Vera - 01.02.1999, Qupperneq 11
Helga Sigurjónsdóttir, menntaskólakennari
Valdalausar kennslukonur -
hvers vegna?
Haustið 1957 hóf ég störf sem barnakennari í Kópavogsskóla
þaðan sem ég hafði útskrifast með barnapróf átta árum áður.
Sumir samkennara minna voru fyrrum kennarar mínir, góðir
kennarar og sómi stéttar sinnar enda virtir af nemendum og
foreldrum. Þá var þetta karlastarf og naut virðingar. Með setn-
ingu fyrstu fræðslulaganna 1907 tókst þjóðarsátt um menntun.
Hún var talin með eftirsóknarverðustu gæðum lífsins, þess
vegna voru kennarar mikils metnir. Þeim var trúað fyrir því
ábyrgðarmikla starfi að miðla þekkingu til ungmenna og koma
dýrmætum menningararfi Vesturlanda milli kynslóða; arfi sem
á rætur að rekja til menningar fornríkjanna við Miðjarðarhaf.
Þá kom engum til hugar að kyn kennara skipti máli. Góður
kennari var sá sem náði að fullnægja fróðleiksþorsta nem-
enda, glæða áhuga þeirra á námsefninu og opna þeim nýja
heima. Hjá slíkum kennara leið börnunum vel, þau voru
kappsfull og áhugasöm og vildu gera betur og betur.
Karlmennirnir hurfu úr grunnskólun-
um
En nú er af sem áður var. Kennarar eru ekki
lengur virt stétt og vel launuð enda ekki lit-
ið á starf þeirra sem fræðslustarf fyrst og
fremst. Grunnskólakennarar hafa samþykkt að verða
nokkurs konar vinnukonur allrar þjóðarinnar. Þeir telja sér
skylt að auk sjálfrar kennslunnar sé stundleg og tímanleg velferð
barna og unglinga á ábyrgð þeirra ekki siður en foreldra. Með því að
undirgangast þessar kröfur stjórnvalda, foreldra og uppeldisfræðinn-
ar hafa grunnskólakennarar glatað forræði yfir eigin starfi.
En hvernig gerðist þetta? Hvernig glataði virt stétt og valdamikil
hvoru tveggja völdum og virðingu á fáum árum? Upphafið má rekja
til stofnunar skólarannsóknadeildar í menntamálaráðuneyti árið
1966. Uppeldisfræði var ný en vanmáttug fræðigrein sem átti sér
ekki lífs von nema með því að ná völdum í menntakerfinu. Til að það
tækist varð að rýra gildi hefðbundinnar kennaramenntunar og gera
lítið úr kennslu starfandi kennara. En fyrsta skrefið var samt að fá full-
komið vald yfir menntun kennara. Það tókst þegar kennaramenntun-
in færðist á háskólastig. Þá var hlutur svokallaðra uppeldisgreina
aukinn en menntun í kennslugreinum látin mæta afgangi. Samtímis
var hafinn áróður gegn kennarastéttinni: „gömlu” kennararnir voru til
fárra fiska metnir og starf þeirra ekki aðeins lélegt heldur jafnvel
hættulegt þroska og velferð barna og unglinga. Uppeldisskólinn var
að taka við af hefðbundnum eða klassískum skóla.
Nýjungunum fylgdi ekki aðeins valdaleysi heldur ómæld
en ólaunuð heimavinna, m.a. gerð námsefnis í stórum stíl. „Gam-
alt og úrelt námsefni", eins og uppeldisfræðin kallaði kennslubæk-
urnar, þótti ekki boðlegt lengur. Þar sem nýtt og betra námsefni lét á
sér standa, og gerir enn, hafa kennarar orðið í frítíma sínum að búa
til námsefnið að miklu leyti sjálfir. Fyrir enga borgun.
Eftir fá ár við þessi kjör hurfu karlmennirnir hreint og beint úr
grunnskólunum, aðeins skólastjórar héldu velli en einnig þeir eru að
hverfa. En hvers vegna fóru þeir fremur en konurnar? Skýring mín er
sú að karlar hafi sökum menningar sinnar kunnað betur að verð-
leggja tíma sinn og vinnu en konur. Margar kvennanna voru að stíga
fyrstu skrefin á vinnumarkaði en á þessum árum var reglan sú að gift-
ar konur ynnu ekki utan heimilis. í samræmi við aldagamla kvenna-
menningu voru konur ekki vanar að verðleggja tíma sinn og vinnu.
Þær voru því tiltölulega auðveld bráð valdaránsmanna, ekki síst þeg-
ar höfð var að yfirvarpi samúð með svokölluðum lítilmagna í skóla-
kerfinu, börnunum sem lentu í tossabekkjunum og áttu ekki aftur-
kvæmt þaðan.
11
Agi ag uppeldi