Vera - 01.02.1999, Qupperneq 34

Vera - 01.02.1999, Qupperneq 34
Örorkulífeyrir Ef sjóðfélagi verður fyrir 100% orkutapi við 34 ára aldur fær hann greiddan örorkulífeyri sem nemur 80% (54 stig x 1,48) af grundvallar- fjárhæð sjóðsins á hverjum tíma, eða 48,000 kr. á mánuði. Minni ör- orka veitir rétt til hlutfallslega lægri lífeyris. Ellilífeyrir Nái sjóðfélagi 67 ára aldri eftir að hafa greitt í lífeyrissjóð í 42 ár hefur hann áunnið sér 63 stig (42 ár x 1,5 stig á ári). Ellilífeyrir verður þá 93% (63 stig x 1,48) af grundvallarfjárhæð, eða 55.800 á mánuði. M akalífeyrir Falli sjóðfélaginn frá 34 ára fær makinn 40% (54 stig x 0.74) af grund- vallarfjárhæð sjóðsins á hverjum tíma, eða 24.000 kr. á mánuði. Barnalífeyrir Látist sjóðfélaginn eða verði fyrir 100% orkutapi er greiddur barnalíf- eyrir til hvers barns, óháð réttindastigum. Til viðbótar þessum lífeyri koma lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins. Úr bæklingi Landssambands lífeyrissjóða og Sambands almennra lífeyrissjóða, 1996. ár ífararbroddi RAGNAR BJÖRNSSON ehf Dalshrauni 6 • 220 Hafnarfjörður Símar 555 0397 • 565 1740 Fax 565 1740 ____________________________/ Sannaiörn v// réttindabót fyrir konur ALVÍB - Almennur lifeyrissjóð- ur VÍB - er fullgildur lifeyrís- sjóður með öllum þeim réttind- um og skyldum sem slíkum sjóði fylgja. Hann er fjölmenn- asti séreignarsjóður landsins og hentar vel fyrir þá sem ekki eru skyldugir að greiða i ákveðinn sjóð eða vilja greiða meira en lágmarksiðgjald i lif- eyrissjóð, t.d. 2% skattfrjálst viðbótarframlag. Gunnar Bald- vinsson forstöðumaður ALVÍB skýrði hvað boðið er upp á hjá sjóðnum. Gunnar hja ALVIB 5tarfsemi okkar skiptist í tryggingadeild og séreignardeild. Þeir sem ekki greiða í annan sjóð geta uppfyllt kröfu laganna um lág- markstryggingavernd með því að greiða í tryggingadeildina og einnig er hægt að skipta greiðslum á milli deildanna. Við bjóðurn öllum viðbótartryggingavernd og hægt er að fá líf- og heilsutryggingar frá SAMLlF samhliða greiðslum i séreignardeildina. í séreignarssjóðnum er boðið upp á þrjár ávöxtunarleiðir sem taka mið af aldri sjóðfélaga. Ævi- safn I er fyrir þá sem vilja taka nokkra áhættu og miðast við aldurinn 20 til 44 ára, Ævisafn II er fyrir þá sem vilja taka meðaláhættu og miðast við 45 til 64 ára og Ævisafn III er fyrir þá sem vilja taka litla áhættu og er hugsað fyrir 65 ára og eldri. Sjóðfélagar geta valið sér einstök söfn eða að láta inneign sína flytjast milli verðbréfasafna eftir aldri. Margir hafa lýst áhuga á að ávaxta 2% viðbótarsparnað sinn hjá okk- ur. Ég tel viðbótarsparnaðinn vera hagkvæma sparnaðarleið fyrir þá sem geta lagt þessa upphæð til hliðar. Þar sem um bundinn sparnað er að ræða gætu þeir sem eiga erfitt með að láta enda ná saman og hafa ekki komiö sér upp varasjóði, kosið frekar leiðir þar sem hægt er að gripa til sparnaðarins ef þörf krefur," segir Gunnar. Gunnar segist mæla með þvf að hjón og sambúðarfólk nýti sér þá möguleika sem bjóðast eftir 1. maí n.k. þar sem samið er um skiptingu á lífeyrisgreiðsluiri eða lífeyriseign. Hanri segir þó að lífeyrissjóðirrtir eigi eftir að útfæra framkvæmd þessa ákvæðis og telur mikilvægt að slikur samningur skerði ekki rétt þess sem greitt hefur í lífeyrissjóð til örorku- bóta. „Leiðirnar eru þrjár og er sú fyrsta auðveld i framkvæmd því þar er eingöngu verið að skipta greiðslum ellilífeyris jafnt á milli aðila. Annar möguleiki er að skipta áunnum réttindum annars aðilans á milli. Mér finnst þessi leið sanngjörn ef t.d. kona hefur verið heimavinnandi og I henni felst ákveöin áhættudreifing fyrir hjón ef sá sem á meiri lifeyrisrétt- indi fellur frá á undari. Þá fær eftirllfandl maki helmlng ellilauna til ævi- loka, auk makalífeyris. Ég mæli einnig með þriðju leiöinni, þ.e. að helrn- ingur lífoyrisgreiðslna annars aðilans myndl sjálfstæðan rétt hins. Þetta hentar vel fyrir ungt fólk ef arinar aðilinn er ekki útivinnandi eða þar sem tekjur eru ójafnar. Fólk verður samt að átta sig á þvf að hór er bara ver- ið að tryggja rótt til ellilauna og því getur þurft að kaupa örorkutrygging- ar fyrir þanri sem er ekki úti á vinnumarkaði," segir Gunnar.

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.