Vera - 01.08.1999, Blaðsíða 47
Eftirtalin námskeið er hægt að fá metin á héskólastigi. Það er gert á
vegum Women's Spirituality Program hjá California Institute of Integral
Studies. Síminn er 415 575 6268 og netfangið mara@ciis.edu.
29. september - 15. október 1999
GYÐ)U PÍLAGRÍMSFERÐ TIL KRÍTARMEÐ CAROL CHRIST
Á þessu 17 daga ferðalagi kynnast þátttakendur hinum fornu gyðjum
Krítar, í Knossos, Phaistos, Malia, Kato Zakros, Agia Triada, Archanes,
Mochlos, Myrtos, Tylissos og Kato Symi. Við finnum líka krafta Hennar á
helgum fjöllum, dulúð Hennar í myrkum hellum, tengjumst heilagri orku
sem umbreytir tilfinningu okkar varðandi konur - okkur sjálfar.
20. júní - 7. júlí 2000
KONUR VIÐ ALDAHVÖRF
- FERÐ UM GRlKKLAND FRÁ KRÍT TIL DELFÍ
Kennarar: Mara Lynn Keller, Ellen Boneparth, Lily Cincone, og Diane
Katsiafias hjá International Women's Studies Institute. Farið verður I 16
daga ferð um hið forkunnarfagra Grikkland. Kynnt verður 5000 ára
saga kvennamenningar, andríkis og sköpunarkrafts. Á hverjum við-
komustað færum við fórn 1 formi Ijóðlesturs, tónlistar, dans, leiklistar eða
helgisiða til að tigna minningu kvenna á hverjum stað fyrir sig - á Krít,
Eleusis, Aegina, Epidauros, Nauplion, Tiryns, Korinþu, Mistras, Nomen-
vasia, Aþenu og í Delfí. Reynsla ferðarinnar mun veita okkur þrótt á nýrri
öld. Nánari upplýsingar fást hjá: IWSI P.O. Box 1067, Palo Alto, CA
94302; (650) 323 2013 eða: lillian33@juno.com
26. júní - 11. júlí 2000
ÞAR SEM GYÐJURNAR SYNGJA
- ANDLEG LEIT KVENNA Á LESBOS
Leiðbeinendur verða Carol P. Christ, Judith Shaw og Kathryn Richer
Harris (námskeið á vegum Ariadne Institute i goðafræði og helgisiðum).
I afviknu umhverfi hinna fögru garða Delphini-hótelsins á Lesbos verður
myndað samfélag kvenna sem helga sig skriftum, listum og helgisiðum.
Farið verður í bátsferðir á sérstaka staði til að tigna Sappho, við böðum
okkur í heitum uppsprettum, borðum kvöldverð og dönsum í tunglskin-
inu. Nánari upplýsingar veitir Judith Shaw, 951 Rose Way, Naples FL
34104; (888) 608 2331.
Íl 1
KLAUSTURSTEINN
GÖTUSTEINN
Gerið verðsamanburð
-^ott úrval af hellum og steinum.
Margbreytilegir samsetningar-
og mynsturmöguleikar.
S0if
Fjölbreyttir notkunarmöguleikar
3
HELLUSTEYPA JVJ
Vagnhöfða 17 • 112 Reykjavík • Simi 587 2222 • Fax 587 2223
• Stéttar • Garðstígar • Sólpallar • Bíla-
• Götur • Hringtorg • Umferðareyjur • o.m.fl.
Sknjðgarðyrkjumeistarinn Jón Hákon Bjamason aðstoðar
við val á efni og útfærstur hugmynda.