Vera - 01.02.1999, Qupperneq 46

Vera - 01.02.1999, Qupperneq 46
Bergíjót Baldursdóttir ðbcr-syviaAJ- 3L^Aj*s?u- dL Jkyja^j-A^uyyvt. Hugleiðingar um kynjamállýskur og möguleika kvenna í stjórnmálum ú um hríð hafa málvísinda- menn rannsakað málfar og samskipti karla og kvenna og komist að því að til er sérstakur kven- legur og karlegur talsmáti. Hinn kven- legi talsmáti hefur ekki heyrst mikið á þingum og í stjórnsýslu, hér á Iandi né annars staðar, enda hafa þessir staðir tilheyrt karlaveröld sem konur höfðu tiitölulega Iftinn aðgang að. Konum hefur þó farið fjölgandi á þessum stöð- um frá því á sjötta áratugnum en marg- ir furða sig þó á því hvað gengur hægt, því ennþá eru karlar í miklum meiri- hluta á flestum þjóðþingum í Evrópu (90% þingmanna í heiminum eru karl- ar). Konur hafa átt erfitt uppdráttar í stjórnmálum. Þær virðast eiga erfiöara með að ná eyrum flokkssystkina sinna en karlarnir og þær koma yfirleitt verr út úr prófkjörum og fá því síður örugg sæti á framboðslistum. j- rið 1973 sagði málvísindakonan Robin Lakoff frá niðurstöðu rannsóknar sinnar JTm. á málfari kvenna í grein sem heitir Language and Woman's Place og birtist í tímaritinu Language in Society. Þar benti hún á að konur og karlar sem tala sama tungumál, tala það á ólíkan hátt og fullyrti að talsmáti kvenna endurspeglaði lítil völd þeirra í þjóðfé- laginu. Konur sjá um skítverkin í samskiptum Lakoff benti t.d. á að konur noti önnur orð en karlar og leggi jafnvel aðra merkingu í oröin. Þær beiti röddinni á annan hátt, noti annað hljómfall og tón, beygi orð og byggi upp setn- ingar á annan hátt en karlar. Hún sagði að konur væru spurulli en karlar og að þær not- 46

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.