Vera - 01.02.1999, Qupperneq 17

Vera - 01.02.1999, Qupperneq 17
Dagbók femínistc eftir Úlfhildi Dagsdóttur ég hefði andstœðing að fiefur löngum verið hefð fyrir því fijá yngra fólki að vera í uppreisn. Sérstaklega fiafa ungir menn fundið sig skuldbundna til að sýna einhverskonar andspyrnu gegn því samfélagi sem heftir karlmennsku þeirra og eðlilegan horm- ónavöxt, eða eitthvað. Slík uppreisn tekur oft á sig form að- gengilegra brota á borgaralegum hefðum hvað varðar tungu- tak, klæðaburð og hárafar, einstaka gengur svo langt að gera andspyrnuna að lífsstíl, en það hentar fáum. Nútimasamfé- Þetta vandamál varðandi skort á andstæðingi kom berlega í Ijós þegar hljómsveitin Prodigy lýsti yfir áhyggjum vegna vin- sælda sinna og gaf í beinu framhaldi af því út lagið „smack my bitch up” í von um úthróp og önnur viðeigandi viðbrögð femínista. (Útgáfa sem þessi hlýtur að vekja upp nokkrar mjög áhugaverðar spurningar varðandi stöðu femínismans í dag, þarsem svo virðist sem femínisminn, sú arga uppreisn- arhreyfing, sé skyndilega orðin síðasta vígi smáborgaranna.) Lag þetta hljómaði sérstaklega mikið á útvarpsstöðinni X- inu, sem gefur sig út fyrir að vera miðstöð hinnar alternatívu undirheimamenningar í Reykjavík, og hlógu piltarnir þar dig- urbarkalega yfir tilhugsuninni um æsta femínista, en helstu viðbrögð við laginu voru skammir frá annarri uppreisnar- grúppu, þegar strákarnir í Beasty Boys lýstu yfir lítilli hrifningu á strákapörum sem þessum. Hinsvegar sá X-ið ekki að sér og hefur nú frá síðastliðnu ári eflst og blásið út af kvenfyrirlitn- ingu. Inn á milli stöðvarstefja eins og „við myndum taka all saints, en við spilum þær aldrei” og „fyrir stelpur sem kyngja”, topp tíu listana og Corona bjór auglýsinga, sem allar ganga út á að niðurlægja konur á einhvern hátt, básúna útvarpsmenn X-ins lítilsvirðingu sína (og komplexa?) gagnvart konum yfir Reykjavíkurbúa. Bakslag þetta, eða bylgja, er partur af al- mennri viðhorfstísku sem er farin að gera vart við sig meðal ákveðins hóps, ég þarf vart að minna á þau orð sem Baltasar Kormákur lét falla um stúlkur þær sem eiga ríkan þátt í því að halda krá hans gangandi. Og í nýju tímariti, Húsbændur og hjú, er einfaldlega heil myndaröð helguð kvenfyrirlitningu. laginu hefur hinsvegar tekist að aðlaga sig þessum umbrotum og er nú orðið erfitt um vik að finna uppreisnarflöt þarsem flest andspyrnuleg afbrigði útlits eru ekki bara leyfileg, heldur ákaflega mikið í tísku. (Þo þessi pistill eigi ekki að fjalla um falatísku þá get ég ekki annað en smeygt hér að innan sviga að viðbrögðin við þessari tísku andtískunnar er sú að hörfa aftur til hins borgaralega og nú vaða uppi jakkaföt og dragtir meðal þeirra alkúlustu.) ið, og þeirri hræsni sem hlýtur alltaf að fylgja hugtaki sem sliku. Þannig eru fordómarnir dregnir upp á yfirborðið og básúnaðir með tilheyrandi írónískri sjálfsmeðvitund. Þetta er einkenni á jákvæðasta hluta X-ins, morgunútvarpi Tvfhöfða, sem er hérmeð vandlega undanskilið allri gagnrýni á nefnda rás.) Vandamálið er bara að munurinn á meðvitaðri íróníu og hugsunarlausri endurtekningu er afskaplega lítill í þeim dæm- um sem hér eru til umræðu og lýsir sér kannski best í orðum eins útvarpsmannsins um söngtexta þarsem kona lýsti áhuga sínum á manni: „Hún hlýtur að vera hóra.” Þegar orð af þessu tagi falla gersamlega umhugsunarlaust er greinilegt að brand- arinn er ekki lengur fyndinn (og það er jafngreinilegt að þessi piltur hefur aldrei nokkurntíma kveikt með kvenmanni hina minnstu löngun). En hver eiga viðbrögðin að vera? Hvernig eiga konur að bregðast við þessum nýju strákapörum? Þrátt fyrir að slíkt og Kvenfyrirlitning sú sem hirtist í Prodigy-textanum. X^inu og Húsbœndum og hjúum er ekki það ómeðvitaða, skilyrta kvenhatur sem kvennahreyfingin hefur barist gegn, heldur einmitt meðvitað og markvisst bakslag eða viðbragð við aukinni útbreiðslu kynjaumrceðunnar. Tímarit þetta leggur mikið upp úr því að vera smart og hip og kúl og er „smá-skot-á-kellingarnar” greinilega nauðsyn- legur partur af þvi. Því það er einmitt málið, kvenfyrirlitning sú sem birtist í þessu öllu - Prodigy-texta, X-inu, Húsbændum og hjúum, er ekki það ómeðvitaða, skilyrta kvenhatur sem kvennahreyfingin hefur barist gegn, heldur einmitt meðvitað og markvisst bakslag eða viðbragð við aukinni útbreiðslu kynjaumræðunnar. Þannig virðist sem kvenhatrið sé upphaf- lega sett fram sem brandari, meðvituð ögrun, stæll eða stíll, og þau viðbrögð að hrópa „kvenhatur” tilgangslaus, því eftir þvi úthrópi er einmitt auglýst. (Vissulega má einnig sjá þetta í stærra samhengi í almennri þreytu gagnvart næstum fasískri kröfu um pólitíska rétthugsun sem einkennir nútímasamfélag- þvílíkt virðist við fyrstu sýn of aumingjalegt til að virða það viðlits, þá má ekki gleyma þeim áhrifum sem tískuútvarps- stöð eins og X-ið hefur. Það er eins og strákarnir séu komnir aftur í einhvern mömmuleik og vilji helst láta slá hraustlega á hendurnar á sér; kannski vandamálið sé það að þeir voru ekki skammaðir nóg í bernsku? Hvað sem öðru líður er ég hætt að hlusta á X-ið nema á morgnana milli 7 og 11 og steinhætt að drekka Corona. Og þið munið stelpur: Alltaf að tyggja vel áður en þið kyngið. 17

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.