Vera - 01.02.1999, Page 28
ur ellilífeyrisgreiðslu renni til maka, þannig að hjón
fái sín 50% hvort mánaðarlega á meðan sjóðfé-
laginn lifir. Þetta atriði snertir Ifka skattalega með-
ferð og nýtingu persónuafsláttar beggja aðila. í
öðru lagi er hægt að semja um að maki eignist allt
að helmingi uppsafnaðra ellilífeyrisréttinda sjóðfé-
laga og myndi þannig sjálfstæð réttindi. Um það
þarf að semja a.m.k. sjö árum áður en greiðsla
ellilífeyris hefst. í þriðja lagi er hægt að semja um
að allt að helmingur iðgjalds sjóðfélaga renni til
í nýju lögunum eru ákvœði sem ekki
hefur veríð talað mikið um og snerta
réttindi margra kvenna. Þar erfjallað
um gagnkvæma og jafna skiptingu
áunninna réttinda hjóna eða sambúð-
arfólks í lífeynssjóðí.
Ráðaiöf
sem miðast við þarfir hvers og eins
Fjárfesting & ráðgjöf ehf. er löggilt vátryggingamiðlun
og óháð ráðgjafarfyrirtæki. Framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins er Halldór Björn Baldursson viðskiptafræð-
ingur. Fyrirtækið býður fólki ókeypis ráðgjöf í lífeyris-
málum þar sem þarfir hvers og eins eru metnar og ráð-
gjöf veitt i þeim málaflokkum er snúa að lifeyrissparn-
aði, reglulegum sparnaði og tryggingum. Halldór
skýrði nánar starfsemi fyrirtækisins.
Við fengum Félagsvísindastofnun til að gera könnun á meðal fólks á
aldrinum 50 til 60 ára þar sem spurt var hvort fólk teldi sig vera búið
að tryggja sig nægilega vel til elliáranna. Könnunin leiddi í Ijós aö
konur hafa mun meiri áhyggjur en karlar af að hafa ekki úr nægilega miklu að
spila á efri árum. í könnuninni kom einnig fram að flesta íslendinga dreymir
um að ferðast og stunda tómstundir á efri árum, en til þess að geta slíkt
þurfa flestir að spara meiri en skylda er í almennum lífeyrissjóðum,” segir
Halldór.
Áminningar til fólks um að byrja snemma að spara til elliáranna hafa dun-
ið yfir undanfarið. Mörgum finnst þeir því þurfa á ráðgjöf að halda til að átta
sig á þeim möguleikum sem standa til boða. „Vissulega er um margar leiðir
að velja og því leggjum við áherslu á að meta aðstæður hjá hverjum og ein-
um því þarfir fólks og aðstæður eru mismunandi,” segir Halldór. „Til þess að
geta sett okkur inn í málin fáum við svör við nokkrum spurningum og heim-
ild til að afla upplýsinga um lífeyrisréttindi viðkomandi til þess að geta áætl-
að hvað viðkomandi má búast við að fá í lífeyri, bæði úr lífeyrissjóðum og al-
mannatryggingakerfinu. Ef fólk hefur greitt í marga sjóði um ævina getur það
átt erfitt með að átta sig á stöðu sinni. Síðan metum við hvaða sparnaðar-
form er hagstæðast fyrir viðkomandi og hvar best er fyrir hann að tryggja líf-
eyrisréttindi sín. Eftir að þessu er lokið könnum við hvort hagstætt sé fyr-
ir viðkomandi að nýta sér 2,2% viðbótarlífeyrissparnað og ráðleggjum leiðir
til þess. Víð leggjum áherslu á að sá möguleiki nýtist sem best eftir aðstæð-
um hvers og eins. Jafnframt könnum við hvort ástæða sé til að spara enn
frekar, t.d. til að mæta óvæntum uppákomum. Flestir hafa einnig komið sér
upp iíftryggingu, ýmist einni sér eða í gegnum sparnað og mælum við með
þeirri leið, þ.e. fjárfestingatengdri líftryggingu."
Halldór telur að fólk sé almennt ekki nógu vel tryggt fyrir heilsubrestum og
bendir í því sambandi á örorkulífeyri sem er oft aðeins 56% af launum við-
komandi. „Ef fólk á erfitt með að lifa af launum sínum, hvernig þætti því þá
að lifa af svo lágri upphæð?” spyr hann. „Allt of fáir huga að þvi að tryggja
sig gegn alvarlegum sjúkdómum. í 16 sinnum fleiri tilvikum reynir á sjúk-
dómatryggingu en líftryggingu. í tryggingum gegn alvarlegum sjúkdómum
eru mismunandi bótastig og mismikil áhætta tekin vegna sjúkdóma barna,
en í öllum tilvikum eru börnin tryggð með.”
Elín Norðdahl, lögfræðingur hjá Fjárfestingu & ráðgjöf, telur ákvæði í lífeyr-
issjóðalögunum um heimild sjóðfélaga til að skipta greiðslum í lífeyrissjóð
milli sín og makans, eftir samkomulagi, vera mikið réttindamál fyrir þær kon-
ur sem hafa lengi verið heimavinnandi eða hafa lægri tekjur en makinn. „Ég
hvet konur til að gera slíka samninga ef þær standa ekki jafnfætis makanum
í myndun lífeyrisréttinda. Ef til sambúðarslita kemur er þetta mikil bót fyrir
þær því að þær eiga þá helming af þeim ellilífeyrisrétti sem myndaðist með-
an á sambúðinni stóð," segir Elín.
28