Vera - 01.02.1999, Blaðsíða 13

Vera - 01.02.1999, Blaðsíða 13
. a Margrét Arnljótsdóttir, skólasálfræöingur í Reykjavík C Úll börn þurfa ást og virðingu Þegar kallaö er á lögreglu til að tryggja vinnufrið í grunnskóla, hlýtur að vera tími til komin að staldra við og íhuga hvort þetta sé sá grunnskóli sem við viljum bjóða börnunum okkar upp á. Það segir sig líka sjálft að ef kennarar þurfa að nota mikla orku við að halda aga í bekk, verður minna úr markvissri kennslu fyrir þau börn sem ekki eru með agavandamál. Agaleysi í skólum er þó ekkert séríslenskt vandamál, erlendis veltir , fólk því einnig fyrir sér hvernig hægt sé að fyrir- byggja ofbeldi og hörku meðal barna. Ég hef lengi unnið með skólafólki, börnum og fjölskyldum, og hegð- unarvandamál barna er ein algengasta ástæðan fyrir því að foreldrar og skólafólk leita eftir aðstoð. Þetta eru vandamál eins og þegar börnin gera ekki það sem þeim er sagt og sinna ekki þeim verkefn- um sem þau eiga að vinna. Þau trufla kennslu, blóta, nöldra, rífast, öskra, stríða eða lenda í slagsmálum. Sum eiga erfitt með að einbeita sér, önnur eru óttalegir klaufar í samskiptum sínum við aðra krakka og fullorðna. Hegðunarvandamál koma oftast fram áður en barnið verður 7 ára gamalt og því fyrr sem unnið er að því að leiðrétta börnin og hjálpa þeim, því meiri líkur eru á að árangur náist. Ef ekkert er að gert, aukast hins vegar líkurnar á að vandinn vindi upp á sig, aukist og magnist með árunum og þá er erfiðara að taka á honum. Hvernig hugsa árásargjörn börn? Við vitum að það eru margar beinar og óbeinar ástæður fyrir hegðun- arerfiðleikum. Sumt er okkur áskapað svo sem skap, erfðir eða taugasálfræðilegir veikleikar. Annað mótast með árunum og þeim viðhorfum sem við tileinkum okkur og kennum börnunum okkar. Til- tölulega nýlegar rannsóknir hafa beinst að því að reyna að skilja hvernig árásargjörnu börnin hugsa og hvernig þau líta á heiminn. Það ^ er t.d. oft mikilvægt fyrir árásargjörn börn að ná völdum, en þegar vandamál koma upp eiga þau oft erfiðara með að ræða málin og finna leiðir til að leysa vandann. Ef þeim finnst að þeim vegið, finnst þeim sjálfsagt að hefna sín og svara stundum margfalt fyrir sig. Þau eiga hins vegar erfiðara með að sjá sína eigin árásargirni og eiga oft erfitt með að sjá heiminn út frá sjónarhorni hins aðilans. Það getur því verið erfitt fyrir þau að skilja hvaða afleiðingar hegðun þeirra hef- ur á aðra. □fbeldi ýtir undir hegðunarerfiðleika Við vitum að agaleysi og ofbeldi eykst við heimiliserfiðleika, álag og stress á heimili, og þar sem ofbeldi er beitt heima. Önnur leið til að auka á hegðunarerfiðleika barna er að gefa þeim óskýr skilaboð, t.d. þar sem viðbrögð við hegðunarerfiðleikum fara meira eftir skapi hins fullorðna heldur en alvarleika brotsins. Einn daginn er allt leyfilegt, hinn daginn er ekkert leyft og sífellt verið að nöldra og tuða. Við vit- um líka að skólinn getur aukið á erfiðleikana, ef illa gengur í námi, kennslan er slæm, eða ef barninu er hafnað af jafnöldrum. Samfélag- ið okkar skiptir einnig máli. Fjölmargar rannsóknir kenna okkur að of- beldisfullar fyrirmyndir, t.d. í fjölmiðlum, kenna börnum ofbeldi og ýta undir hegðunarerfiðleika. Það er engin ein ástæða fyrir ofbeldi og agaleysi, heldur margar. Þegar barn verður fyrir áhrifum af mörgum ólíkum þáttum, aukast lík- urnar á að illa fari. Á sama hátt og það er engin ein ástæða fyrir ofbeldi og agaleysi, er engin ein leið til að laga vandann. Það þarf að vinna á mörgum víg- stöðvum, með barnið sjálft, í fjölskyldu þess, í skólanum. Ekki hvað síst ættum við að stuðla að samfélagi þar sem öll börn fá þroskavæn- legt umhverfi þar sem þeim líður vel og hæfileikar þeirra fá tækifæri til að njóta sín. Það eru ekki síst þau börn sem eru í erfiðleikum með hegðun sína sem við megum aldrei gefast upp við að reyna að finna leiðirtil að að- stoða. Öll börn, hvort sem þau eru með hegðunarerfiðleika eða ekki, þurfa að læra sjálfsaga en þau þurfa líka ást, virðingu, hvatningu og á jákvæðri athygli að halda. 13 Agi og uppeldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.