Vera - 01.02.1999, Qupperneq 14
Brynhildur H. Omarsdóttir
Olafía Erla
Svansdóttir
Bríet
og sneiðin af kökunni
Þóra Þorsteinsdóttir
Þuríöur Ósk Hólmfríður Anna
Sigurjónsdóttir Baldursdóttir
Fríða Rós
■
Valdimarsdóttir
Vera: Hvaö eru Bríeturnar?
Bríet: Bríet er féiag ungra femínista. Viö vorum
sex vinkonurnar sem mættum á landsfund Kvenna-
listans haustiö 1997 og stofnuðum félagið í kjölfar
þess. Viö vildum stofna nokkurs konar ungliða-
hreyfingu Kvennalistans. Seinna varö Bríet fremur
félag ungra femínista en ungliöahreyfing stjórn-
málaflokks. Núna eru alls ekki allir meölimir Bríet-
ar skráöar í Kvennalistann.
Vera: Af hverju voru Bríeturnar stofnaöar?
Bríet: Þaö vantaöi félag fyrir unga femínista og
okkur fannst þaö skrítiö. Vinkonurnar sem stofn-
uöu þessa hreyfingu voru búnar að sitja heima og
á kaffihúsum aö ræöa femínísk málefni. Okkur
langaði aö gera eitthvað meira en bara sitja heima
og blaöra. Okkur langaði aö fá fleiri inní þessar um-
ræöur og gera eitthvað. Síöan buöu Kvennalista-
konur okkur húsnæöi fyrir fundina og félagið varö
til.
Vera: Hvers konar konur eru í Bríeti? Eigið þiö eitt-
hvaö eitt sameiginlegt?
Bríet: Viö erum mjög svipaðar. Viö erum allar 19 til
23 ára, búnar með menntaskólann eöa að klára. Fé-
lagarnir eru allir vinkonur eöa kunningjar upphaf-
legu stofnfélaganna og viö þekkjumst allar mjög
vel núna.
Vera: Ég sé aö það eru engir strákar staddir hérna.
Núna finnst flestum að femínismi sé málefni sem
komi öllum viö, bæöi körlum og konum, þar sem
bæöi kynin tapa á misrétti innan samfélagsins. Af
hverju eru engir strákar meölimir Bríetar?
Bríet: Viö héldum, þegar viö stofnuðum Bríeti, aö
strákar myndu vilja koma inn í félagiö. Margir af
okkar karlvinum eru femínistar, en þaö hefur eng-
inn boðiö sig fram. Strákar hafa ekki eins brenn-
andi áhuga á femínisma og viö. Strákar eru ekki
femínistar „by heart", þeir bara eru þaö. Þeir styöja
það sem við erum aö reyna aö gera, en þeir eru
ekki tilbúnir til aö hella sér inn í baráttuna.
Vera: Er algengt meðal kvenna á ykkar aldri aö
styöja kvenréttindabaráttuna opinberlega? Eru
ungar konur meövitaöar um kvenréttindi?
Bríet: Nei. Það er ekki mikil umræða í gangi um
femínisma. Fólki finnst femínismi vera gömul
tugga, staönaö málefni, sem þaö er alls ekki. Fólk
veröur svo hrætt viö þessi orö, kvenfrelsisBAR-
ÁTTA. í huga almennings er femínismi nátengt orð-
um eins og kvenremba, rauösokka, belja, tík, kerl-
ing. Viö viljum koma á jákvæðum orösifjum viö
orðið femínismi. Viö viljum aö konur og karlar geti
kallað sjálft sig feminista án þess að allar þessar
neikvæöu ímyndir vakni upp í hugum fólks við þá
tilkynningu. Fólk veit í raun ekki hvaö femínismi
þýöir. Femínismi er gífurlega víðfeðmt hugtak sem
er alls ekki bara þessi barátta rauðsokkanna á árum
áöur.
Vera: Hafið þið einhverjar áætlanir um að þróast og
stækka eins og stjórnmálahreyfingarnar hjá hinum
flokkunum? Viljið þiö veröa grandiós stórveldi eins
og t.d. SUS?
Bríet: Nei, viö lítum ekki á okkur sem stjórnmála-
hreyfingu einungis.
Vera: Hvernig þá, sem rabbhóp...?
Bríet: Já og nei. Viö viljum ekki kalla okkur rabb-
hóp [saumaklúbburlj. Viö höfum nú gert ýmislegt,
ýmsar aögeröir... Annars getum viö sagt aö félagiö
14