Vera - 01.02.1999, Qupperneq 56

Vera - 01.02.1999, Qupperneq 56
Andrea Jónsdóttir skrifar um tónlist Það þykir ekki bera vott um staðfestu að skipta um skoðun, sérstaklega ekki í stjórnmálum, en ég verð að viðurkenna að ég er búin að marg- skipta um skoðun í sam- bandi við val á 10 bestu dægurskífum ársins. Það er nefnilega þannig að jólaflóðið fræga villir manni bæði sýn og heyrn og hljómlist, eða flutningur á henni, sem er óvenjulegri en gerist og gengur krefst tölu- verðs tíma af hlustand- anum. Ekki er þó svo að allt nýstárlegt heilli þótt maður gefi því bæði tíma og athygli og sumt hrífur kannski strax en stenst ekki tímans tönn svo sem alveg sömu 2= .O) ’cu Q. CO c c. ’qj lögmál og gilda um hið hefðbundna. Þannig að niðurstaðan er auðvitað sú að aldrei ættu gagnrýnendur að fella dóma áður en þeir hafa kannað umfjöllunarefnið vel, sem hin fræga tímapressa fjölmiðla gerir oftast iilmögulegt.

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.