Vera - 01.02.1999, Side 49

Vera - 01.02.1999, Side 49
inn á sig. Þetta virðist vera þeim leikur," sagði hún. Þingkonan, sem þá hafði verið tvö eða þrjú ár á þingi, var komin í karlaheim þar sem giltu samskiptareglur strákanna sem þeir voru þúnir að æfa sig í frá unga aldri. Samskiptareglur stelpnanna gera lítið gagn við þessar aðstæður Sagt er að í karlaheiminum standi pabbastelpur sig betur því þær hafi lært af feðrum sínum hvernig á að bera sig að, sem sagt fengið æf- ingu heima. því samkvæmt þeim má ekki gagnrýna beint eða setja út á nágungann (og baktal gerir lítið gagn í opinberum umræðum.) Stúlkurnar höfðu ekki þurft að keppa um athygli sín á milli, því sam- kvæmt þeirra reglum á að skiptast á að tala og þær sem voru klárar höfðu lært að láta lítið á því þera. Þessi þingkona stóð ekki jafnfætis körlun- um á Alþingi þegar þetta gerðist. Kvennamenn- ingin hafði ekki þjálfað hana fyrir þessi orða- skipti, hún hafði verið þjálfuð til annarra starfa. Sagt er að í karlaheiminum standi pabbastelp- ur sig betur því þær hafi lært af feðrum sínum hvernig á að bera sig að, sem sagt fengið æfingu heima. Sagt er að þær séu duglegri að koma sín- um málum að því þær hafi verið þjálfaðar í að ná athygli og segja skoðun sína og hafi þurft að rök- styðja hana í samræðum við föður sinn. Ef talsmáti kvenna er talsmáti hinna valda- lausu má búast við því að hann breytist þegar staða þeirra styrkist og þær verða valdameiri. Margrét Thatcher er sögð hafa breytt sér og tek- ið upp karllegan talsmáta til að ná betur eyrum karlanna og verða trúverðugri, en með því var hún sögð tapa kvenleika sínum. Hvað með ís- lenskar stjórnmálakonur eins og t.d. Ástu Ragn- heiði, Ingibjörgu Sólrúnu, Ingibjörgu Þálmadótt- ur, Jóhönnu Sigurðardóttur, Kristínu Halldórs- dóttur, Margréti Frímannsdóttur, Rannveigu Guðmundsdóttur, Sif Friðleifsdóttur, o.fl.? Kristin Comrad kannaði talsmáta kvenna i stjórnmálum fyrir kosningar í Danmörku árið1988. Hún fylgdist sérstaklega með konum sem tóku þátt í kosningabaráttunni og tók eftir því að þær höfðu tamið sér talsmáta karla. Þær töluðu álíka mikið og þeir, voru mjög virkar og gripu fram í á sama hátt og karlarnir og voru ákveðnar í tali. En hún tók líka eftir því að þrátt fyrir það fengu þær minni svörun en karlarnir og sjaldnar var vísað í það sem þær sögðu. Og þegar á annað þorð var brugðist við þeim var gert grín að þeim. Comrad komst að þeirri nið- urstöðu að konur væru velkomnar og þættu „nauðsynlegar” en þær væru ekki teknar alvar- lega. Þegar Deborah Tannen var að vinna úr upp- tökum af strákum og stelpum að leik áttaði hún sig á því að henni fannst stelpurnar sem sátu stilltar og hlýddu rannsakandanum, skemmtileg- ar og aðlaðandi og gaman að heyra þær tala. Hún tók eftir því að öðrum konum fannst það líka. Hins vegar fannst þeim orka og óróleiki drengjanna og skotin frá þeim stressandi. Þegar hún spurði nokkra karla álits fannst þeim hið gagnstæða. Þeir voru hrifnir af hegðun strák- anna, þeim fannst þeir kraftmiklir og skemmti- legir en hegðun stelpnanna frekar óaðlaðandi. Ekki er víst að þeim hefði fundist stelþurnar kraftmiklar og skemmtilegar ef þær hefðu hagað sér eins og strákarnir, verið órólegar, strítt hver annarri og storkað rannsakandanum, eins og strákarnir gerðu. Uchida segir að þegar konur taki upp karllegan, valdsmannslegan talsmáta séu þær gagnrýndar fyrir að vera frekar, ráðríkar, stjórnsamar, nöldurgjarnar o.s.frv. Hún segir að konur séu gagnrýndar fyrir hvernig þær tali og það séu þær sem þurfi að breyta sér en ekki karlarnir. Kristin Comrad tók eftir áhugaverðri nýjung í kosningabaráttunni sem fylgdi konunum. Þær virtust taka að sér að halda jafnvægi í umræðun- um og sáu til þess að röðin kæmi að öðrum, t.d. yngri þátttakendum. Þær töluðu líka það sem hún kallar hversdagslegra mál, sem var bæði skýrt og litríkt. Fleiri rannsóknir styðja niðurstöðu Comrad um að konur í stjórnmálum og fjölmiðla- konur virðist temja sér talsmáta karla en aðrar rannsóknir (t.d. Kerstin Thelanders, 1986) hafa bent á að hugðarefni og orðfæri karla og kvenna í stjórnmálum séu ólík. Konur fjalli mikið um mál- efni sem tilheyri hefðbundnum kvennakúltúr - orð um börn, skóla og heilbrigðismál - mjúku málin svokölluðu en karlar noti orð sem tengist vinnu, iðnaði og stjórnsýslu sem tilheyri meira þeirra áhugamálum. Miklu minna er um rannsóknir sem sýna að karlar hafi tamið sér talsmáta kvenna. Lakoff benti á árið 1973 að sumir karlar, hipparnir, sum- ir menntamenn og hommar leyfðu sér að tala „kvenlega”. Tuttugu árum síðar, árið 1992, var Görel Bergman-Claeson að fylgjast með blaða- skrifum þar sem deilt var um kjarnorkuvopn í Svíþjóð. Hún tók eftir því að karlar og konur sem voru á móti kjarnorkuvopnum notuðu svipaðan talsmáta sem líktist talsmáta kvenna. Bent hefur verið á að margt sé líkt með konum sem eru í stjórnmálum og konum sem starfa á fjölmiðlum. í báðum tilfellum þurfa þær að gera sig gildandi í heimi sem hefur tilheyrt körlunum og sumar reyna að gera það með því að temja sér venjur og talsmáta karla. Finnsk kona, að nafni Henrika Zilliacus-Tikkanen (1990), hefur kannað málfar kvenna sem vinna á kvennarit- stjórnum og borið saman samskipti og gildismat á hefðbundnum ritstjórnum. Hún segir að á kvennaritstjórnum, þar sem konur séu í meiri- hluta, sé önnur forgangsröð og „kvenlegra” fréttamat. Mýkri málefnum sé gefið meira vægi, meiri áhersla sé lögð á heildarmynd og sam- hengi í staðinn fyrir einstaka atbúrði. Meira sé um raunsæjar lýsingar af atburðum og gerð grein fyrir afleiðingum þeirra fyrir einstaklinga og dag- legt líf þeirra. Meira sé um persónulega nálgun og samúð/hluttekning með þeim sem fjallað sé um í fréttunum. Öll stjórnun á þessum ritstjórn- um er óformlegri, segir Tikkanen, samskipti per- sónulegri og meira um tilraunir hvað varðar efn- isval og form. Núna, þegar sérframboð kvenna virðast úr sögunni og konur taka þátt í stjórn- málastarfi með körlum, er spurningin hvort leik- reglurnar, samskiptareglurnar, séu úr heimi strákanna eða stelpnanna eða eitthvað annað. Skiptir það einhverju máli? GLAFUR ÞORSTEINSSON UÓSRITUNARPAPPÍR KARTON PRENTPAPPÍR UMSLÖG BRÉFSEFNI Vatnagarðar 4 Pósthólf 5 5 1 121 Rey kj avík sími 568 8200 símbréf 568 9925 49

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.