Vera - 01.02.1999, Page 58

Vera - 01.02.1999, Page 58
 o rjfr'. 1 Yl Yl hafði greinilega undirbúið daginn vel, því þegar ég vaknaði í morgun glöð í hjarta yfir þessum degi - mínum degi og kynsystra minna, þá var svipurinn á honum þannig meðan hann svafað ég vissi að ég mætti eiga von á einhverju óvæntu. Ég vildi ekki vekja hann, fór því hljóðlega á fætur og út í bakarí til þess að hann gæti fengið ný rún- stykki þegar hann kæmi á fætur. Þegar ég kom úr bakaríinu svaf þessi elska enn, svo ég fékk mér bara brauðið frá því í gær að borða, ég vildi ekki taka nýju rúnstykkin - vildi bíða eftir því að hann vaknaði. Ég las sunnudags Moggann sem var yfirfullur af áminningum til karlmanna um að þeir skyldu ekki gleyma konudeginum heldur gefa spúsum sínum blóm - það væri tákn um ást. Ég fann hlýju streyma um mig yfir hugulsemi blómakaupmanna. Þeir eru svo nærgætnir, þvíef ekki væri fyrir þeirra óhlutdrægu áminningu væru trúlega einhverjar konur sem fengju ekki blóm þennan dag. Ég á samt bágt með að trúa að það skuli vera til karlmenn sem gleyma konudeginum. Ekki vildi ég vera í sporum þeirra kvenna. Þvíhvað er aumkunarverðara en kona sem ekki fær blóm á konudaginn? Klukkan er hálf tólf þegar minn maður rís úr rekkju - hann þurfti nú á þessari hvíld að halda eftir erfiða vinnuviku og svo vakti hann svo lengi í nótt yfir boxinu. Hann vildi ekki rúnstykkin, sagði að það væri komið há- degi og hann þyrfti eitthvað matarmeira enda hef ég oft heyrt að karlar þurfi að borða heita máltíð helst tvisvar á dag. Eftir hádegið fór hann að hitta strákana sem hann spilar fótbolta með á sunnudögum, þeir kalla sig „the oldies”. Karlmenn sem vinna svona mikið þurfa að hreyfa sig og losna við stressið. Það er ekki nóg fyrir hann að fara í líkamsreekt þrisvar ( viku, þó svo að hann spili körfubolta með vinnufélögunum tvö kvöld vikunnar. Karlmenn verða að fá líkamlega útrás. Eftir fótboltann kom hann við hjá vini sínum að skoða nýja jeppann hans og fékk að taka prufurúnt. Algjört megataeki og gott fyrir ímyndina sagði hann. Kom í leiðinni við á vídeoleigu og leigði spólu svo við gætum haft það huggulegt í kvöld. Rosa fín mynd með Bruce Willis þar sem hann sýn- ir frábæra drápstakta - reglulega afslappandi. Ég undirbjó kvöldmatinn - uppáhaldið hans, steikt lambalæri að hætti mömmu hans með brúnni sósu, brúnuðum kartöflum og ís í eftirrétt. Settist svo inn í stofu með þvottastaflann sem ég átti eftir að brjóta saman frá því í morgun og dáðist að manninum mínum þar sem hann fékk sér smá „kríu” fyrir matinn. Hann var þögull yfir matarborðinu enda ekki furða, það er nú ekkert smá álag sem hann býr við alla daga í vinnunni. Svo var hann eflaust að hugsa um konudaginn og hve miklu máli hann skipti mig. Ég fékk hálfgert samvisku- bit - hann sem hafði um þarfari hluti að hugsa var að eyða tíma í að hugsa um mig. Ég ákvað að bæta honum þetta upp og baka ólífubrauð sem hann gæti tekíð með í vinnuna í fyrramálið handa sér og vinnufélögunum. Ég hef gert það áður og félagar hans voru yfir sig hrifnir. Eftir kvöldmatinn settist þessi elska inn í stofu fyrir framan sjónvarpið á meðan ég gekk frá í eldhúsinu og byrjaði að hnoða brauðið. Eftir féttatíma Stöðvar 2 og Rúv kom hann fram í eldhús og sagðist hafa steingleymt því að það væri konudagurinn í dag, hann hefði áttað sig á því þegar hann sá viðtal í fréttum við blómasala sem var ánægður með afrakstur dagsins. Þessi elska sagðist ætla að kippa málunum í lag hið snarasta og dreif sig út og kom að vörmu spori með blómvönd handa mér, nokkrar rósir sem voru örlítið farnar að hneigja höfuðið og sellófanið aðeins farið að rifna. Ég get nú ekki ætlast til þess að hann fari að eltast við einhverja fína blóma- búð, þessi sem fást í sjoppunum og í matvöruverslununum eru fullboðleg. Það er hugurinn sem skiptir máli - það sagði hann a.m.k. um leið og hann kyssti mig á kinnina. Ég gekk frá blómunum í lítinn en fallegan blómavasa sem ég átti, á meðan setti hann spóluna með Bruce Willis í tækið. Ég sett- ist svo inn í stofu hjá honum eftir að ég var búin að finna til poppið og gos- ið. Myndin náði ekki að fanga athygli mína svo ég fór bara að athuga með brauðið, straujaði, setti aftur í vélina, athugaði hvort þvotturinn á snúrunni væri orðinn þurr, fann til fötin okkar fyrir morgundaginn og fyrr en varði var klukkan að nálgast miðnætti. Hann bauð mér góða nótt, var að fara að sofa því það var langur dagur framundan. Ég gekk frá í stofunni, þaö hafði óvart farið popp á gólfið og í sófann án þess að hann tæki eftir því. Ég setti blómin inn í stofu, reyndi að finna ilminn af þeim og hugsaði um leið og ég slökkti Ijósið að ekki væru allar konur eins heppnar og ég að fá blóm á konudaginn. 58 Aum er sú kona Það er víst engín hætta á því að konudagurinn fari fram hjá neinum, hvorki körlum né konum. Svo rækilega erum við minnt á hann af blómasölum. „Karlmenn! Konudagurinn er á sunnu- daginn, blómin fást hjá okkur.” „Karlar, gefið konum ykkar blóm á konudaginn.” o.s.frv. Þetta glymur í eyrum okkar vikuna fyrir konudaginn því blómasalar vita sem er að þetta er þeirra góssentíð. Þennan dag „neyðast" flestir karlar til að gefa kon- um sínum blóm. Þegar ég segi „neyðast” þá held ég að ég taki ekki of sterkt til orða, því skilaboð blómasala til beggja kynja eru að konur „eigi” að fá blóm á þessum degi. Aum er sú kona sem ekki fær blóm á sjálfan konudaginn. Ekki getur hún sagt við bónda sinn: „Elskan - þú gieymdir að gefa mér blóm á konudaginn.” - því þá væri hann vís með að rjúka út í búð og kaupa þessa litlu „tíkarieg” vendi sem fást þar, svona rétt til að redda sjálfum sér - og hvaða kona víll fá blóm við þær aðstæð- ur? Ég heyrði um daginn viðtal við blómasala að norðan. Hann var að vonum ánægður með að konudagurinn værí að nálgast, ekki bara vegna aukinnar blómasölu heldur tjáði hann alþjóð að ekki væri nóg að gefa konum sínum blóm heldur byðu þeir upp á „ástarhvata”, sem er sér norðlensk blanda af nuddolíu til að nudda elskuna sína upp úr. Hann sagði líka annað, sem sýnir hversu merkingarlaus þessi dagur er orðinn, því ekki einungis þurfa þeir að velja blómin fyrír karlana heldur skrífa á kortin fyr- ir þá líka. Konudagurinn er því enginn konudagur lengur. Það sem mér fínnst sorglegast við allt sem tengíst þess- um degi er að sumar konur fá kannski aldrei blóm frá maka sín- um nema þennan eina dag á ári, blómvönd sem að auki er gef- Inn af skyldurækni. Það eru til fullt af öðrum tílefnum og „ekki” tilefnum til að gefa konu sinni blóm - „konudagurinn” getur ver- ið oftar en einu sinni á ári. Það er alltaf gaman að fá blóm, en það er líka margt annað sem er miklu meira gaman að fá. Ég yrði alsæl ef minn heittelskaði þyðist til að kosta heimilishjálp allan ársins hring, svo við hefðum meiri tíma saman og þyrftum ekki að eyða frítíma okkar í þrif. Eins myndi ég ekki slá hend- inni á móti því ef hann byði mér í helgarferð út á land, að ég tali nú ekki um til útlanda. Þetta þarf samt ekki að vera neitt stór- kostlegt, smá tilbreyting í hversdagsleikann segir allt sem segja þarf. Bara það að maturinn sé stöku sinnum tilbúinn þegar við komum þreyttar heim úr vinnunni, að búið sé að láta renna í baðið, nudd á þreyttar tær o.s.frv. gerir oft á tíðum miklu meira en blóm. Eflaust spyrja einhverjar sig hvort við þurfum ekki að gera „eitthvað” fyrir þá í staðinn - jú, að sjálfsögðu. Þeim þykir eflaust líka mjög gott að láta koma sér á óvart stöku sinnum, en það er ekki málið I þessum pistli. Við konur þurfum hins vegar að vera á varðbergi og passa að gera okkur ekki svo ómissandi á heimilinu að karlarnir taki okk- ur sem sjálfsögðum hlut sem nóg sé að henda í blómvendi einu sinni á ári. Því miður er það oft á tíðum svo - og þær gleðjast heil ósköp yfir þessum vendi sem þær allra náðarsamlegast fengu. Konur, gleðjumst ekki yfir blómvendi og korti sem ein- hver blómasali hefur valið og skrifað eitthvað „sætt” á. Karl- menn eru ekki hugsanalesarar og því þurfum við að láta vita hvað við viljum og hvað við viljum ekki. Ég tel það enga afsök- un að segja að karlinn kunni ekki að elda og því sé vonlaust mál að reikna með honum í eldamennskuna. Stelpur mínar, það er til fullt af skemmtilegum matreiðslunámskeiðum sem hægt er að innrita þá á og er mjög sniðug gjöf þeim til handa. A Agla S. Björnsdóttir

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.