Vera - 01.02.1999, Side 37
Hjördís er fædd og uppalin á Fljótsbakka í Eiða-
þinghá sem nú tilheyir Austur-Héraði. í uppvext-
inum vann hún hefðbundin sveitarstörf, var far-
andverkamaður í nokkur ár en settist síðan að á
Hornafirði. Þar vann hún við ýmsar greinar fisk-
vinnslu en hefur siðasta áratug starfað hjá stétt-
arfélagi, þar af verið formaður frá 1993 i Verka-
lýðsfélaginu Jökli. Hjördis hefur ekki áður tekið
þátt i stjórmálum og var ekki flokksbundin í þeim
flokkum sem saman mynda Samfylkinguna.
Hjördis á tvö börn, Hróðmar f. 1988 og Össu Sól-
veigu f. 1989. Sambýlismaður hennar er Skúli
Benediktsson.
Samfylkingin er afl sem þorir að gera
breytingar
í mínum huga eru réttlætismálin efst á baugi. ( starfi
mínu sé ég mörg dæmi þessa. Alls kyns mismunun
eftir því hvar þú býrð, hvernig heilsa þín er, á hvaða
aldri þú ert, launamunur, kynjamismunun og mis-
munun á réttindaávinnslu, svo ekki sé minnst á
skiptinguna á góðærinu margnefnda.
Eitt merki þessa eru búferlaflutntningar fólks á
suðvesturhornið. Til þess að snúa þessari byggða-
röskun við, kæmi til greina að mínu mati, skattaíviln-
un til einstaklinga og jafnvel til fyrirtækja því þau búa
einnig við mismunun í öflun aðfanga, orkukostnaðar
og fleira. Sameining sveitarfélaga er af hinu góða,
stærri eru þau betur í stakk búin til að takast á við
stærri verkefni sem aftur skapar fjölbreyttari atvinnu
heima fyrir. Allir verða að hafa atvinnu og byggja þarf
hana upp á breiðum grunni með möguleikum fyrir
alla, bæði einstaklinga með sérþekkingu svo og
aðra. Menntun og afþreyingu af ýmsu tagi þarf
einnig að bjóða upp á sem víðast. Mikilvægt skref
var stigið þegar kennsla með fjarbúnaði varð mögu-
leg og býður það upp á mikla möguleika til að
stunda nám fjarri búsetu.
í dag er mikið talað um að það ríki góðæri í land-
inu. Stjórnvöld hafa ekki skapað góðærið en þau
\ bera ábyrgð á skiptingu þess. Samfylkingin er nýr
kostur í stjórnmálum á íslandi, afl sem þorir að gera
breytingar. Ég vil skora á alla þá sem ekki kannast
við að góðærið hafi skilað sér til þeirra að veita nýju
stjónmálaafli brautargengi í kosningunum í vor, því
að það er fyrirséð að núverandi ríkisstjórn mun ekki
stokka spilin upp á nýtt með hagsmuni þína að leið-
arljósi, lesandi góður.
Katrin er fædd 11. mars 1956 á Stóra-Kroppi í Borgarfirði. Hún
varð stúdent frá M.H. 1975 og tók dýralæknispróf frá Norska
Dýralæknaháskólanum 1981. Hún vann við dýralæknastörf i
Noregi til 1984, starfaði síðan sjálfstætt sem dýralæknir í Laug-
aráshéraði og var skipuð héraðsdýralæknir i Hreppum 1987.
Eiginmaður Katrinar er Sveinn Ingvarsson liffræðingur og bóndi
i Reykjahlið á Skeiðum og eiga þau tvö börn; Sigríði Sóley f. 1991
og Ingva Hersi f. 1995.
Áhugamál Katrinar eru bókmenntir, handverk og nú siðast
tölvur. Árangurinn af því er handverkssölusíða á netinu -
www.adesign.is. Hún var vel róttæk og tók þátt i kvennabaráttu
og stúdentapólitik á námsárunum, en uppgötvaði fljótt að póli-
tík yst á vinstri vængnum snerist mest um skilgreiningaströgl á
smáatriðum. „Réttindi kvenna áttu að koma siðar, svona af
sjálfu sér. Min kynslóð trúði þvi að konur ættu að takast á við
hefðbundin karlastörf og menntun myndi færa okkur sömu rétt-
indi og sömu laun og körlum. Dýralæknar voru á þessum tíma
nær allir karlkyns en ég valdi starfið þó af áhuga. Ég er alin upp
i sveit, hef ánægju af dýrum og finnst gaman að hitta fólk. Þótt
vinnutíminn sé óreglulegur og oft komi ég óhrein og uppgefin
heim er starfið gefandi. Helstu gallarnir eru slæm afkoma
bænda og bág staða kvenna í landbúnaði," segir Katrin.
Umhverfismál verða mannréttindamál næstu kynslóðar
Flestum þjóðum þykir það ein af grundvallarforsendum sjálfstæðis
að vera sjálfum sér nógir um landþúnaðarafurðir. Framtíð íslensks
landbúnaðar er mikilvæg fleirum en bændunum sjálfum, víðast er
landbúnaður undirstaða byggðar bæði í sveitum og þéttbýliskjörn-
um. Bændur eru einnig vörslumenn mikils hluta landsins og leggja
mikla vinnu í gróðurvernd og uppgræðslu. F>að skiptir því sköpum að
viðhalda og helst auka búsetu í hinum dreifðu byggðum. Umhverfis-
mál eru miklu meira en slagorð, þau snúast um mig I sveitinni og þig
I þéttbýlinu og sameiginlega ábyrgð okkar gagnvart náttúru landsins.
Víða erlendis er mengun frá landbúnaði alvarlegt vandamál, valdið er
hins vegar okkar neytenda að velja vörur framleiddar á vistvænan
hátt.
Á næstu öld verða umhverfismál mannréttindamál komandi kyn-
slóða, stærstu og erfiðustu pólitísku mál heimsins. íslendingar verða
því að reka af sér slyðruorðið og taka þátt í forystu Norðurlandanna
í jafnrétti, mannréttindum og umhverfisvernd.
37