Vera - 01.02.1999, Síða 43

Vera - 01.02.1999, Síða 43
öflugt stjórnmálaafl á vinstra kanti stjórnmálanna til mótvægis við Sjálf- stæðisflokkinn og sérhagsmuna- stefnu hans. Stjórnmálaafl sem tekur mið af almannahagsmunum við upphaf nýrrar aldar. Með öflugri Samfylkingu opnast nýir möguleikar á stjórnarsamstarfi og því eru kosn- ingarnar í vor þær mikilvægustu í langan tíma. í starfi mínu með Samfylkingunni mun ég beita mér af alefli fyrir því að hugsjónir mínar um jafnrétti, kven- frelsi og umhverfisvernd verði að veruleika. Þessar hugsjónir ná til flestra málaflokka en mínar megin- áherslur eru í stuttu máli eftirfarandi: - Jafnrétti i reynd - á öllum starfs- sviðum Samfylkingarinnar, átak til af- náms launamunar kynjanna, 12 mán- aða fæðingarorlof á fullum launum sem foreldrar geta skipt með sér, ný jafnréttislög sem styrki stöðu mála- flokksins í stjórnsýslunni, t.d. með nýrri jafnréttisstofnun, ráðuneyti og valdameiri kærunefnd, jafnréttismál verði samþætt inn í alla málaflokka. ' Stórbætt menntun - á öllum skólastigum þannig að skólakerfið, allt frá leikskóla til háskóla, verði sambærilegt við það besta sem Þekkist í nágrannalöndum okkar. ^ætt laun, menntun og aðbúnaður kennara eru þar forgangsatriði auk markvissrar umræðu og aðgerða um aga og agabrot. ' Breytt auðlindastefna með á- herslu á sameign þjóðarinnar á auð- Hhdum lands og sjávar. Þar ber hæst réttláta og hagkvæma fiskveiði- sfjórnun sem samræmist jafnræðis- reQlu án þess að troðið sé á atvinnu- réttindum þeirra sem fyrir eru. Taka Þarf mið af þörfum byggðarlaga sem hyggja afkomu sína á sjávarútvegi og tryggja þarf að öll þjóðin njóti af- rakstursins af auðlindinni. ( annan sfað þarf að snúa af stóriðjubrautinni °9 huga betur að varðveislu ósnort- 'nna víðerna hálendisins. - Mannsæmandi kjör fyrir alla - Skipta þarf kökunni mun jafnar en nú er gert með breyttri launa-, skatta- og velferðarstefnu. Endurskilgreina þarf velferðarkerfið í Ijósi þess að bæði kynin eru á vinnumarkaði og eiga sama tilkall til launa og lífeyris. Tryggja þarf að aldraðir og öryrkjar fái sína hlutdeild í góðærinu og að mannrétt- indi séu ekki brotin á þeim fremur en öðrum hópum, eins og t.d. samkynhneigðum. Einnig þarf að búa börn- um og unglingum sem jafnasta möguleika til þroska og leiks og hjálpa þeim sem leiðast út á villigötur afbrota og vímuefna með bættri þjónustu á vegum einstaklinga, skóla, sveitarfélaga og ríkis. Að lokum tel ég mikilvægt að efla sjálfstæðisvitund þjóðarinnar með því að efla íslenska menningu á öllum sviðum um leið og við verðum sem opnust í umræðu um breytta stöðu okkar í samfélagi þjóðanna á tímum sívaxandi alþjóðavæðingar. Ert þú að láta ófaglærðan mann vinna við raflögnina heima hjá þér? Ert þú að taka þá áhættu að ekki sé unnið samkvæmt reglum og raflögn því ekki örugg að öllu leyti? Tryggðu öryggi og velferð á þínu heimili. Láttu viðurkenndan fagmann vinna verkið. Orkuveita Reykjavíkur LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA RAFVERKTAKA RAFIDNAÐARSAMBAND ISLANDS

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.