Vera - 01.08.1999, Blaðsíða 7
„Þar fékk hann silfurverðlaun," segir Erla
Sólveig. „Ég var mjög undrandi eftir að hafa
séð alla þessa stóla sem fyrir voru. Þegar mað-
ur kemur þarna lítill (slendingur og sér þessa
risabyggingu alla fulla af húsgögnum, þá kem-
ur það þægilega á óvart að vinna til verðlauna.
Ekki síst vegna þess að þarna var mikið af stór-
um nöfnum, eins og Frank 0. Gehry, sem auð-
velt er að fá hálfgerða minnimáttarkennd
gagnvart."
Erla Sólveig segir það mjög spennandi
möguleika að komast inn á Bandaríkjamarkað.
„Evrópa er stærð sem maður er smám saman
JAKI
stóll úr stáli og krossviði
sem danska fyrirtækið
Hansen & Sorensen
framleiðir eftir hönnun
Hrlu Sólveigar
að fá tilfinningu fyrir. Amerika var eins og hálf-
gerður draumur. En staðreyndin er sú að þeir
sækja hönnuði mikið til Evrópu. Bernhardt hef-
ur áhuga á frekara samstarfi og það væri gam-
an að vinna fyrir þá. Þeir sjá um sölu í öllum
Bandaríkjunum en einnig í Ástralíu og Bret-
landi."
Stóllinn heitir Jaki í Evrópu en verður kallað-
ur Etro á Bandaríkjamarkaði. Það mætti með
sanni segja að um fjölþjóðlega framleiðslu sé
að ræða, en grindin er framleidd í Svíþjóð, set-
an og bakið I Þýskalandi og armarnir ( Dan-
mörku. Þegar hann fer svo til Bandaríkjanna
verður hann settur saman þar. Hér á íslandi
verður Epal söluaðilinn fyrir Jaka. Erla bendir á
að plaststóllinn Dreki er framleiddur bæði í
Þýskalandi og á fslandi. „Epal lætur framleiða
grindina á íslandi og setan og bakið koma að
utan. Það er mjög skemmtilegur möguleiki að
gera þetta þannig þvl mótin eru svo dýr. For-
stjóri Brune var hér I heimsókn og Frakkland
og Nýja Sjáland vilja gera það sama, kaupa set-
una og bakið og gera stellið sjálfir. Þetta þýðir
lækkun á flutningskostnaði og varan verður
innlend framleiðsla fyrir vikið."
Sjálfsbjargarviðleitni að leita
á erlenda markaði
Erla Sólveig segir að ekki séu margar konur í
húsgagnahönnun. „Við vorum átta stelpur I
mínum bekk, en af bekknum erum við tvö sem
störfum við þetta." Skýringuna telur hún geta
verið þá að fáir séu nógu þrautseigir til að gef-
ast ekki upp. Gamlar hefðir hafa einnig eitt-
hvað að segja. „Á skólanum sem ég var í var
þess krafist að nemendur væri húsgagnasmið-
ir og það voru aðallega karlmenn. En það var
áður en ég hóf nám og ég hef satt að segja
enga skýringu á þessum kynjamun í dag."
Þegar Erla Sólveig er spurð að því hvernig
henni finnist að vera hönnuður á íslandi segist
hún Iftið hafa unnið fyrir innlendan markað.
„Hér eru því miður of fá tækifæri. Manni er
yfirleitt ýtt of mikið I hefðbundinn farveg, sem
er skiljanlegt með svo lítinn og erfiðan markað.
Mér finnst gaman að fikra mig aðeins út í það
sem hefur ekki verið gert áður, nota ný efni og
nýta þá möguleika sem tæknin býður upp á. Á
(slandi er ekki mikið svigrúm til þannig hönn-
viðta l: Auður Aðalstei
L.
\ o n u r
s
1
>i ö ti n u n
unar. Við erum óskaplega fá sem erum virk (
húsgagnahönnun. Það eru margir sem gefast
upp. En menntun og hæfileikar eru í góðu lagi
hér. Okkur vantar bara góð framleiðslufyrir-
tæki. Stundum finnst mér ótrúlegur lúxus að
leyfa sér að búa á (slandi. Maður þarf að fara
viða á sýningar, hitta fólk persónulega og svo
þarf að fylgjast með þegar fyrirtækin erlendis
fara að vinna frumgerðir. Það er erfitt að fá
smiði til að vinna við frumgerðir hér á landi,
þær eru svo tímafrekar og svoleiðis verkefni
sitja á hakanum. Úti hafa fyrirtækin aðila inn-
an sinna vébanda til að sjá um svona frum-
gerðasmíð."
Erla nefnir að hún hafi séð í viðtali við gaml-
an húsgagnasmið frá Akureyri að húsgagna-
framleiðsla hafi nær lagst niður eftir að (sland
gekk í EFTA, en áður voru 90% verndartollar á
húsgögnum. „Eftir það kom holskefla af er-
lendum húsgögnum og ekkert var gert til að
styðja við bakið á innlendri framleiðslu eins og
lofað hafði verið af stjórnvöldum. Það er svo
mikið af ódýrum húsgögnum sem koma frá
stórum markaðssvæðum. En það er erfitt að
segja hvernig hægt væri að snúa þessu við.
Ekki nema einhver hefði þor og getu til að
byrja hreinlega að flytja út. Eina leiðin fyrir
hönnuði á (slandi er að vinna fyrir erlendan
markað, það er hreinlega sjálfsbjargarvið-
leitni."
Erla segir að öll landkynning hjálpi við að
koma sér á framfæri. „Það er nógu erfitt að
heita svona erfiðu nafni þó enginn kannist við
landið sem maður kemur frá og maður þarf að
byrja á því að finna landakort og benda á það.
Ég er viss um að Björk hefur til dæmis gert
mikið fyrir ísland, fólk veit núna að það er eitt-
hvað annað en falleg náttúra og fiskur á (s-
landi. Ég er mjög spennt að vita hvað nýja
hönnunarsafnið mun gera. Það hefur verið
margt gert hérna sem maður hefur kannski
ekki fylgst nógu vel með. Ég vona að safnið
verði til þess að við fáum meira samhengi I
hönnunarsöguna og fáum meira sjálfstraust.
Hingað til höfum við verið með minnimáttar-
kennd, við erum frá svo fámennu landi og litlu
málsvæði. Þann þröskuld verðum við að stlga
yfir þvi i raun er það engin fyrirstaða."
s d ó t t i r
VERA •
7