Vera - 01.08.1999, Blaðsíða 17

Vera - 01.08.1999, Blaðsíða 17
>1 HÖFÐI Stóll úr húsgagnalínu sem Þórdís hannaði sérstaklega fyrir Höfða Reykjavíkurborgar greinina með erlendum fyrirlesurum. Sýningin verður um miðjan október í Garðabæ, á nýju torgi við Bæjarskrifstofur Garðabæjar." Árið 2000 er svo fyrirhugað að halda stóra sögulega hönnunarsýningu á Kjarvalsstöðum á vegum Form (sland. Að því standa m.a. Reykja- víkurborg og Hönnunarsafnið og verður sýn- ingin í tengslum við verkefnið Menningarborg 2000. Þórdís nefnir einnig að nú er stefnt að því að hefja hönnunarnám í Listaháskóla (s- lands sem tekur til starfa næsta ár. Undirbún- ingsnefnd er nú að vinna að skipulagningu, en Þórdís var í annarri undirbúningsnefnd sem starfaði í vetur. „Mér finnst þetta afar jákvætt fyrir hönnun á íslandi," segir hún um þessa væntanlegu deild. „Það sem hefur aðallega breyst I greininni undanfarið er að landamærin milli hinna vmsu greina innan hönnunar eru að minnka. Að- ferðafræðin við hönnun er svo svipuð. Hönnun hefur verið tískugrein undanfarin ár, en hús- gagna- og innanhússhönnun varð ekki algeng hér á landi fyrr en á 6. áratugnum. Upphaflega er hönnun afleiðing af iðnbyltingunni þegar áhugi manna beindist að því að ekki var ein- ungis nóg að hlutirnir virkuðu, þeir þuftu líka að höfða til neytandans. Markaðurinn verður að taka við hugmyndunum. Hönnun er þvl alltaf breytileg og fer eftir því samfélagi sem hönnuðurinn er í. Síðan er annað atriði sem hefur mikil áhrif á hönnun og það er tæknin og notkun á nýjum efnum. Ný efni og tækni geta t.d gefið hönnuðinum tækifæri til þróa og forma sínar villtustu hugmyndir." Hvernia er að vera hönnuður á íslandi? „Eins og staðan er í dag skiptir engu máli hvar menn eru staddir," segir Þór- dís. „Þaðer hægtað senda og finna allar upplýsingar gegnum tölvur. Sem dæmi um hvað hlutirnir hafa breyst þá eru um þrjú ár síðan ég lagði teikniborðinu -sem var rándýrt þegar ég keypti það en er nær verðlaust núna -og I dag vinn ég nær eingöngu á tölvu. Það verður k o n u r í ö n n n n alltaf mikilvægara að nýta tæknina til að tjá sínar hugmyndir. Það er tölvutæknin sem mað- ur kemur til með að nota æ meira." Þórdís hefur greinilega mikinn áhuga á þeim möguleikum sem tæknin gefur og sýnir blaðamanni forritið sem hún vinnur með. Þar er m.a. hægt að skoða húsgögnin í þrívídd og raða þeim niður i ákveðið rými. Við skoðum húsgögnin sem hönnuð voru fyrir Höfða og hvernig þeim er raðað niður. „Maður getur fljótlega séð í tölvunni hvern- ig hluturinn lítur út og hvernig hann virkar í því umhverfi sem hann er hugsaður fyrir, síðan er auðvelt að senda þessar hugmyndir til fram- leiðenda á Netinu.Við erum ekki lengur bund- in við markaðinn hér heima. Islenskur markað- ur takmarkast svo af smæðinni að öll fram- leiðsla verður mikið dýrari en raunverulega þyfti að vera. Hvað varðar fagmennsku í hús- gagnasmíði þá stöndum við vel og það er mik- il þekking fyrir hendi, en smæð markaðarins gerir framleiðsluna erfiðari og stundum alger- lega útilokaða. Við höfum þó náð langt I sölu á íslenskum skrifstofuhúsgögnum hér á landi. Ég kynni hönnun mína mikið á húsgagnasýn- ingum og markaðsset mig helst þannig núna. Frá upphafi hef ég verið í hópi íslenskra hönn- uða sem kalla sig EXIS og hefur verið að sýna á Furniture Fair í Bella Center í Kaupmanna- höfn. Þannig höfum við náð mörgum góðum samböndum. Síðan sæki ég líka aðrar hús- gagnsýningar. Það skiptir ekki lengur máli hvar I heiminum maður er. Aðalatriðið er að hafa góð tengsl og ná samböndum. Það er mikil- vægt að koma sér á framfæri við rétta aðila á réttum tíma. Það er líka visst happdrætti en viðtal: Auður Aðalsteirisdóttir VERA • 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.