSSON
RITMENNT
fenglegri persónu. Gunnar var hommi og fór
svo að hann tók að leggja heita ást á Guð-
mund svo sem hann lýsir ítarlega í óprent-
aðri sjálfsævisögu sinni, „Tanker og Stemn-
inger".2 Þær tilfinningar gat Guðmundur
ekki endurgoldið, og gerðist vinskapur
þeirra ærið stormasamur uns upp úr slitn-
aði að fullu um 1930. Um líkt leyti kynnt-
ist Gunnar Ingeborg Sigurjónsson, ekkju Jó-
hanns Sigurjónssonar, sem fól honum alla
umsjá með eftirlátnum gögnum skáldsins
áður en hún lést árið 1934.
Ýmis atvik leiddu síðar til þess að Gunn-
ar var ráðinn leikstjóri hjá Leikfélagi
Reykjavíkur vetrarlangt 1934-35, og vísast
um það til fyrrnefndrar ritgerðar minnar.
Hann var þá orðinn ágætis íslenskumaður
með tvær Islandsheimsóknir að baki; var
hin fyrri árið 1923 er hann kom hingað sem
aðstoðarmaður Guðmundar Kamban við
gerð kvikmyndarinnar Höddu Pöddu en hin
síðari vorið 1927; í það sinn einnig til að lið-
sinna vini sínum við sviðsetningu tveggja
leikrita hans. Að lokinni íslandsdvölinni
1934-35 sneri hann aftur til síns heima en
náði þar aldrei þeirri fótfestu í leikhúsinu
sem hann þráði. Á fimmta áratugnum hafði
hann framfæri sitt aðallega af gerð fræðslu-
kvikmynda. Hann hafði frá unga aldri verið
mikill kvikmyndaunnandi og kunni vel til
verka á því sviði þó að hann stundaði aldrei
formlegt nám í kvikmyndagerð.3
Gamall góðkunningi tekur upp
þráðinn
Gunnar kynntist að sjálfsögðu mörgum ís-
lendingum í ferðum sínum til íslands, eink-
um þó veturinn 1934-35. I þeim hópi var
fyrrnefndur Haraldur Á. Sigurðsson. Harald-
ur var ekki aðeins einn af dáðustu gaman-
leilcurum Reykvíkinga, allt frá því hann sté
fyrst á svið snemma á þriðja áratuginum,
heldur jafnframt um árabil einn helsti for-
göngumaður revíusýninga í bænum. Árið
1943 stofnaði hann ásamt þeim Emil
Thoroddsen og Indriða Waage Fjalaköttinn
sem stóð fyrir leiksýningum næstu ár, aðal-
lega revíum, og nokkrum árum síðar Bláu
stjörnuna sem hélt úti revíum og kabarett-
um í Sjálfstæðishúsinu til 1952. Haraldur
tók við fyrirtækjum föður síns, Heildversl-
un Ásgeirs Sigurðssonar og Edinborgarversl-
un, og rak þau um áratugi; þetta voru traust
fyrirtæki og Haraldur góðum efnum búinn.
Á stríðsárunum var að sjálfsögðu lítið um
bein samskipti milli íslands og Danmerkur.
Það var ekki fyrr en eftir áramót 1946 að
Gunnari barst bréf frá Haraldi. Haraldur
hafði hýst Gunnar í síðustu og lengstu
Reykjavíkurdvöl hans og þeim þá bersýni-
lega orðið vel til vina. Eru bréfaskipti þeirra,
2 Handrit verksins er í IConungsbókhlöðu Dana. Sjá
Gunnar Robert Hansen, „Tanker og Stemninger",
Kgl. Bibliotek, acc. 1968/79.
3 Vorið 1922, þegar Gunnar var við tónlistarnám í
París, fékk hann tækifæri til að fylgjast með töku
myndar í einu stærsta kvikmyndaveri Frakka, og
eftir heimkomuna til Danmerkur gerði hann þá um
sumarið litla mynd byggða á þjóðvísnaminnum,
Det gyldne Horn. Árið 1926 vann hann að kvik-
myndinni Det sovende Hus sem var byggð á hand-
riti þeirra Guðmundar Kamban og Kamban leik-
stýrði. Síðar samdi hann handrit að þremur leikn-
um myndum: Elverhaj (1939), Sommergæster
(1940) og Drama pd Slottet (1943) og var jafnframt
aðstoðarmaður leikstjóra við gerð þeirra. Á fimmta
áratugnum gerði hann 20 fræðslumyndir skv. lista
í gögnum hans, flestar byggðar á eigin handriti, og
eftir að hann var sestur að hér á landi myndirnar
Barnið og gatan, Sigur lífsins (fyrir S.Í.B.S.) og
Hafnarfjörður fyrr og nú. Sjá Lbs 703 fol.
104
104