Vera - 01.02.1999, Side 50

Vera - 01.02.1999, Side 50
■5«*kvWnr!| /ý; í m fjp Ösp Viggósdóttir er ung kona sem er ad Ijúka BA prófi í bókasafnsfrædi. Ný- lega gaf hún út bókina Fjölskyldur, þýdda barna- bók sem jafnframt er lita- bók og fjallar um mismun- andi fjölskyldugerdir. Bókin er eftir Bandaríkjamanninn Michael Willhoite sem er i/el þekktur í heimalandi sínu fyrir teiknimyndabæk- ur fyrir börn þar sem sam- kynhneigdu fólki er lýst sem eðlilegu fólki ad gera hversdagslega hluti. Ekki lengur pabbi, mamma, börn og bíll „I námi mínu í bókasafnsfræði vakti kennari minn, Anne Clyde, athygli mína á lesefni fyrir börn þar sem samkynhneigð kemur fyrir en Anne hefur búið til lista yfir slíkar bækur ásamt samstarfs- konu í Ástralíu. Listinn er alltaf að stækka og nú eru þær hættar að hafa yfirsýn yfir efnið því bók- um sem taka þetta málefni fyrir hefur fjölgað svo mikið,” segir Ösp. í bókinni Fjölskyldur eru sýndar margar gerðir af fjölskyldum - þær geta verið fámennar eða fjöl- mennar, hávaxnar eða lágvaxnar, barnfáar eða barnmargar og foreldrarnir geta verið raðgiftir eða einhleypir, samkynhneigðir, vinnusamir, glaðir o.s.frv. í fjölskyldum eru einnig gæludýr, ömmur, frænkur og samkynhneigðir frændur í sambúð. „Börn eru fordómalaus í eðli sínu og umburðar- lynd ef þeim er sagt eðlilega frá því hvernig lífið er. Það þarf því að segja þeim frá margbreytileika lífsins áður en þau mótast af þeim fordómum sem er enn að finna i samfélaginu gagnvart þeim sem eru öðruvísi en fjöldinn. Það er líka mikilvægt fyr- ir barn sem elst upp hjá tveimur pöbbum eða tveimur mömmum að fjallað sé um þeirra fjöl- skyldulíf á eðlilegan hátt. Það er einmitt gert í frægustu bók Michael Willhoite, Daddy’s Roommate (Sambýlismaðurinn hans pabba), en sú bók hefur valdið miklum usla á meðal íhalds- samra Bandaríkjamanna og er víða bönnuð þar í landi og um þessar mundir ein mest brennda bók í landi frelsisins. Ástæðan er sú hvað samkyn- hneigð er gerð eðlileg, en í bókinni segir frá strák sem dvelst hjá pabba sínum um helgar en pabb- inn er hommi og býr með manni. Strákurinn segir frá þessum helgarheimsóknum, sem eru alveg eins og hjá öðrum helgarforeldrum, nema hvað pabbi býr með manni en ekki konu.” Ösp segist hafa áhuga á að gefa út meira efni fyrir börn um samkynhneigð en hér á landi hefur sáralítið komið út af slíku. Hún minnist þó á sænska bók sem nýlega var þýdd og heitir Bróð- ir minn og bróðir hans og nefnir að I einni af nýj- ustu bókum Guðrúnar Helgadóttur sé hommapar í aukahlutverki. Það er útgáfufélag Aspar Harald- ur íkorni sem gefur bókina Fjölskyldur út. Hún er seld í öllum helstu bókabúðum. EÞ HITAVEITA SUÐURNESJA BREKKUSTÍG 36 PÓSTHÓLF 225 260 NJARÐVÍK SÍMI 421 5200

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.