Vera - 01.08.1999, Blaðsíða 33
fengu vitneskju um baráttuaðferðir í öðrum
löndum og hugmyndir um hvernig best væri
að framkvæma hlutina heima fyrir. Kvennalist-
ar voru því angi af miklu stærri hreyfingu hér í
Reykjavík og þarna voru á ferð konur sem vissu
allt um feðraveldið. Þær voru ekki með neitt
hálfkák heldur voru þær mjög vissar um hvað
bæri og þyrfti að gera, þ.e. að ná völdum og
hefjast svo handa við að breyta heiminum."
I ritgerðinni kemur Auður að því hvers
vegna konurnar náðu ekki háleitustu mark-
miðum sínum eftir að hafa lagt grunn að vel-
ferðarþjóðfélagi, en horfið aftur
úr bæjarstjórnum eftir að hafa
náð góðum árangri í bæjar- og
sveitarstjórnarkosningum uppúr
aldamótum. Það var t.d. ekki
fyrr en árið 1982 að konur náðu
aftur sama hlutfalli í borgar-
stjórn Reykjavíkur og árið 1908,
eða um 50 árum áður. I allan
þennan tíma dró sérstaklega
mikið úr fjölda kvenna í bæjar-
stjórnum á íslandi miðað við
mörg önnur lönd þar sem þeim
fækkaði einnig um langa hríð.
Auður skoðar hvernig stofnanir
breyttust en bætir þó við að
breytingar á stofnunum dugi
ekki alltaf sem skýríng. Einstak-
lingar skipti líka máli: „Núna eru
þrjár konur ráðherrar og það gerðist án nokk-
urra breytinga á þeim stofnunum sem koma ís-
lenskum sjórnmálum við. Þetta var einfaldlega
háð ákvörðun þeirra sem ráða. Brotthvarf
kvenna í nær hálfa öld úr bæjarstjórnum er því
rakið til síns heima í ritgerðinni því stofnanirn-
arsem lutu stjórnmálunum höfðu ekki breyst,"
segir Auður og rekur aukna samkeppni í
stjórnmálum, meiri völd bæjarstjórninni til
handa og hraðar breytingar þegar Reykjavíkur-
þorp verður bær framkvæmdanna og stétta-
stjórnmál verða til, en útskýrir einnig að aukin
samkeppni um völd útskýri ekki af hverju kon-
urnar hurfu af vettvangi.
„Bæði framboðsöfl þess tíma, þ.e. borgara-
öflin og verkalýðshreyfingin, tóku ákvörðun
um að hafa konur ekki með á framboðslistum.
Þar sem eldri kvennaframboðskonurnar voru
orðnar þreyttar og Bríet Bjarnhéðinsdóttir
sömuleiðis, varð heldur ekkert úr sérstökum
kvennalistum. Og þá komum við aftur að per-
sónum því að Bríet, sem var leiðtogi meðal
kvenna almennt, tók persónulega ákvörðun
árið 1916 að styðja ekki kvennalista eftir að
hafa gengið í Heimastjórnarflokkinn árið áður.
Hún hvatti konur í blaði sínu til þess að sinna
kalli tímans og ganga ( aðra flokka og það dró
nnjög mikið úr kvennaframboðshugsun og
hennar ábyrgð var því mikil. Stjórnmálafræðin
hefur hins vegar verið mjög upptekin af því að
nota ópersónulegar útskýringar sem snúa að
stofnunum. Kannski finnst okkur annað
óþægilegt. Við erum alin upp í því að forðast
samsæriskenningar, og það er vel, en það er
nauðsynlegt að horfa bæði á stofnanir og ein-
staklinga. Stundum verðum við einfaldlega að
líta til einstaklinga til að finna útskýringar og
komumst þá ekki hjá því að draga einstakt fólk
til ábyrgðar. Það skiptir öllu máli hvað póli-
tíkusar gera. Ef svo væri ekki skipti auðvitað
engu máli hverja við kysum. Þá gætum við allt
eins sent inniskóna okkar á þing."
En aftur að kvennarannsóknum.
Verður einhver til að kenna sjórnmála-
fræðinemum um konur og stjórnmál
þar sem þú ert hætt kennslu?
„Námskeiðið verður kannski lagt niður þó ég
viti það svo sem ekki. Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson hefur hins vegar lagt það til, a.m.k.
einu sinni, að fá að kenna námskeið í stjórn-
málafræði um konur. Hver veit nema hann
komi með eitthvert skemmtilegt innlegg?"
segir Auður. Aðsókn karla í tímana sem fjalla
um konur og stjórnmál og kvennafélagsfræð-
ina, sem Auður hefur líka kennt, hefur aukist
og um karla og kynjafræði segir Auður: „Það
þarf að sjálfsögðu ekki sérstakt kyn til að gera
góðar kvennarannsóknir. En á sama tíma og
það má ekki gera þá kröfu að allar fræðikonur
hafi áhuga á konum sem rannsóknarefni, þá
sýnir reynslan að karlmenn hafa sjaldan áhuga
á konum sem fræðilegu viðfangsefni. Þess
vegna er auðvitað best að kona kenni um kon-
ur. Því þrátt fyrir að oft sé of mikið gert úr ólíkri
sýn kynjanna þá gerir mismunandi reynsla okk-
ur mjög ól(k, sem kemur stundum afgerandi
fram í hugmyndum okkar."
En hvernig standa íslenskir háskólar sig í
kvennarannsóknum að þínu mati?
„Að bera saman t.d. skandinavíska háskóla og
Háskóla íslands er tvennt ólíkt. I Svíþjóð er far-
in samþættingarleiðin og umfjöllun um konur
felld inn í allt námsefni. Almennt er það stefna
allra háskóla að hvert námskeið skuli hafa les-
efni um konur. I Noregi er þetta á svipaðri leið
en í Danmörku var valin sú leið að stofna rann-
sóknarstofur í kvennafræðum og hafa sér
námskeið um konur. Við höfum hins vegar
ekki tekið neina stefnu hér á landi nema að
koma upp valnámskeiðum hér og þar innan
námsgreina, búa til 30 einingar í kynjafræði úr
því og stofna svo Rannsóknarstofu í kvenna-
fræðum sem hefur svo gott sem ekkert rann-
sóknarfé," segir Auður og bætir
við að auk þess hafi stjórnmála-
fræðingar gott af því að kynnast
öðrum fræðaheimum: „Fem-
inísk stjórnmálafræði kallar á að
fara út fyrir viðfangsefni sem
snúa að ríki, bæjum og stjórn-
sýslu. Kvennahreyfingar eru tví-
mælalaust pólitískar hreyfingar."
En hvar má koma auga á ís-
lensku kvennahreyfinguna í
dag?
„í dag lítur fólk kannski helst til
Kvennalistans og hugsar um ör-
lög hans en kvennahreyfingin er
ennþá til þótt hún sé ekki leng-
ur fjöldahreyfing, hún birtist
okkur bara öðruvísi. Konur eru
t.d. skipulagðar innan stjórnmálaflokkanna og
við höfum margs konar starfsemi kvenna á
mismunandi vettvangi."
Hvaða kvennarannsóknir standa
uppúr í þínum huga?
„Sú bók sem hafði mest áhrif é mig sem fræði-
manneskju á sviði kvennafræða var bók Carol
Gilligan In a different voice sem kom út árið
1982 og er þekkt bók innan kvennafræðanna
frá þeim tíma sem feminískar rannsóknir voru
að mótast. Berit Ás, „móðir" Kvennalistans,
skrifaði reyndar líka með svipuðum hætti áður,
árið 1975 í Skandinavíu. Bók Gilligan var auð-
vitað barn síns tíma og sumt missagt og jafn-
vel ofsagt í henni, eins og gengur þegar fólki
liggur mikið á hjarta, en hún olli straumhvörf-
um á sínum tíma innan kvennafræða og
kvennarannsókna. I henni, sem og í skrifum
Berit Ás, var lögð áhersla á reynsluheim kven-
na. í fyrsta lagi að hann væri til og í öðru lagi
að hann væri merkilegur sem rannsóknarefni.
Fram að þeim tíma hafði hin opinbera jafnrétt-
isbarátta snúist meira um að afneita kynjamis-
mun, því það var það sem þurfti á þeim tíma.
En eftir það var sem sé snúið til baka, aftur til
hinna gömlu kvenréttindakvenna sem bentu á
að reynsluheimur kvenna væri merkilegur og
ástæða þess að konur ættu að fá kosninga-
rétt."
VERA • 33