Vera - 01.02.1999, Qupperneq 40
Sigríður er fædd og uppalin á ísafirði þar
sem hún lagði stund á tónlistarnám frá
unga aldri. Hún varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1969 og lauk BA-
prófi í tónlist og klassískum fræðum frá
Lindenwood College í Bandaríkjunum
1971. Stundaði framhaldsnám í Þýska-
landi á árunum 1976-1979. Sigríðurvarpí-
anókennari við Tónlistarskóla ísafjarðar á
árunum 1972-1976 og aftur frá 1979. Varð
skólastjóri sama skóla 1984 og gegnir því
starfi enn í dag. Hún hefur verið undirleik-
ari kóra og einsöngvara og tekið þátt i
flutningi kammertónlistar, einnig hefur
hún starfað sem organisti á ísafirði og i
Súðavík.
Sigríður hefur verið félagi í Kvennalist-
anum frá stofnun hans og jafnan verið
virk í starfi Vestfjarðaanga. Eiginmaður
Sigríðar er Jónas Tómasson tónskáld og
eiga þau þrjú börn, Ragnar Torfa 25 ára
háskólanema, Herdísi Önnu 15 ára og
Tómas Árna 13 ára.
Samfylkingin er rétta leiðin
Það hefur verið Ijóst um nokkurt skeið að
sérframboð kvenna svaraði ekki lengur kalli
tímans og að finna þyrfti nýjan farveg fyrir
þær hugsjónir sem Kvennalistinn einn flokka
hefur haft í öndvegi. Eftir talsverð átök í
Kvennalistanum var valin sú leið að samein-
ast Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi í breiðri
samfylkingu um þær hugsjónir sem hafa
jafnan verið kenndar við jöfnuð og félags-
hyggju, kvenfrelsi og umhverfisvernd.
Eftir úrslitin í prófkjöri Samfylkingarinnar í
Reykjavík varð ég fyllilega sannfærð um að
þessi leið hefði verið sú eina rétta fyrir okkur
Kvennalistakonur og ég get vart lýst þeirri
gleðitilfinningu sem gagntók mig þegar ég
heyrði að 4 konur væru í 5 efstu sætunum.
Mér fannst þetta kraftaverki líkast og ég fann
að það skipti mig í rauninni ekki máli hvaða
flokki þessar konur tilheyrðu. Aðalatriði var
að þær höfðu sömu hugsjónir og ég að leið-
arljósi.
Við viljum skapa þjóðfélag þar sem kon-
ur og karlar skipta jafnt með sér störfum og
ábyrgð, skyldum og réttindum, þjóðfélag
þar sem hver einstaklingur fær að njóta sín
án tillits til kynferðis, þjóðfélag, sem metur
konur fyrir það sem þær hafa fram að færa á
þeirra eigin forsendum.
Takmark Samfylkingarkvenna, og vonandi
karlanna líka, er að jafnréttisviðhorf verði
fléttuð inn í alla málaflokka og að jafnréttis-
og kvenfrelsissjónarmið setji mark sitt á allar
ákvarðanir í stjórnmálum og innan stjórn-
sýslunnar. Brýnt er að unnið verði af alefli að
því að afnema hinn mikla launamun kynj-
anna sem er smánarblettur á íslensku sam-
félagi.
Verndun umhverfis og ósnortinnar náttúru
er málefni sem varðar alla íslendinga. Land-
ið okkar er stórkostlegt og við getum ekki
sætt okkur við að anað sé út í stórfram-
kvæmdir á hálendinu sem breyta landinu til
framtíðar án þess að fram fari umhverfismat.
Við skuldum börnum okkar og afkomendum
þeirra, sem eiga að erfa landið, þá lág-
marksvirðingu sem í umhverfismati er fólgin.
Sem betur fer hefur á síðustu árum átt sér
stað meðai þjóðarinnar mikil hugarfarsbreyt-
ing varðandi vernd og nýtingu náttúrunnar.
íslendingar eiga líka að standa við alþjóð-
legar skuldbindingar sínar í umhverfismál-
um, m.a. með því að fullgilda og staðfesta
Kyoto -bókunina um losun gróðurhúsaloft-
tegunda út í andrúmsloftið, ( stað þess að
eyða tíma og orku í að leita leiða til að kom-
ast hjá því.
En hversu brýn málefni sem jafnréttismál
og umhverfisvernd kunna að vera fyrir alla
þjóðina, eru það væntanlega ekki þau sem
brenna heitast á okkur Vestfirðingum þessa
dagana eða síðustu misseri. Það er gamall
sannleikur að ekki skuli geyma öll eggin í
sömu körfunni - því miður virðumst við Vest-
firðingar ekki hafa tileinkað okkur nógu vel
þessa fornu speki. Einblínt hefur verið á stór-
iðjuna okkar, sjávarútveginn og fiskvinnsl-
una, en láðst hefur að styrkja og styðja við
aðrar fyrirferðarminni atvinnugreinar, iðnað,
ferðaþjónustu, ylrækt hugvitsstarfsemi, fjar-
vinnslu og svo framvegis. Fullnýting sjávar-
afurða er brýnt og verðugt verkefni og mér
raunar óskiljanlegt hversu hægt miðar þar.
Við eigum mikla ónýtta möguleika ( ferða-
þjónustu, en sú atvinnugrein er farin að slaga
hátt upp í fiskinn við að afla þjóðarbúinu
tekna. Og fleiri vannýttar auðlindir mætti ef-
laust nefna.
Stærsta auðlindin okkar er þó mannfólkið
sem byggir þetta svæði. Vestfirðingar hafa -
og ekki að ástæðulausu - fengið á sig orð
fyrir að vera óskapkega duglegir, rökfastir,
harðir og stoltir. En okkur gengur illa að
halda þessu ágæta fólki á svæðinu - hér er
enn ein auðlindin sem rennur okkur stöðugt
úr greipum og þessu verður að breyta.
Það þarf að gera það verulega eftirsókn-
arvert að setjast hér að til frambúðar. Hér
eru frábærar aðstæður fyrir fjölskyldufólk,
manneskjulegt og fjölskylduvænna umhverfi
en f borginni, stórbrotin náttúran innan seil-
ingar, metnaðarfullt skólastarf og fjölbreytt
og kraftmikið menningarlif.
Þau sem standa að hinu nýja stjórnmála-
afli, Samfylkingunni, eru reiðubúin og
óhrædd að reyna nýjar leiðir. Konur og karl-
ar standa þar (forystu hlið við hlið á jafnrétt-
isgrundveli, í þann veginn að brjóta upp
áratugalangar hefðir í íslenskum stjórnmála-
heimi án þess að missa sjónar á markmið-
unum: jafnrétti, réttlátara samfélagi og vel-
ferð almennings, og jafnframt fús að takast
á við þau verkefni sem blasa við á nýrri öld.
4Q