Vera - 01.02.1999, Side 12
„Það auðveldar mjög samskipti í fjölskyldunni að setja fáar en ein-
faldar reglur sem börnin skilja. Eins þarf að setja reglur um reglurn-
ar, t.d. um viðurlög og ákvarðanatöku. Reglum á að framfylgja. Setjið
engar reglur nema þið séuð staðráðin í að taka þær alvarlega."
Ur kallanum Agi er jarðvegur sjálfsagans úr békinni Lengi muna bðmin eftir Sæmund Hafsteinsson.
Tilgáta mín um vanmat kvenna á sjálfum sér, vinnu sinni, tíma og á-
gæti að öðru leyti á við fleiri rök að styðjast. Á haustdögum var sagt
frá könnun sem ungur maður gerði meðal háskólanema í ýmsum
greinum. Könnuninni var ætlað að leiða (Ijós vonir þær sem nemend-
ur gerðu sér um laun að námi loknu. Eitthvað var misjafnt eftir deild-
um hvað menn gerðu sér háar hugmyndir um laun og kom sjálfsagt
ekki á óvart. Hins vegar vakti það sérstaka athygli unga mannsins
sem gerði könnunina að konur í öllum deildum bjuggust við að fá tals-
vert lægri laun en skólabræður þeirra.
Sé það rétt að konur vanmeti almennt vinnu sína og tíma, hvers
vegna hafa þá ekki aðrar kvennastéttir hér á landi hrapað eins langt
niður í völdum og virðingu og kennarastéttin, t.d. hvorki hjúkrunar-
fræðingar né Ijósmæður? Um leið og menntun þeirra færðist á há-
skólastig jókst hvort tveggja virðing þeirra og völd sem vænta mátti,
öfugt við það sem gerðist hjá kennurum. Báðar þessar stéttir eru
samt lágt launaðar en launin segja ekki nema hálfa sögu um virðingu
stéttar. Ég tel skýringuna blasa við. Hvorug þessara stétta fékk á bak-
ið aðvífandi stétt sem hefði ekki verið lífvæn nema með því að ræna
völdum af þeim sem fyrir voru; hjúkrunarfræðingum og Ijósmæðrum.
Vald uppeldisfræöinnar og fræösluskrifstofanna
En þetta var ekki nóg. Með grunnskólalögum var aukið við faglegu og
skipulagslegu valdaþrepi í menntakerfið. Fræðsluskrifstofur komu til
sögunnar og þó að þar hafi eflaust unnið ágætt fólk varð aukin fagleg
yfirbygging enn til að draga burst úr nefi starfandi kennara en auka
völd uppeldisfræðinnar sem hafði þarna vísan aðgang að kennurum
með hugmyndir sínar, góðar og slæmar. Hvernig hefði farið fyrir hjúkr-
unarfræðingum og Ijósmæðrum hefði verið komið á faglegri yfirstétt
sem þær hlutu að lúta, beint eða óbeint? Hefðu þessar stéttir ekki
smám saman glatað faglegu öryggi sínu, eins og raunin er orðin í
skólakerfinu? í umræðum um skólamál er sjaldan talað við skóla-
stjóra; fræðslustjórar, uppeldisfræðingar og félagsfræðingar eru oftast
kallaðir á vettvang. Eða hvað er orðið af öllum stórkennurunum sem
voru landsþekktir fyrr á árum? Fræðsluskrifstofur eru dýr en með öllu
óþarfur milliliður milli skóla og menntamálaráðuneytis. Þær þarf að
leggja niður en færa um leið hvort tveggja til skólanna sjálfra; peninga
og völd. Þá fyrst mætti fara að tala um sjálfstæði skóla, sem við nú-
verandi aðstæður hljómar ekki sannfærandi.
Óréttmætar kröfur til kennara
Saga kennarastéttarinnar hér á landi sl. 30 ár er sorgarsaga. Af henni
ættu aðrar stéttir að draga lærdóm. Stétt sem afsalar sér faglegu for-
ræði missir völd og valdalaus stétt nýtur ekki virðingar. Afleiðingin er
ekki aðeins lág laun heldur nær algert varnarleysi, eins og lýðum er að
verða Ijóst af nýlegum frásögnum í fjölmiðlum um andlegt og líkam-
legt ofbeldi við kennara.
Hingað til hafa framhaldsskólakennarar haldið nokkurn veginn virð-
ingu sinni og völdum. Með síðustu kjarasamningum bendir þó ýmis-
legt til þess að þeir séu að hefja sömu þrautagönguna og grunnskóla-
kennarar lögðu af stað í fyrir 30 árum. Með samningunum hafa fram-
haldsskólakennarar gengist við óréttmætum kröfum stjórnvalda og
uppeldisfræðinnar um félagslega - og að nokkru leyti foreldraábyrgð
- á nemendum sínum. Þar með hefur stéttin glatað forræðinu yfir
sjálfri sér.
NiðurstaÖa
Hver sú stétt sem glatar faglegu forræði og viðurkennir vald annarra
yfir starfi sínu er glötuð. Grunnskólakennarar hafa í 30 ár gengið fag-
lega eyðimerkurgöngu. Hið sama hlýtur að blasa við framhaldsskóla-
kennurum ef fram fer sem horfir. Aðeins öflug viðspyrna af þeirra
hálfu, byggð á skörpum skilningi á valdatækni og góðri þekkingu á
skólasögunni sl. 30 til 40 ár, getur forðað þeim frá sömu örlögum.
Mér þykir vænt um stétt mína. Ég hef átt góða daga sem mennta-
skólakennari undanfarin 17 ár. í Ijósi sögunnar hlýt ég þó að vera
svartsýn á nánustu framtíð félaga minna. Með síðustu samningum
sínum stigu þeir fyrsta skrefið á þeirri óheillabraut sem leiðir til faglegs
ósjálfstæðis. Sameining kennarafélaganna er næsta skref. Ég verð
ekki með.
ÓLAFUR
ÞORSTEINSSONehf
Vatnagarðar 4 • Pósthólf 551 • 121 Reykjavík
BRÉFSEFNI
UMSLÖG
PRENTPAPPÍR
KARTON
UÓSRITUNARPAPPÍR
12