Vera - 01.02.1999, Síða 16

Vera - 01.02.1999, Síða 16
Bríet: Við erum á móti X-inu. Við viljum vera hin rödd- in. Engin kvenrödd heyrist á öldum X-ins. Hjá fyrirtæk- inu Fínum miöli, sem stjórnar X-inu og fleiri útvarps- stöðvum, eru e.t.v. þrjár konur af fjörtíu sem eru titl- aðir dagskrárstjórar. Við notuðum þetta reyndar sem rökstuðning fyrir því að Menningarsjóður veitti okkur styrk, það að konur vantaði í útvarpið. Við hefðum aldrei fariö á X-ið, það var hvorki áhugi hjá okkur fyr- ir því og þá örugglega ekki á útvarpsstöðinni heldur. X-ið er á allt öðrum nótum en við. Auglýsingarnar sem X-ið notar til að auglýsa sig eru hræðilegar. Þær eru t.d. „Við myndum taka All Saints [kvennahljómsveit], enviðspilum þæraldrei.” eða „X-iö: fyrir stelpur sem kyngja... “ Þetta er kvenfyrirlitning á hæsta stigi og viö viljum tala á móti þessu. Karllægu sjónarmiðin sem heyrast á X-inu eru eins og æxli sem stækkar og stækkar og öllum finnst vera allt í lagi. Flestum finnst þessar auglýsingar bara vera fyndnar. Einnig hentar Bylgjan okkur vel því að við vildum ná til fólks úti á landsbyggðinni. Vera: Hvernig er Embla byggð uþþ? Bríet: Þetta eru tíu tveggja tíma þættir og hver þáttur hefur eitthvað ákveðið þema. Hver þáttur er tileinkað- ur einni gyðju. Þetta eru nokkurs konar fléttuþættir, farið er úr einu yfir í annað. Við höfum t.d. pistla frá Danmörku, viðtöl og hugleiðingar, og farið er út á götu og talað viö fólk. Og inn í þetta blandast alls konar tón- list. Embla er á léttu nótunum. Hún er vakning fyrir alla. [ raun og veru höfum við engan sérstakan mark- hóþ, bara alla sem vilja hlusta á. Vera: Núna eru miklar sviptingar I kvenréttindabaráttu í stjórnmálum á íslandi en Kvennalistinn hefur sam- einast jafnaðarmannaflokkunum I einni Samfylkingu. Hefur Bríet einhverja skoðun á Samfylkingunni? Bríet: Viö höfum allar mismunandi skoðanir á Sam- fylkingunni. Bríet er eins og viö sögðum áðan ekki hreinræktuð stjórnmálahreyfing og aðeins hluti okkar eru meðlimir Kvennalistans. En við erum allar ánægð- ar með hvað konur eru stór hluti og mikilvægur hluti Samfylkingarinnar. Vera: Hver haldið þiö að verði framtíð Kvennalistans á nýrri öld? Bríet: Við vonum að á næstu öld verði ekki lengur nein þörf á Kvennalistanum. Eins og stendur er hins vegar þörf á honum. Það þarf hugarfarsbreytingu meðal al- mennings, við þurfum fleiri konur á þing. Þaö er von- andi að hlutföllin breytist eitthvað eftir kosningarnar I vor. Vera: Það er vissulega þörf fyrir Kvennalistann, en er í raun einhver forsenda fyrir áframhaldandi tilveru hans þegar hann hefur svona neikvæða ímynd innan samfélagsins? Bríet: Það má ekki gefast upp. Rödd Kvennalistans er mikilvæg innan Samfylkingarinnar og samfélagsins. Hann styður afmörkuð málefni sem enginn annar flokkur einbeitir sér að. Hann hefur gert rosalega margt gott í því að vekja umræður i þjóðfélaginu um það sem betur má fara. Við höfum jafnan hlut á við karlmenn I orði, en ekki á borði. Á meöan Kvennalist- inn er til er ennþá pressa á hina flokkana að stækka sneið kvenna I mýþískri köku sjálfstæðismanna. Vera: Hallelúja. ÞETTA ERU SLYS... ...SEM AUÐVELT ER AÐ FORÐAST ATVR 1G

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.